Vikan


Vikan - 30.05.1940, Blaðsíða 3

Vikan - 30.05.1940, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 22, 1940 3 Matjurtagarðurinn. Eftir Stefán E>orsteinsson, garðyrkjukennara. Garðræktin eykst og eflist með hverju' ári, sem líður. Uppskera garðávaxta var á síðastliðnu ári meiri en nokkru sinni áður og má fyrst og fremst þakka það óvenju góðu sumri. Ekki meg- um við nú gera ráð fyrir slíku sumri, enda bendir þegar til þess, að svo verði ekki. Þó eigum við Islendingar nú meira undir matjurtaræktinni komið en nokkru sinni áður. Þess vegna verður afkoman svo mjög undir okkur sjálfum komin, því hvernig við rækjum störf okkar af hendi. Grænmeti. Með þessari grein birtist tafla fyrir ræktun grænmetis. Þar er dregið saman það helzta viðvíkjandi ræktun græn- metis og miðað við venjuleg skilyrði hér á landi. Það hefir ekki lítið að segja, að menn vandi val afbrigða þeirra matjurtategunda, er þeir rækta og þekki kröfur þeirra, t. d. við- víkjandi jarðvegi, áburði o. s. frv. Hvað áburðinn snertir, þá má minna á, að káljurtirnar eru um það bil helmingi áburðar- frekari en flestar aðrar matjurtir (t. d. rófur og kartöflur) komast af með, og kálið vill fyrst og fremst búfjáráburð, en aftur á móti rótar- ávextirnir, gulrófur, gul- rætur, næpur o. s. frv., halda einna mest upp á tilbúinn áburð. Þó er æskilegt að matjurtirnar geti fengið nokkuð af hvoru fyrir sig, húsdýra- og tilbúna-áburðinum. Einmitt um þessar mundir er sáðtími þeirra matjurta, sem sáð er til. Þó þarf að vera búið að sá gulrótunum fyrir nokkru síðan. I beztu landshlutum er þó ekki of seint að sá þeim ennþá, verði sum- arið sæmilegt, því að gulræturnar spretta lengur fram eftir að haustinu en flestar aðrar matjurtir, en þá ættu menn að láta fræið liggja í bleyti og síðan við hita og raka í nokkra sólarhringa, áður en sáð er. Rauðrófunum er þó ekki vert að sá fyrr en um mánaðamót maí og júní. Hvað gróðursetningu kálplantnanna út á bersvæði viðvíkur, þá er ekki varlegt að framkvæma hana fyrr en í byrjun næsta mánaðar. Þangað til verður að leggja áherzlu á að undirbúa plönturnar vel undir . gróðursetningu og einkum verður að gæta - Gulrót. þess að smá auka við þær loftið, eftir því sem tíðarfar og þroski þeirra leyfir, þannig að þær séu vel hertar, þegar að gróður- setningu kemur. að gæta þess að þeir eru mun áburðar- frekari en þeir, sem eldri eru. Að rista ofan af og flytja á brott efsta lag jarð- vegsins, þar sem síðan skal rækta kartöfl- ur, nær vitanlega engri átt. Áburður. Um margar áburðartegundir er að ræða, eins og kunnugt er, svo sem búfjáráburð, þang og þara, slor o. s. frv., auk tilbúna áburðarins. Áburðarþörfin fer vissulega mjög mikið eftir ræktunarland- inu, votviðri og tíðarfari yfirleitt o. s. frv. Það er því mjög erfitt að gefa ákveðnar tölur viðvíkjandi áburðarmagninu. Blómkál. Kartöflur. Kartöflurnar þurfa langan vaxtartíma, mikla, auðleysta næringu og hita, svo að þær geti orðið stórar og góð- ar. Því velur maður kartöflunum það land til ræktunar, sem hallar hæfilega í sólar- átt og þann jarðveg, sem er sendinn og heitur. Á flatlendi getum við einnig ræktað kartöflur með góðum árangri, en landið þarf undir öllum kringumstæðum að vera vel framræst. Nýlegir garðar eru undir flestum kring- umstæðum bezt fallnir til kartöfluræktar, en sé um alveg nýja garða að ræða, verður Hvítkál. Hér skulu þó nefndar nokkrar tölur fyrir áburðarmagn handa kartöflum: Búfjáráburður 30—35 kerruhlöss (300 kg.) á 1000 m2. Garðáburður 60—80 kg. á 1000 m2. Hér er miðað við fullt áburðarmagn af hvoru fyrir sig, en æskilegt er að bera á sinn helminginn af hvoru, búfjáráburðin- um og garðáburðinum. Tafla fyrir ræktun grænmetis. Matjurta- tegundir Afbrigði Sáðtimi Jarðvegur Áburðarmagn á 100'2 annaðhv. garðaáb |húsd.áb. Áburðar- ábætir að sumrinu Gróður- setning á bersvæði Millibil milli 1 raða 'roðum kg- hlöss Kalksalt- cm. cm. tivítkál snemm- vaxið seinvaxið Erstling Ditmarsker Jaatun Trönder Seinast i aprfl í gróðurreit Sandbl. mold- arjarðvegur Moldarjarðv. 12 4-5 pétur kg. 4 c c c cö 50 45 Grænkát Hamburger sami sami 10 3-4 3 c 50 40 • Blómkál Snebold, Erfurter íslenzkar sami sami 10 3-4 3 >> lL. 50 40 Gulrófur Rússneskar Bangholm Gauta Þrándheims Miðjan maí Venjuleg góð garðmold 4-6 2»/2 2 50 20-25 Næpur Snjóboltinn sami Moldarjarðv. 4-5 172-2 2 30 15 Gulrætur Nantes Fyrst i mai Sendinn jarðv. eða mýrarj. 4-6 2 2 15 8 Rauðrófur Egyptizk Seinnihlutan i mai Litið eitt sandbl. 3-5 172-2 Áburðar- vatn 30 20 Hrcðkur Non plus ultra Frá 20. mai Venjulegur góöur jarðvegur 3-5 172-2 sama 10-15 5 Höf.salat Maikönig sami sami 6-8 272 sama 25 15-20 Spínat Victoría sami sami 4-6 2 sama 15 8

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.