Vikan


Vikan - 16.05.1940, Blaðsíða 12

Vikan - 16.05.1940, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 20, 1940 um nóttina. Komst hún heilu og höldnu suður, og synti víst bæði Tungná og Þjórsá. Næsta dag fórum við í Eyvindar- ver. Þar er oft góður hagi, en nú var þar ekki strá að finna af nýgræðingi. Við tjölduðum hjá kofatóft Fjalla-Eyvindar. Ver þetta er afarblautt, og ekki fært fyrir hesta, en nú mátti ríða um það allt á vetrarklaka. Þarna urðum við auðvitað að gefa hestunum hey. Við skoðuðum kofa- tóft Fjalla-Eyvindar um kvöldið. Rann lækurinn enn þá gegnum kofatóftina eins og segir frá í sögu Eyvindar. Rann hann úr lind skammt frá. Kom inn um annan vegginn, rann þvert yfir gólfið, og út í gegn um hinn vegginn. Hefir ekki verið langt í vatnið hjá kofabúum, en það hafa líka sennilega verið einu þægindin þar. Lítil hafa húsakynni verið, það sýndi kofa- tóftin. Önnur kofatóft var þar nokkuð norðar, en kvísl, sem rann þar hjá, var búin að grafa svo undan þeirri tóft, að hún var nærri öll hrunin í kvíslina. Næsta morgun lögðum við á sandinn, og var þá heldur ömurlegt yfir að líta. Sand- urinn er með einlægum öldum og lægð- um; nú var hver lægð full af krapi, og varð að fara einlæga króka. Aurinn á öld- unum var í miðjan legg, og veðrið slæmt, slydda og dimmviðri. Við áðum einu sinni á sandinum til að gefa hestunum. Eftir 19 klukkustunda ferð komum við í Fljótsdal, sem er litlu sunnar en Kiðagil, og eru þar venjulega betri hagar en í Kiðagili, en nú var þar ekki björgulegt — ekki stingandi strá. Við höfðum þá ekki nema smátuggu til að gefa hestum okkar. — Daginn eftir komum við að Mýri, fremsta bæ í Bárðar- dal, og voru hestarnir þá orðnir svangir. En hagar voru litlir, þótt til byggða væri komið, því að vorið hafði verið hart. Var þá nýbúið að hreinsa tún, og aðeins grænn litur á þeim. Við komumst samt heilu og höldnu til Akureyrar, og fundum Coghill. Sagði faðir minn honum frá hagleysinu og færðinni, og bölvaði Coghill þá, því að hann var mjög blótsamur. Hann var stirð- ur í íslenzkunni, en gat blótað, og sparaði það heldur ekki. Hann sagði við föður minn: „Eg get ekki farið and- skotans sandinn, fyrst ekkert helvítis grasið er á jörðinni." Fóru þeir svo suður Grímstunguheiði. Þá hafði Coghill 12 hesta, og hafði því nóg til skipta, enda þurfti þess með, því að hann var annálað- ur reiðfantur, og var það haft að orðtaki um reiðfanta, að þeir riðu eins og Coghill. Hann reið eins og hestarnir komust, áði hvergi allan daginn, og át ekki nema á gististöðum, en þar heimtaði hann líka allt hugsanlegt. Meðferðis hafði hann ekkert í þessari ferð, nema eina hliðartösku, og hana skyldi hann aldrei við sig. Ég sneri við á Akureyri, fór fram í Bárðardal, og var þar í kaupavinnu um sumarið, hjá frændfólki mínu á Mýri. Fór svo aftur suður Sprengisand um haustið. Vorum við þá þrír saman, Guðmundur Jónsson, sem var samferða norður um vorið, og Ólafur nokkur; hann var ein- Frá því er sagt í Fitjaannál, að fáum árum fyrir aldamótin 1500 hafi ver- ið veginn Páll bóndi Jónsson á Önd- verðareyri, af Eiríki Halldórssyni og „hans fylgjurum". Páll bjó á Skarði á Skarðsströnd. Áður en hann kvæntist Solveigu Björnsdóttur, Þorleifssonar ríka, hafði hann átt aðra konu og er hann leitaði sér kvonfangs norður til Möðruvalla, þá hafði Eiríkur, sonur Halldórs ábóta Ormssonar frá Helgafelli, leitað sér eiginorðs í sama stað. Sagt er, að stúlkan hafi verið kölluð Akra- Guðný. Páll kom síðan til hennar í ann- að sinn, en fékk ekki jáyrði. Skrifaði hann þá upp á kirkjuþilið vísu þessa: Þekkirðu ekki Val, bjó í mosdal, sauðum stal, klippinginn hafði hann sér til þvengja, öll skyldi Vala börnin hengja. Forfaðir ábótans hafði heitið Valerianus. Þegar Eiríkur kom aftur og sá vísuna, fekk hann