Vikan


Vikan - 30.05.1940, Blaðsíða 5

Vikan - 30.05.1940, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 22, 1940 5 yfirgefur hann samt ekki. — en fátæktin egar Jack London var orðið ljóst, að hann vildi heldur vinna fyrir sér með heilanum en vöðvunum, ákvað hann að skrifa smásögur. En fyrst varð hann að afla sér meiri menntunar. Háskólinn í Kaliforníu var rétt hjá heimili hans, en hann hafði aldrei í menntaskóla gengið. Hann var nítján ára að aldri, þegar hann var tekinn í fyrsta bekk menntaskólans í Oakland. Hann var í bláum, druslulegum fötum og baðmullarskyrtu. Ljósa hárið hans var allt í óreiðu. Hann tuggði skro — það hafði hann vanið sig á, þegar hann var flæk- ingur og gat ekki hætt því, vegna þess að hann fann ekki eins mik- ið til í tönnunum, sem voru allar skemmdar, ef hann var með skroið uppi í sér. Þegar Eliza bauð honum að borga fyrir hann tannviðgerðir, ef hann hætti að tyggja skro, var hann fús til að hætta því. Þegar gert hafði ver- ið við allar hans tennur, keypti hann sér tannbursta í fyrsta skipti. Jack var ákaflega silalegur í hreyfingum. Þegar hann sat við skrifborðið sitt, hallaði hann sér aftur á bak, teygði úr fótunum, stakk höndunum í vasana og starði út í bláinn. Lexiurnar kunni hann alltaf illa. Bekkjarsystkini hans voru 14 og 15 ára. Flest voru frá góðum heimilum og höfðu aldrei komið lengra en til San Franciseo. Jack fannst þau vera smábörn. Hann lagði enga dul á, að sér hund- leiddist. Hann langaði til að tala við bekkjarsystkini sín, en hann gat það ekki. Hann hlustaði á, þegar þau spjölluðu saman, en ef ein- hver yrti á hann, hraðaði hann sér í burtu. Bekkjarsystkini hans langaði til að kynnast honum og skilja hann. John London hafði einhverja illa launaða atvinnu, en Jack varð að sjá fyrir sér sjálfur. Á laugar- dögum og sunnudögum gekk hann að þeirri vinnu, sem hann fékk — sló gras- bletti, barði gólfteppi og fór í sendiferðir. Eliza keypti handa honum bækur og hjól til að fara á í skólann. Þegar skólinn var úti, gerði hann hreint hér og þar. Mörgum Irving Stone lýsir hér erfið- leikum Jacks við að verða stúdent og ást hans á Mabel Applegarth. árum síðar skrifaði hann dóttur sinni, að hann hefði hreinsað hvern einasta glugga í byggingunni, sem hún gekk í skóla í. Hann hafði nú komizt að því, að nem- endurnir gáfu út blað „The Aegis“ og í það skrifaði hann greinar um Bonin-eyjarnar, sem eru sérstaklega skemmtilega skrifað- ar og alltaf gaman að lesa. Jack lærði meira á því að sjá þessar greinar sínar á prenti en á leiðréttingum kennara síns, sem var aldrei um hið hversdagslega mál hans, ákafa hans og lífsgleði. I „The Aegis“ komu fimm greinar eftir hann, þar á meðal tvær sögur frá flækingsárum hans.--------- Síðan missti John London at- vinnu sína, og Jack varð þá að sjá fyrir f jölskyldunni. Hann var alltaf þreyttur, því að hann fékk hvorki nægan mat né svefn. Þar að auki leiddist honum, að stelp- urnar í skólanum sneiddu hjá honum, þegar þær höfðu lesið greinar hans frá flækingsárunum. Jack London gekk í Henry Clay-félagið, þar sem menn æfðu sig í að tala. Þegar Jack hafði setið þar tvo fundi, tók hann sjálfur þátt í umræðunum. Hrifn- ing hans á sosialismanum hafði mikil áhrif á alla, sem á hlýddu. En Jack fannst mest til um það, að félagarnir litu á hann sem jafningja sin og vin. Jack kunni bezt við Edward Applegarth, sem var af mennt- aðri, enskri f jölskyldu, sem hafði sezt að í Oakland. Þeir voru jafn- aldrar, sem uppörfuður hvor ann- an og fóru í langar gönguferðir. Applegarth bauð Jack heim til sín og kynnti hann fyrir systur sinni, og Jack hafði ekki fyrr séð hana en hann varð ástfanginn af henni. Mabel Applegarth var með stór, blá augu og mikið, ljóst hár. Jack líkti henni við ljósgult blóm á grönnum stilk. Hún hafði ákaf- lega fagra rödd. Mabel las ensku við háskólann, og Jack dáðist að því, hvað hún var vel að sér. Hann var ákaflega hrifinn af henni og elskaði hana eins og gyðju. Honum til mikillar ánægju skoðaði hún hann sem jafningja sinn og vin. Hann hefði baxa átt að vita, að hún var jafn hrifin af honum. Á heimili Applegarth-f jölskyldunnar var til mikið af bókum og málverkum. Jack varð ákaflega fróður á að koma á þetta heimili og kynnti sér framkomu heimilis- fólksins. Hann kom einnig á önnur heim- ili, þar sem hann hitti ungar, menntaðar stúlkur, sem gengu í hælasíðum kjólum. „Kynlegt sambland af norrænum sjómanni og grískum guði“, þannig lýsir einn af samtíðarmönnum stúdentsins Jacks London honum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.