Vikan


Vikan - 16.05.1940, Blaðsíða 13

Vikan - 16.05.1940, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 20, 1940 13 Og kettirnir ◦ttu sinn kirkjugarð. Reykjavík er alltaf að breytast. Þeir, sem eru þar fæddir og uppaldir og hafa lifað í bænum alla sína tíð, taka fæstir eftir því, hvernig hún skiptir um svip svo að segja daglega. Þeir ganga sömu göturnar til sömu vinnunnar, mæta oftast sömu mönnunum á sama stað og tíma og sömu hugsanirnar eru venjulega í kollin- um á þeim dag eftir dag, ár eftir ár. Og þó er alltaf eitthvað að breytast fyrir aug- um þeirra, skipta um svip, verða öðru vísi en það var. Hversdagslífið breiðir móðu yfir umhverfið, og það þarf eitthvað sér- stakt, eitthvað nýtt eða gamalt, hafi það ekki sést lengi, til þess að maður hrökkvi við og líti í kringum sig eða minnist lið- inna atvika eða gleymdra manna eða, hvernig náttúran horfði við áður fyrr, eða hús og önnur mannvirki. Eg var eitt sinn vakinn af svona svefni við það að mæta gömlum æskufélaga mín- um í Hafnarstræti. Hann kom þarna á móti mér alveg óvænt. Við stönzuðum báð- ir, horfðum augnablik hvor á annan, brost- um og tókumst í hendur. Við höfðum ekki sézt í mörg ár. Hann fór úr bænum og hafði stundað sjómennsku á Austurlandi. Nú ætlaði hann að dvelja hér í tvo daga. Okkur fannst báðum, að við þyrftum að rabba svolítið saman, fyrst við hittumst á annað borð. Við gengum upp Hverfisgötu og norður Ingólfsstræti og settumst á steinbekk und- ir líkneski víkingsins á Arnarhóli. Fyrst tókum við að dást að fjallasýninni fögru, sem við höfðum drukkið í okkur á yngri árum, en aldrei talað um þá, og síðan tókum við að rif ja upp gamlar æskuminn- ingar úr Skuggahverfinu, hverja af ann- arri. — Manstu eftir rásinni, þar sem við lærðum á skautum og þú datzt einu sinni svo hrottalega, að ég hélt, að þú mundir deyja og kom háskælandi heim? — Manstu eftir fúleggjabardaganum illræmda, þegar skotvopnunum hafði verið safnað í langan tíma, svo að nægar voru birgðimar, og verkanir árásarinnar eftir því ? — Manstu ... ? — og manstu ? Hver minningin rak aðra, lítilf jörlegar á stóran mælikvarða, en undursamlega heillandi fyrir okkur tvo, er sátum við fót- stall landnámsmannsins og horfðum á Þjóðleikhúsið, Amarhvál og Iþróttahúsið. Þessar byggingar vom búnar að breyta umhverfi æsku okkar, útrýma rásinni, Sölvhól og túninu góða, þar sem við lék- um okkur. Við urðum að börnum aftur og sáum það allt eins og það var þá. — Já, og kettirnir áttu sinn kirkjugarð líka, sagði ég, þegar einni minningunni skaut upp í hugann. Félagi minn leit snöggt á mig, eins og hann hefði hrokkið við, og þá minntist ég þess allt í einu, að við höfðum aldrei talað saman um þetta, af því að honum var það viðkvæmt mál, og í rauninni skildum við þetta hvorugur þá. Mér þótti leitt, ef ég hafði sært hann með því að glopra þessu j S M Á S A G A eftir | JÓN H. GUÐMUNDSSON. | ''i ......................l■■■■■ll■■lll■■■l■■l■l■■l■■■■■■l■■l■■l■ll■ll'•c út úr mér og ætlaði að snúa talinu að öðru, en hann jafnaði sig strax og fór að tala um það sjálfur. Móðir hans hafði átt við þá örðugleika að stríða, að seinni maður hennar, fóstri félaga míns, var mjög drykkfelldur. Á hverjum laugardegi fór hann að heiman fyrir hádegi og var í burtu allan daginn og drakk, þangað til hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Hún leitaði hann alltaf uppi seint á kvöldin, vissi, hvert hún átti að fara og kom honum heim. Svona gekk það í nokkur ár. Þá var það eitt laugardags- kvöld, að hún var lasin og veðrið ákaflega slæmt, blindbylur og frost. Hún ætlaði hvað eftir annað út, en hætti alltaf við það og lagðist fyrir