dauðlegt hatur á Páli. En er Eiríkur lét flytja ölföng sín norður Sölva- mannagötur, kom þar Páll að og hjó niður allt ölið. Eiríkur keypti öl aftur fyrir norð- an — og fekk svo stúlkuna. Eftir þetta kvæntist Páll Solveigu, og er þau höfðu verið nokkur ár saman, fór hann erinda sinna út á Snæfellsnes á tólfæringi. „Lenti hann á Öndverðareyri í Eyrarsveit, og keypti þ9,ð hús, sem hann hvíldi í, því honum var uggur að umsátum Eiríks, og lét menn sína týgjaða liggja í skálanum fram frá, en hann lá einn í þessu húsi inn- an frá, með skósveini sínum. Þetta frétti Eiríkur á Helgafelli. Hann tók sig strax upp og fékk með sér 60 manns (sumir segja 18). Þeir komu um nótt til Eyrar og brutust inn. Fór Eiríkur fyrst upp á gluggann og spurði, hvort skolli væri inni. Inni er hann, kvað Páll, og ekki hræddur, bíddu þess að hann er klæddur. Þá tóku sig til þess tveir og tveir, af Eiríks mönn- um, að halda hverjum einum, sem var með Páli. En Eiríkur og aðrir sóttu innar um að svefnherbergisdyrum Páls. Sveinn hans hafði getað læst og. stóð fyrir dyrunum, hvern tíma á Kolviðarhól. Guðmundur þóttist rata, enda hafði hann farið þessa leið nokkrum sinnum. Á sandinum gerði á okkur byl, virtist mér Guðmundur þá ekki vera alveg viss með stefnuna, svo að ég tók að mér að vera á undan, og komumst við um kvöldið í Arnarfell. Stytti þá upp og gerði gott veður. — Guðmundur þótt- ist nú rata og tók við stjórn, fórum við þá yfir fúafen og sandbleytur, og hélt ég, að við myndum drepa hestana, en allt drasl- aðist þó af, og heim náðum við slysalaust. á Öndverðareyri. meðan Páll klæddi sig og komst í pans- arann. Varði þá Páll dyrnar lengi, svo að enginn komst inn, og ekki fékk hann snemma sár. Maður sá var einn með Eiríki, sem áður hafði verið sveinn Páls, og hafði Páll gefið honum sverð og hanzka. Þessi lagði að Páli og gat um síðir stungið hann fyrir neðan pansarann, í gegnum lærið. Þá sagði Páll við hann: Þú mátt ganga djarf- lega fram, því að þú hefir á höndunum. Eftir það bugaði Páll sig og féll um síðir. Veittu þeir honum mörg sár og gengu svo út. Þeir sendu þá inn prest til hans að veita honum sakramenti, ef hann girntist það, áður hann dæi. Og sem prestur hafði aflokið sínum fortölum, spurði hann Pál að, hvort honum mundi líft. Páll svaraði í trúnaðarmálum: Líft mundi, væri fljótt um bundið. Er prestur kom út spurðu hin- ir, hvernig Páli hði. Prestur svaraði: Þér megið gera betur út af við hann, ef þér viljið ekki síðar eiga hann yfir höfði yðar. Þá fóru þeir inn aftur og aflífuðu hann.“ Frændur Páls kröfðust bóta fyrir hann á alþingi. Er sagt, að mest manngjöld á Islandi hafi komið eftir Pál, næst Njáli. Var þeim mönnum öllum, sem voru með Eiríki, dæmdur sá eiður, að þeir hefðu ekki farið þá ferð til Eyrar með því hugarfari og ásetningi að drepa Pál eða skemma. Þrír voru dæmdir útlægir, friðlausir um Norðurlönd, til páfans náða. Eiríkur og tveir aðrir, urðu að útvega páfaleyfi til landsvistar. Eiríkur dó í Róm og fékk heiðarlega greftran, annar í Þýzkalandi. Jón Hallsson hét hinn þriðji. Hann komst aftur til íslands. Fyrsta bókaverzlunin var í Feneyjum. Hún var stofnuð á 14. öld. 1494 voru sett þar lög um verzlun með bækur. * Þegar Stalin ferðast með járnbraut, stýrir henni kona, Sinaida Troizkaia að nafni. Stalin treystir henni betur en nokkr- um karlmanni. * í Indíanapolis má fólk — þar á meðal hjón — rífast eins og það getur á rúm- helgum dögum, en á sunnudögum er bann- að með lögum að rífast og berjast. Svör við spurningum á bls. 7: 1. Á Rafnseyri við Arnarfiörð, 17. júní 1811. 2. Estland. 3. Alfons XIII. 4. Á Hólum í Hjaltadal. 4. Friðþjófur Nansen. 6. Sigurður Breiðfjörð. 7. I október 1917. 8. Jón Thoroddsen. 9. Hellas. 10. Egyptalandi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.