Vikan


Vikan - 30.05.1940, Blaðsíða 13

Vikan - 30.05.1940, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 22, 1940 13 Lily hafði allt í einu dottið ráð í hug, og hún var ekki lengi að hugsa sig um. Þegar hún hafði horft rannsakandi augum á það, sem eftir var af skipinu, sagði hún: — Á hverri stundu getur flakið runnið' af skerinu og þá er úti um okkur öll. En það er ein leið ennþá. Pabbi, þú verður að slöngva mér yfir brimið og inn í lónið á eyjunni. Eitt siglutréð er eftir. Með kaðli og mikilli sveiflu hlýt ég að geta . . . er það ekki, pabbi, þú skilur mig? Monterey skildi, við hvað hún átti. Þetta var heljarstökk, sem hefði þurft að æfa í marga mánuði, en nú varð að reyna það innan fárra mínútna. Það var síðasta vonin. — Við verðum að koma mjóum kaðli gegnum blökkina á bómunni þarna, sagði Monterey. — Farðu þangað upp, drengur minn, og gerðu þetta og komdu með báða kaðalsendana hingað niður. Þetta var venjuleg uppskipunarbóma, sem hékk í siglutrénu og skagaði út fyrir borðstokkinn. Monterey klifraði upp í skip- ið og athugaði f jarlægðina. Síðan tók hann stutta járnstöng og festi hana æfðum höndum við kaðalsendana, og hafði þá gert trapizu, sem hann gat fest við bómuna. — Jæja, Lily, þetta ætti að heppnast hjá okkur. Komdu, Charles. Við verðum að gefa henni eins mikla sveiflu og hægt er, og nái hún ekki inn í lónið, verðum við að fara á eftir henni. Og nú framkvæmdi Lily Monterey sitt fífldjarfasta heljarstökk, án annarra áhorfenda en þeirra, sem áttu lífið undir því, að henni tækist það. Allt var tilbúið. Lily hékk í trapizunni, reiðubúin að sleppa takinu á réttu augna- bliki, og væri heppnin með henni, mundi hún sveiflast alla leið inn í lónið. Hún hugsaði um hvalina og ósýnilegu skerin og hvort nógu djúpt mundi vera í lóninu, svo að hún gæti kafað, án þess að rotast. Svo heyrði hún föður sinn segja rólega: — Tilbúin! — Sveifla! Á næsta augnabliki sveif Lily Monterey í stórum boga út yfir sjóinn. Brimið ham- aðist fyrir neðan hana. Á réttri stundu sleppti hún stönginni og flaug gegnum loft- ið, eins og svo oft áður. En nú var enginn til þess að taka á móti henni og ekki örugg laug að lenda í, en hún hafði fullt vald á líkama sínum. Hún sá kóralsker á báða bóga og breitt lónið fram undan, og beindi sér þangað, sem hún vildi kafa. Með opin augu stakkst hún í vatnið og sveigði líkam- ann til þess að fara ekki of djúpt. Hún sá botninn, en kom ekki við hann. Svo stóð hún upp í lóninu og óð á land. Það tók ekki nema nokkrar mínútur að festa línunni, sem skotið var, í pálmana. Bróðir hennar kom fyrstur í land á kaðl- inum, til þess að hjálpa henni, og því næst faðir hennar. Síðan var frú Armitage flutt í land í körfu. Lily var að ljúka við að binda um hné Ronalds, þegar móðir hans kom reikandi til þeirra. Hún tók báðar hendur Lily og hélt þeim lengi. — Eg fel hann umsjá yðar, sagði hún. — Núna — og alltaf. PULA og nokkur örnefni á Landmannaafrétti. T 16. tbl. ,,Vikunnar“ frá 18. apríl 1940 minnist A. J. Johnson bankaféhirðir á það í sinni ágætu ferðasögu: ,,í sumar- sól“, að talið sé að nafnið ,,Pula“ (gamla Pula) sé komið frá Irlandi hér til lands, en það tel ég mjög vafasamt, að það, sem var upprunalega hebreskt eða líklega frem- ur assyriskt nafn, hafi komið frá Irlandi til okkar, þó það geti verið; hitt þykir mér miklu sennilegra, að það hafi komið til okkar frá Noregi beina leið, eins og svo mörg önnur nöfn, sem ættuð eru frá Gyð- ingalandi. Sérnafnið ,,Pul“ er nefnt í Jes. 66,19 og er nafn á þjóð, og mannsnafnið ,,Pul“, (sem á fleigletri er ,,Pulu“) var annað nafn Tiglat Pilesar Assyríukonungs (sbr. 2. Kon. 15,19). Hebreska nafnið ,,pulu“ þýðir: verk, at- vinna, en einkum notað um verk guðs, og því sennilega verið notað sem mannsnafn meðal Israelsmanna, enda þótt það komi ekki fyrir í gamla-testamentinu. 