á milli. Svo sofnaði hún og vaknaði ekki fyrr en liðið var á nóttu. Þá fór hún út, þó að veðrið hefði lítið batnað. En hún fann hann ekki. Og það var ekki fyrr en seinna um daginn, þegar búið var að leita víða, að hann fannst örendur í skafli, undir stórum steini á túninu. Hún varð undarleg í háttum eftir þenn- an atburð. Það var eins og hún kenndi sjálfri sér um dauða mannsins. Svo var það einn laugardag löngu seinna, að félagi minn kom til mín, mjög alvar- legur og bað mig að tala við sig. Hann átti ákaflega örðugt með að koma orðum að erindi sínu, en sagði mér þó að lokum, að hann væri hræddur um hana mömmu sína. Hún færi alltaf út fyrir hádegi á hverjum laugardegi, kæmi ekki heim fyrr en í myrkri og væri þá oft dálitla stund úti í einu hominu á kálgarðinum. Hann hafði aldrei þorað að fara einn og grennsl- ast um þessar ferðir hennar, en hann var hræddur við þetta, og vildi því fá mig til þess að koma með sér á eftir henni, ef hún færi næsta laugardag. Við gerðum þetta, en létum hana ekki verða neins vísari. Hún hafði lítinn strigapoka undir sjal- inu sínu og gekk niður að sjónum og inn allar fjörur. Við veittum henni eftirför, án þess hún vissi, reyndar virtist hún ekki taka eftir neinu í kringum sig. Þennan dag fann hún ekki það, sem hún leitaði að og fór ekki út í garð, þegar hún kom heim. Og sama er að segja um næsta laugardag. En í þriðja skiptið, sem við eltum hana, beygði hún sig niður í f jör- unni, skammt fyrir neðan Byggðarenda og tók upp dauðan kött og setti hann í pok- ann og hélt svo heim á leið. Við fylgdum í humátt á eftir. Það var orðið dimmt, og hún fór rakleitt út í eitt hornið á garðinum og gróf holu með spýtu, lagði köttinn í hana og rótaði svo yfir aftur, rétti úr sér og söng, ofurlágt, fyrsta og síðasta erindið úr alþekktum útfarar- sálmi. Síðan gekk hún inn til sín. Við töluðum lengi saman um þetta, félagarnir, og ákváðum að minnast ekki á það við nokkurn mann. Ég komst síðar að því sjálfur, að hún hætti þessum ferðum, en ég hafði aldrei vitað vissu mína um það, hvort félagi minn var sér þess meðvitandi, að hann hafði læknað hana. Og nú spurði ég hann að þessu og hann játaði því, — og brosti. Það gerðist á þennan hátt: Ég flutti með foreldrum mínum úr Skuggahverfinu upp í Skólavörðuholt. Skömmu síðar tók hann að koma til mín á hverjum laugardegi og vera hjá mér fram í myrkur, þar til móðir hans kom og sótti hann. Nú eru þau bæði horfin og annað fólk setur svip sinn á umhverfið. En minningamar lifa. Eitraðar örvar. Eiturörvar Indíána skutu áður fyrr mörgum manninum skelk í bringu, og það var ekki að ástæðulausu, því að þeir, sem urðu fyrir þeim, liðu oftast seinan og kvalafullan dauðdaga. En hvernig öfluðu Indíánarnir þessa hræðilega eiturs? Þeir notuðu höggormseitur og venjulega úr skellinöðrum. En á hvem hátt gátu rauð- skinnarnir aflað sér þess? Þeir settu nýtt kjöt eða hjartarlifur á stöng og fóru þang- að, sem þeir vissu, að mikið var um slöng- ur. Um miðjan dag skríða þessi dýr úr fylgsnum sínum og liggja kyrr og sleikja sólskinið. Indíánarnir ertu þær með stöng- inni, unz þær voru orðnar æstar og tóku að höggva í kjötið og spúa eitri í það. Á þennan veg var farið með hverja slöng- una á fætur annarri, þangað til búið var að safna svo miklu eitri, að það nægði til þess að drepa f jölda manns. En hættulaust var ekki að safna eitrinu. Kjötið var síðan þurrkað og gert úr því duft og geymt í geitarskinnspokum, þar til á þurfti að halda. Þegar að því kom var ofurlitlu af eitrinu rjóðað á örvaroddana og fáum, sem urðu fyrir slíkri sendingu, varð lífs auðið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.