Vikan


Vikan - 30.05.1940, Blaðsíða 15

Vikan - 30.05.1940, Blaðsíða 15
VIKAN, nr. 22, 1940 15 K.I.B.S.-kvartettinn. Síðast liðinn vetur hefir verið viðburðarríkur á ýmsa lund. Þjóðir hafa borist á banaspjótum, og vopnaglamrið og þjáning- arstunurnar hafa jafnvel náð til okkar friðsæla lands. Á slíkum tímum verður oss fyrst ljóst, hverja þakkarskuld við eigum að gjalda þeim mönnum, sem jafnan finna bölvabætur í öllum raunum, sem láta gleði- sönginn gjalla, hverju sem fram vindur. Slíkir söngfuglar eru þeir, félagarnir í K.I.B.S.-kvartettinum. Þeir syngja um sumar og sól, ástir og unað, eða eins og þeir sjálfir segja, um allt milli himins og jarðar. Þeir hafa æft af kappi undir hand- leiðslu hins vinsæla píanóleikara, Carl I. Bjarnason. B. Jóhannesson. S. Jónsson. Billich, sem einnig annast undirleikinn. Hafa þeir öðru hvoru látið til sín heyra á skemmtunum undanfarna vetur við mikla hrifningu áheyrenda. Og nú ætla þeir að halda söngskemmtun í Gamla Bíó á sunnu- daginn kemur. Á söngskránni kennir margra grasa, — háklassiskir söngvar og dægurlög, ný af nálinni. En allur er söng- urinn borinn uppi af innri þörf og svellandi æsku- gleði, sem verður að fá framrás. Það er vor og gróandi í söng þeirra fé- laga, sem bendir fyrir allt er gaman okkur á, að þrátt að lifa. x. K. Sigurjónsson. CARL BILLICH við hljóðfærið. STEINAR OG GÖTUR KUNNA AÐ TALA. Frh. af bls. 7. í eyjum þess — innan við víkurnar. Þau vörp eru nýlega byrjuð og vaxa með hverju ári, þó hægt fari og er þar dæmi um þess- háttar möguleika ... ,,Ef þessir þegðu, þá mundu steinarnir tala,“ sagði meistarinn fyrir hartnær 2000 árum. Þeir hafa enn þá sams konar talfæri, sem þá. Og göturnar eru sömuleiðis gæddar möguleikum til máls, ef þeim er gaumur gefinn — víðsvegar á landi voru. Nú hefi ég drepið á það, að steinar og götur geta talað — um 1000 ára gamla atburði. En hefir 1000 ára gamall bátur mál? Mér heyrist báturinn hafi talanda, sá sem Náttfari og ambáttin fóru á yfir þveran Skjálfanda, frá Húsavík yfir í Nátt- faravíkur. Mér virðist hann hvísla: Það er missögn, að mig sliti frá skipi Garðars. Náttfari tók til sinna ráða, fékk ambáttina til fylgilags við sig, leysti bát- inn frá skipinu, þegar hann sá sér færi og fór yfrum flóann af ásettu ráði. Náttfari var mikilsháttar maður, þó ófrjáls væri og ambáttin slíkt hið sama. Þau undu illa ánauðinni og sést manndóm- ur þeirra í þessu djarfa tiltæki. Það að drangurinn er látinn heita í höf- uð honum ber vott um það, að tíminn, sem færir nafn landnámsmannsins yfir á drang- inn hefir haft þar afspurnir af þessum frumherja, að komandi kynkvísl lítur upp til hans. Nafn ambáttarinnar fellur í gleymsku, af því að sagnaritarinn býr fjarri þessum stöðvum, og tímalengdin leyfir fjarskanum að fylla hennar spor með sandi og snjó. Stórhugur Náttfara sést m. a. á því, að hann nemur (helgar sér) miklar lendur suðurum héraðið. Ég hefi samið þenna þátt, þó rýrari sé í roðinu en vera skyldi, til þess að Náttfari lægi þó ekki alveg óbættur hjá garði leng- ur en í 1000 ár. Ég er búinn að ganga fram hjá drang- inum Náttfara hálfa öld — síðan ég var tvítugur maður. Ekki mundi seinna vænna fyrir mig að minnast landnemans — svo sem nærri má geta. Sagan segir að Garðar gæfi flóanum nafn. Náttfari er eins líklegur til þess, úr því að hann ílendist hér. Bylgjurnar, sem skjálfa, titra og tóna við sandinn milli Laxár og Fljótsins allar árstíðir, sjást bet- ur úr Náttfaravík en Húsavík. Flóinn sjálfur skelfur eigi, heldur bylgjurnar, kvikan við löndin og svo tíbrá og hilling, svo sem nærri má geta. Lifi minnig þessa fyrsta landnáms- manns á íslandi, sem svo ætti að heita, að réttu lagi. Regnhlífin. Það hefir ekki alltaf þótt fínt að nota regnhlíf. Á Englandi voru þeir, sem létu sjá sig með regnhlíf á götum úti, hafðir að háði og spotti. Einkum var ökumönn- um leiguvagna illa við þetta nýja áhald. Þeir bentu á eigendur regnhlífanna, hræktu á eftir þeim og höfðu í frammi margs konar hótanir. Á þessu sést, að það þurfti hugrekki og brennandi ást á regnhlífinni, til þess að þora með hana út á götuna. Það var Skoti, sem braut ísinn og sýndi fá- dæma djörfung og þolinmæði. Hann lét sig engu skipta, hvað fólk sagði eða gerði og gekk ótrauður um götur Lundúna með regnhlífina sína. Þegar hann hafði gert þetta í nokkra mánuði, urðu menn þreyttir á að erta hann. Þetta var um 1650. As from Monday May 27th the address of the British Legation and Consulate-General will be in the „THORSHAMAR" building, Templ- arasund. IIiJllL IIIIIB,, kvartettinn syngur í GAMLA BÍÓ næstkomandi sunnudag kl. 3 e. h. með aðstoð CARLS BILLICH Aðgöngumiðar seldir hjá Bókaverzl. Sigf. Eymunds- sonar og Sigríði Helga- dóttur, Lækjargötu 2.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.