Vikan


Vikan - 16.05.1940, Blaðsíða 2

Vikan - 16.05.1940, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 20, 1940 Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að Líftryggingarfélagið ,,Danmark“ á eignir í íslenzkum verðbréfum er nemur um 2V2 miljón króna. Lítum vér svo á að fjárhæð þessi tryggi fyllilega þær lífsábyrgðir, sem félagið hefir nú hér á landi. Starfsemi aðalumboðsins heldur áfram á sama hátt og verið hefir, og eru hinir tryggðu beðnir að senda iðgjöld og vaxtagreiðslur á réttum tíma, svo að tryggingar þeirra falli ekki úr gildi. Þórður Sveinsson & Co. h.f. Aðalumboð fyrir Líftryggingarfélagið „Danmark". Vefnadarvörudeild Býður yður: Sumarkjólaefni Flauel Tvisttau. Fjölbreytt úrval. Stína litla er vinnu- söm og langar til að mála. Hræðilegt járnbrautarslys. Aðfaranótt 28. desember 1879 varð eitt mesta járnbrautarslys, sem sögur fara af. Þá nótt geisaði fárviðri yfir Norðursjóinn og við strendur Skotlands var veðrið hams- laust. Þegar hraðlestin frá Dundee fór yfir hina nýbyggðu brú á Firth of Tay, brast miðhluti brúarinnar og lestin og allir far- þegamir steyptust niður í hið djúpa og kalda vatn Tay-fjarðarins. Þar fórust yfir 200 manns. Þótt brúin væri nýbyggð höfðu verkfræðingarnir illan bifur á henni, því að við byggingu hennar hafði verið notað of mikið af steypujámi og hinn frægi yfir- smiður Firth of Forth-brúarinnar hafði stranglega bannað konu sinni og bömum að fara nokkru sinni um Taybrúna. 4 af öllu. Sumir menn hafa einkennilega miklar mætur á vissum tölum. Einn í þeirra hópi var þýzki keisarinn Karl IV. Herafla sín- um skipti hann í 4 flokka. Hann átti 4 hall- ir og 4 riddarasalir vom í hverri höll. 1 hverjum sal voru 4 ofnar, 4 borð, 4 dyr og 4 ljóshjálmar. Hann borðaði 4 sinnum á dag, 4 rétti í einu og drakk 4 tegundir af víni með matnum. Föt hans voru í 4 litum og hann talaði 4 tungumál. Hann kvænt- ist 4 sinnum og átti 4 syni og 4 dætur. 4. hvers mánaðar var hann í beztu skapi. Hann beitti alltaf 4 hestum fyrir vagn sinn, og hann hafði vonað að verða 4x4x4 =64 ára gamall, en varð ekki nema 63. Fánalitimir. Rauði liturinn er algengastur allra lita 1 þjóðfánum. I 44 af 49 ríkjafánum er rauð- ur litur. Gullið h já páfanum. Guilið í dýrgripavörzlum páfaríkisins er sagt vera meira að verðmæti en öll sú mynt, sem er í umferð í Evrópu. Skautarnir em gamlir. Fyrir óralöngu síðan kunnu menn að fara á skautum og skíðum. Víða í Norður- Evrópu hafa fundizt spor, sem sanna þetta. Eskimóar hafa um ómuna aldur notað skauta og skíði, búin til úr hvalbeini. Herskip fyrr og nú. Fyrir hundrað árum síðan var hægt að smíða og útbúa heilan flota fyrir þá upp- hæð, sem einn einasti bryndreki kostar nú á tímum. Vikan HEIMILISBLAÐ Ritstjóri: Kirkjustræti 4. Pósthólf 365. Afgreiðsla og innheimta: Austurstræti 17. Sími 5004. Pósthólf 166. Verð: kr. 1,75 á mánuði, 0,45 í lausasölu. Steindórsprent h.f. Nótubœkur (frumbœkur) ióst ■ Steindórsprent h.l. Aðalstrœti 4. Sími 1174 10 stk. 0,45 pr. bók. — 25 stk. 0,40 pr. bók. tJTGEFANDI: VIKAN H.F., REYKJAVlK. Ritstjóri: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4. Pósthólf 365. — Abyrgðarm.: Steindór Gunnarsson. — Framkvæmdarstjóri: Bngilbert Hafberg, Austurstræti 17. Sími 5004. Pósthólf 166.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.