Vikan


Vikan - 30.05.1940, Blaðsíða 7

Vikan - 30.05.1940, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 22, 1940 7 Eftir Quðmund Friðjónsson, skáld. Náttfari og ambáttin, sem hröktust forðum frá Garðari Svavarssyni í Húsavík yfrum Skjálfanda í Nátt- faravíkur, eru í raun og veru fyrstu land- námsmenn hérlendis. Nú eru Náttfaravíkur ábúendalausar, landskosta jarðir, og á hinn bóginn geng- ur fiskur svo grunnt þarna hvert sumar, að nálega má kasta honum af bátum á þurrt land. Náttfaravíkur bera þær menjar land- námsmannsins enn í dag, að drangur einn sunnan við víkurnar heitir í höfuð frum- byggjans, Ijósleitur til að sjá vegna berg- tegundar, sem í honum er. Sá Náttfari er tröllvaxinn, en svo fá- orður, að hann mælir eigi annað en það, að hann segir til nafns síns. Nú heitir Naustavík, þar sem Náttfari bjó. Skálavík og Rauðavík eru norðar. I þeim víkum eru búðarústir fornar, sem vitna um útræði dugandi manna á liðnum öldum. Innan við Náttfaravíkur liggur „Kalda- kinn of aldr“, en milli hennar og Náttfara- víkna eru forvaðar í stórgrýttum fjörum og er þar ófært, þegar haustbrim eru. Þegar svo bar við, var farið úr Kinninni upp frá bænum Nýpa, um Skarð og Kóta- mýrardal norður til Náttfaravíkna og sér enn í dag gamla vegruðninga þar í hávum hlíðum. Þarna var farið með skreiðarlest- ir á haustin, ef að líkindum lætur úr Vík- um suður í Kinn og Bárðardal og ef til vill fleiri sveita. Þannig geta urðirnar talað sínu máli, þó fáorðar sé. Á vestari bökkum Skjálfandafljóts, and- spænis landi jarðar minnar, sér enn í dag götuskorninga og eru þeir til merkis um aðsóknina að Náttfaravíkum, þær árstíð- ir, sem fjörurnar vo»u færar. Þessir skorningar eru hliðlægir og eru 20—30 talsins, glöggir en þó grasigrónir. Fjöldi gatnanna mun vera þannig til- kominn, að hestarnir skiptu um stíg, þegar sá varð djúpur og sleipur, sem búið var að troða lengi. En fjöldi gatnanna gefur bendingu um það, að langalengi hefir þessiumferð varað. Þannig geta grasigrónar götur talað á sinn hátt. Kotamýrardalur, sá sem fyrr er nefndur, að farinn var hið efra til Náttfaravíkna — hann sýnir enn eyðibýlatóftir, og eru munnmæli um bænahús, sem þar hefir verið forðum, fyrir dalinn og víkurnar. Þá höfðu guð og María selför á Kota- mýrardal og í Náttfaravíkum. Nú hafa refir og tæfur nytjar landsins og þann reka í víkunum, sem þau kjósa sér. Norðan í þessum f jallgarði eru Þorgeirs- fjörður og Hvalvatnsfjörður, en Keflavík vestar. Þessir firðir voru til skamms tíma bændum skipaðir, svo að þar var kirkju- sókn og prestssetur — að Þöglabakka. Nú eru tveir bændur í Fjörðum. En svo eru landkostir góðir þarna, að á n. 1. hausti skiluðu 60 ær annars bóndans 100 dilkum, sem til jafnaðar gerðu 30 punda skrokk hver um sig. Eigi eru landkostir minni í • Náttfara- víkum. Látra-Björg kveður um Firðina á sína vísu, og hefir svo mikið við þá, að hún lýsir þeim í löngu versi. En öðrum sveit- um gefur hún vitnisburð í ferskeytlum. Hún hælir þeim fyrir kosti til lands og sjávar, þegar vel árar, en lastar þá fyrir óþurrka og snjókyngi, þegar hallæri verð- ur. Nú eru þessir Firðir minna út úr skotn- ir en á dögum Bjargar, fyrir tilstuðlan út- varps og tilstilli Kaupfélags Eyfirðinga, sem sendir búendunum tveim vörur með flóabát og tekur hjá þeim afurðir lands og sjávar. Ég held, að 5000,00 kr. hefði verið betur varið til þess að nema Fjörðuna, en til hins: að leggja Grænlandsjökla undir Is- land. Fæðingarsveit mannsins, sem vill endilega að vér trúum á Grænlandsjökul- inn mikla — Fljótin, er í hálfgildings auðn. Ég ætla að þau og Firðirnir norðan við Náttfaravíkur, sé miklu byggilegri stöðv- ar en Grænlandsfirðir — að þeim ólöst- uðum. Vitiö þér þaö? 1. Hver fékk bókmenntaverðlaun Nobels á síðastliðnu ári? 2. Hver var kallaður „Hetjan frá Tannerberg“? 