Vikan


Vikan - 30.05.1940, Blaðsíða 12

Vikan - 30.05.1940, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 22, 194» En í dögun hrakti stormurinn Gurkha upp á kóralsker. Lily heyrði brak og bresti niður í káetuna. Áður en hún hafði opnað dyrnar var henni ljóst, að skipið var búið að vera. — Bátarnir eru mölbrotnir, — alhr nema einn aftur á, heyrði hún, að einhver skipsmannanna hrópaði. Hún hljóp að káetudyrum og barði og kallaði: — Komið upp á afturþilfarið, Ronald, hjálpið þér móður yðar þangað fljótt. Þau komust þangað á síðustu stundu. Það birti nokkuð og storminn lægði held- ur, eins og höfuðskepnumar sæu nú, að þær voru búnar að fá vilja sínum fram- gengt gagnvart skipinu og þá væri þessi átök óþörf. Þegar fólkið hafði safnazt saman hjá björgunarbátnum, brast skipið í sundur, stjómpallurinn hvarf og reykháfurinn líka. Hjá bátnum voru farþegarnir fimm, nokkr- ir hásetar og vélstjórinn. Báturinn hékk ennþá í klónum, en það þurfti ekki sjó- mann til að sjá, að ómögulegt var að setja hann á sjóinn. — Afturendinn hvílir á skerinu, sagði vélstjórinn. — Framskipið er brotið af og horfið. Við erum á kóralskeri. Þetta, sem eftir er, getur á hverri stundu losnað og sokkið. Og við emm aðeins steinsnar frá landi. Hann leit í kringum sig, til þess að at- huga björgunarmöguleika og kom þá auga á kassann með línubyssunni. — Við gæt- Hún sleppti takinu á réttu augnabliki .... um skotið línu á land, — ef einhver væri til að taka á móti henni. En það var enginn á ströndinni, þar sem stormurinn skók pálmana, Kóraleyjan var óskemmtilega eyði- leg. Hún var eins og diskur með pálmum og kjarri, en það vom skörð í diskinn á stöku stað og þar flæddi sjórinn í lón fyrir innan. 1 betra veðri hefði verið hægt að synda í land, sagði vélstjórinn. — En við getum ekki beðið, þangað til storminn lægir. Heyrið þið! Það brakaði og brast í því, sem eftir var af skipinu. Á hverju augnabliki var hægt að búast við því, að sjórinn rifi það af skerinu. — Komið línubyssunni fyrir, sagði vél- stjórinn við hásetana. — Hvað ætlið þér að gera? spurði Ron- ald Armitage. — Reyna að synda í land. Það verður einhver að vera þar, til þess að taka á móti línunni. — Eruð þér góður sundmaður? — Ekki sérstaklega, en það er ekki um annað að ræða. Eg er einn eftir af yfir- mönnunum og þetta er skylda mín. Hann fór úr einkennisjakkanum. — Nei, sagði Ronald ákveðinn. Það eruð þér, sem verðið að stjóma línubyssunni. Ég syndi í land. Hitt fólkið stóð þögult og hlustaði á þá. Frú Armitage var náföl, en hún horfði hugdjörf út yfir æðandi brimið. — Monterey sagði: — Eg skal reyna að synda í land. Sonur hans tók fram í fyrir honum: — Nei, ég skal gera það, pabbi. Lily sneri sér að þeim og sagði: — Þið vitið, að það eru mestar líkur til að ég geti gert þetta. Það má ekki eyða tímanum. Títbúið þið línubyssuna, svo syndi ég. En á sama augnabliki henti Ronald sér í sjóinn. Lily sá ástina og óttann speglast í augum móður hans og hún vissi, að á þessari stundu hugsuðu þær eins. Og nú skildi hún þá sönnu, raunverulegu lyndis- einkun, sem falin var bak við hina kulda- legu grímu frú Armitage. Frú Armitage huldi andlitið í höndum sér. Hún gat ekki horft á þetta. — Hann hefir það, hrópaði vélstjórinn. Aldan, sem borið hafði Ronald upp að ströndinni, sogaðist út og aftur fyrir skipið. — Hann syndir. Honum tekst ... En hann barst frá landi aftur. I nokkr- ar sekúndur sáu þau hann ekki. Þegar hann kom í ljós, var auðséð, að honum var erfiðara um sundið en áður, en þó miðaði honum áfram. — Næsta alda lyftir honum á land . . . nú kemur hún ... og ber hann með sér .. . hann hefir það. Tilbúnir með línuna. Frú Armitage og Lily gengu út að borð- stokknum. Þær sáu Ronald skríða á land og komast svo langt, að brimið náði hon- um ekki. — Hann hefir meitt sig, hvíslaði frú Armitage. — Blóðið drýpur af fæti hans. Guði sé lof, að hann komst í land. Ronald var meiddur. Maðurinn, sem hefði getað bjargað þeim, horfði til skips- flaksins, veifaði til þeirra og hneig síðan niður. Það var gagnslaust að skjóta lín- unni. Hann hafði hætt lífinu og komizt í land, en gat ekki hjálpað þeim. Hvað átti nú að gera? Þessi von um björgun var að engu orðin og enn stóðu þau augliti til auglitis við bráðan bana. — Nú verðið þið að lofa mér að reyna, sagði Lily. — Það er hægt, eins' og þið sjáið. — Þú gerir það ekki meðan ég og bróðir þinn erum lifandi, sagði faðir hennar. — Við reynum fyrst. Vélstjórinn benti út fyrir borðstokkinn. — Ég var einmitt að hugsa um, hvort maður færi ekki að sjá þá, sagði hann dimmum rómi. — Sjáið þið hvalina? Þeir eru verri en brimið.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.