Vikan


Vikan - 16.05.1940, Blaðsíða 6

Vikan - 16.05.1940, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 20, 1940 Þegar Jack London var kolamokari varð honum það ljóst, að hann vildi heldur flakka um heiminn cn slíta sér út á því að þræla fyrir aðra. fangana ganga úr greipum sín- um. Hann náði utan um úlflið- inn á George og tókst að ná af honum skammbyssunni. Því næst gat hann haldið Kínverj- tmum í skefjum. Fyrir þessa ferð fékk hann 100 dollara. 1 heilt ár vann hann við þetta og komst í margs konar ævintýri. I hvert skipti sem hann fór um flóann, fór hann í gegnum „Golden Gate“ sundið, sem liggur út í Kyrrahafið. Fyrir handan það lágu Austur- lönd með öllum sínum höfnum og ævintýrum, sem honum hafði verið sagt frá og hann hafði lesið um. Nú var hann sautján ára og honum fannst hann vera fullorðinn og vildi skoða sig um í heiminum. I San Francisco lágu mörg skip, sem hann gat valið um. Hann valdi „Sophie Suther- land“ og sigldi með henni til Kórea, Japan og Síberíu. „Sophie Sutherland“ var f jögra tonna skúta með mikl- um seglum, og stórmastrið var 100 fet á hæð. Þó að Jack hefði aldrei verið til lengdar á sjó, réðst hann sem háseti á skipið. Annars voru flestir sjómennirnir Skandinavar, og þeim var ekkert um það gefið, að þessi strákur væri tekinn sem jafn- ingi þeirra. Hann varð að geta gert það, sem honum var ætl- að, annars varð hann að sætta sig við sjö mánaða þrælavinnu, því að það er ekki svo auðvelt að strjúka af skipi úti á hafi. Þess vegna ákvað hann að vanda sig svo vel með verk sín, að það þyrfti ekki að gera þau á ný. Og það tókst honum. Þriðja daginn á sjónum gerði mikið óveður. Jack var við stýrið, þegar það skall á, en skipstjórinn var ekki viss um, að þessi sautján ára ungling- ur gæti ráðið við stefnu skips- ins í þessu óveðri. En þegar hann hafði horft á hann dálitla stund, kinkaði hann ánægju- lega kolli og gekk á brott. Jack barðist við storminn og honum þótti vænt um að geta haldið skipinu á beinni braut í klukkutíma, án þess að nokkur lifandi hræða væri á þilfarinu nema hann. Honum voru falin örlög skipsins. Eftir þetta var veðrið ágætt. Jack varð góður vinur Victors og Axels — Svía og Norð- manns — og í ferðinni voru þeir kallaðir „þrír röskir strákar". Þegar Jack leiddist, las hann allar sínar bækur, þó að hann kynni þær að kalla utan að. Loksins komst „Sophie Sutherland" til Bonin-eyjanna, þar sem hún létti akker- um á meðal tuttugu skipa, sem voru einn- ig á selaveiðum. Loksins hafði draumur Jacks um að komast til Aust- urlanda rætzt. Hann dauðlang- aði til að komast í land og skoða allt, sem hann hafði lesið um. „Rösku strákarnir þrír“ gengu á land. Á knæpunum hittu þeir kunningja sína frá San Francisco. Þó að „Sophie Sutherland“ lægi í höfn í tíu daga, gat Jack ekki séð neitt af því, sem hann ætlaði sér að sjá. í stað þess eignaðist hann nýja vini á með- al sjómannanna, heyrði ýmsar sjóarasögur, drakk sig fullan ásamt félögum sínum, gerði allt vitlaust í bænum og sóaði hverjum einasta eyri. „Sophie Sutherland“ hélt áfram norður á bóginn. Jack, sem hafði verið skipað að róa veiði-bátunum, var í marga daga að flétta stráum utan um árarnar, svo að selirnir heyrðu ekki í þeim. Selina urðu þeir að elta til stranda Síberíu. Skinnin tóku þeir af þeim og söltuðu þau niður. Þegar Jack hafði róið bátn- um aftur til skipsins, hjálpaði hann mönnunum til að flá sel- ina á þilfarinu, sem allt var útatað í blóði og óþverra. Það var sóðaleg vinna, en Jack fannst hún vera ævintýraleg. Að þrem mánuðum liðnum sigldi „Sophie Sutherland“ til Yokohama með skinnin. Þar komst Jack ekki heldur lengra en í veitingahúsin. — Þegar þeir komu til San Francisco, kvaddi Jack félaga sína og sneri aftur til Oakland. Fjölskylda hans hafði hvorki í sig né á. Jack borgaði reikn- inga hennar, keypti sér notaðan hatt, frakka, jakka, ódýrar skyrtur og nærföt. Peningana, sem eftir voru, gaf hann Flóru. Nú langaði hann ekki leng- ur til að flakka um. I fyrstu settist hann við að lesa bækur úr bókasafninu, en síðar fannst honum, að hann yrði að fá fasta atvinnu, þó að atvinnu- leysi væri mikið. Jack heppn- aðist samt sem áður að kom- ast inn í sekkja-verksmiðju, en hann fékk aðeins einn dollara á tímann. Um sama leyti tók áhugi hans á ungum stúlkum að vakna. Hann leið önn fyrir, hvað hann var grófgerður — af umgengninni við ruddalega sjómenn, — þegar hann komst í kynni við ungar, siðsamar stúlkur. Bezti vinur Jacks var Louis Shattuck, smiður, sem eftir lýsingu Jacks var sakleysið Fyrsta ástin var ekki sterkust, — en sætust.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.