1 sömu grein er minnst á sérnafnið ,,Dómadalur“, og bæði höfundur greinar- innar og Pálmi Hannesson rektor virðast vilja tengja það við íslenzka samnefnið: dómur; en hvorugur vill tengja það við sérnöfnin fornu: Dómarr og Dómaldur, sem nefndir eru í Islendingabók Ara, svo nöfnin hafa verið þekkt hér á landi frá fyrstu tíð. Bæði þessi nöfn eiga uppruna sinn austur í Asíu og í Israel va.r sérnafnið ,,Duma“, (eða Doma, því u-hljóðið hjá þeim var millihljóð milli íslenzks u og o), nafn á héraði, nafn á þjóðflokki og nafn á borg, svo algengt hfefir það verið austur þar. — Orðið þýðir eiginlega: ríki þagnar- innar, dauðraríkið, og því sennilega aldrei notað sem mannsnafn út af fyrir sig, og ekki nema í sambandi við önnur sérnöfn, eins og t. d. Dómarr, sem er samsett úr: „duma“ og mannsnafninu ,,Yrr“ eða „Ver“. Þegar litið er til annarra örnefna á Landmannaafrétti og nefnd eru í fyrr- nefndri ferðasögu, þá dylst manni ekki að þau eru mörg hebresk að uppruna, enda þótt þau hafi fallið svo vel í málið og eru svo hljóðlík málinu að því hefir ekki verið gaumur gefinn. Á hebresku er nafnið: ,,Hakila“, sérnafn á fjalli og án efa sama nafnið og Hekla. Hattur er sennilega hebresku sémöfnin ,,Hitti“ eða ,,Hatti“, eins og það er í samsetningu, og „yr“ eða ,,ver“, sem samsett verður: Hattiver. „Hitti“ er nafn á þjóð, „ver“ nafn á manni. Á hebresku er til mannsnafnið „Set“, en sem samnafn þýðir það undirstaða, sæti (basis) og er líklega sama nafnið og Sáta, notað hér um uppmjó f jöll. Loðmundur er sama og mannsnafnið Loðmundur, en þess nafns: mundur getur verið tekið úr „Lod“ er mannsnafn á Hebr. Síðari hluti norrænu, en getur líka verið hebreskt: ,,man-dor“, en um það vil ég ekki ræða frekar nú. Krakatindar er samsett úr: kraka — og tindar. — Hebreska orðið „Kraka“ eða ,,Krakka“ þýðir: „lítill eins og gluggi“, og einmitt það — lítill — er meint með ís- lenzku orðunum: Krakki, Krakatindar og viðurnefninu. kraki, sbr. Hrólfur kraki. Yfirleitt virðist mér, að mörg íslenzk örnefni, einkum sunnanlands, séu frá Hebresku komin, og ekki gegnum got- nesku,, því þau eru minna breitt en búast mætti við ef þau hefðu komið þá leið til okkar. Aðeins eitt dæmi: Dóma í Dóma- dalur er á hebresku „Duma“ eða Doma), .en samnafnið: dómur var á gotnesku: ,,doms“ og á gamalli háþýsku: „tuom“, sem hvorttveggja er ólíkara dómur en „duma . Guðm. Einarsson. Oftir tilmælum séra Guðmundar Einars- ^ sonar hefir ritstjóri „Vikunnar“ sýnt mér grein hans. Um hana vil ég aðeins segja þetta: Ég hafði mjög gaman af að lesa hinar snjöllu athuganir hans, er lýsa mikilli þekkingu og lærdómi, þó ég geti ekki fallist á þær að öllu leyti. Það sem mér finnst styðja, að bæjar- nafnið Pula sé írskt að uppruna, er þetta tvennt: 1. Af Landnámu verður ekki annað séð, en að Áskell hnokan (ættfaðir Jóns biskups helga) hafi numið neðri Þjórsár- holt, þ. e. Holtahrepp norðvestan Steins- lækjar, — „efri hluta Þjórsárholta" námu feðgar tveir er bjuggu í „Lunansholti“ á Landi — og þar á meðal lönd Pulu, en hann var sonar, sonar sonur Kjarvals Ira- konungs, og hefir líklega komið hingað til lands frá Irlandi, þó þess sé ekki sérstak- lega getið. 2. Kirkjustaðurinn „gamla Pula“, stóð á norðvesturbakka á tjörn, sem enn er til, og heitir Pulutjörn. Festist ekki írska nafnið Pula = tjörn við bæinn, þó tjörn- in sjálf fengi sitt íslenzka nafn, ef til vill löngu síðar? Um uppruna nafnsins á „Dómadal" er erfitt að segja. Það sem ég sagði um það í ferðasögu minni, var aðeins lausleg til- gáta. Og athuganir séra Guðmundar Ein- arssonar á því, og fleiri ömefnum, em mjög eftirtektarverðar, og væri gaman að sjá meira frá honum, þeim málum við- víkjandi, við tækifæri. En ég held að hann geri þó fullmikið úr því, að íslenzk ömefni eigi rót að rekja til erlendra mála. „Sáta“ t. d. hygg ég að dragi nafn af því hvað hún er lík heysátu í lögun, og hefir Loðmundur ekki, a. m. k. að nokkru leyti, fengið nafn af þokunni, sem oftast sveipast um höfuð hans? Alloftast mun það fagra fjall vera loðið af þoku niður af hamrabeltunum. Þetta eru þó aðeins mínar eigin hugsmíðar. A. J. Johnson.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.