3. Hvenær fæddist Bólu-Hjálmar og hvar? 4. Hvaða keisaradæmi varð lýð- veldi árið 1912? 5. Hver málaði „Mona Lisa“? 6. Hvenær var fyrsta skátafélag stofnað á Islandi ? 7. Hvað heitir stofnandi Oxford- hreyfingarinnar ? 8. Hver samdi Heljarslóðarorustu ? 9. Er Atlantshafið stærra en Kyrrahaf ið ? 10. Hver var fyrsti forseti Þýzka- lands ? Sjá svör á bls. 14. Sagan gerir Náttfara lágt undir höfði. Eigi er getið dauða hans né afkomenda. Eitt er víst: þau hjónaleysi hafa eigi dá- ið úr bjargarskorti. Fjallagrös eru á daln- um, söl á skerjunum, fiskur upp í lands- steinum, og smjör drýpur af hverju strái enn í dag þar í brekkunum. Selalögn var þar, meðan útselur — vöðu- selur — fór um Skjálfanda á útmánuðum, svo að skipti hundruðum og þúsundum. Svo margur selur kom í lögnina eitt vor nálægt miðri 19. öld, að sögn fræðimanns- ins Jóhannesar móðurbróður míns (hann var föðurfaðir Þorsteins, sem nú er pró- fastur Isfirðinga, í Vatnsfirði), að öll ílát fylltust spiki og lýsi, sem til náðist. Þá var fylltur sex manna bátur af selspiki og hann dreginn aftan í róðrarbát svo sem leið liggur til Eyjafjarðar, og allt saman selt á Akureyri. Og á þetta horfði Náttfari — drangur- inn, — því að selalögnin var þar í nánd, sem hann stendur föstum fótum í f jörunni. Kotá (Purká, Svíná, heitir svo í máldög- um og í hversdagsmáli), rennur framan dalinn og til sjávar við fætur Náttfara. Hún er afar ströng, svo að hún kastar grjóti í vorvöxtum. Eitt sinn kom að henni í vatnavexti, þá brúlausri, Bjarni bóndi í Fellsseli, forfaðir Magnúsar ráðherra Kristjánssonar og þeirra bræðra. Hann kom út í Naustavík þurrum fótum og fötum, með þeim ódæm- um, að farið hafði úr hverri spjör við ána, í hroðavexti. Hann gerði böggul úr fötun- um, kastaði þeim yfrum (líklega eins og slöngusteini), óð út í ána, kraup á kné og skreið í botninum yfir um. Áin er 6—10 faðma breið. Jóhannes sagði mér þessa sögu, stórvit- ur maður og sannorður, og kvað hann við- burðinn óyggjandi. Þessi Bjarni var afar- menni að hugrekki og burðum og úrræð- um, smiður mikill og — kvennamaður. Hann sofnaði eitt. sinn á ísi Skjálfanda- fljóts, í hláku, þannig að hann lagði hægri hönd undir ölvað höfuð (vanga sinn). Hann vaknaði við þann vonda draum, að handarjaðarinn var frosinn niður og kaldir þrír fingur, litlifingur að mestu, græðifing- ur hálfur, langatöng minnst. Bjarni hafði sig heim, en sú leið nam nokkrum bæjar- leiðum, fór í smiðju sína og smíðaði smá- tennta sög. Með henni sagaði hann sjálfur, þá örfhendur, framan af kölnum fingrun- um skemmdirnar — og varð heill sára sinna. Þessa sögu sagði mér Jóhannes móðurbróðir minn og mun hún vera dag- sönn. Þess vil ég geta að lokum um Náttfara- víkur, að nú í þessum svifum, er ég rita þetta hefir maður (að sögn) búsettur í Reykjavík, Vestfirðingur, sótt um kaup á Náttfaravík og er hans þangaðkomu von á næstunni. Honum og hans fólki skal verða vel fagnað, ef hann heldur lög og landsrétt. En því mæli ég svo, að þar í víkunum er auðvelt að drepa æðarfugl, sem hefir varpstaði við Skjálfandafljót og Framh. á bls. 15.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.