Vikan


Vikan - 30.05.1940, Blaðsíða 11

Vikan - 30.05.1940, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 22, 1940 11 Eftir hvirfilbylinn. Framhald af forsíðu. umferðaleikara, og að hún vildi ekkert hafa saraan við þá að sælda, og það svo, að Lily hafði fullkomlega skilið hana. Ronald Armitage vildi ekki svo að allir sæju ganga í berhögg við móður sína, en hann fann ráð til þess að sýna, að hann var ekki á sömu skoðun og hún. Hann hafði oft verið á sama tíma og Lily í sund- lauginni. — Það er fífldjarft og mikilfenglegt þetta stökk yðar, sagði hann, þegar þau hvíldu sig undir sólseglinu eftir baðið. Hann horfði aðdáunaraugum á grannan og sólfáðan líkama hennar. Lily Monterey virti hann fyrir sér al- vörugefin. Hún vissi, að frú Armitage hlaut að hafa séð þau og vildi losna við frekari óþægindi. En þótt hún væri staðráðin í því að gefa ekki neitt undir fótinn, hafði hún .enga löngun til að bíta þennan unga og geðuga mann af sér. Hún játaði það með sjálfri sér, að hann féll henni vel í geð, vegna kurteislegrar og óþvingaðrar framkomu og háttprýði, — og svo var bersýnilegt, að hann var ástfanginn af henni. — Það er alls ekki fífldjarft, svaraði hún. Ég byrjaði á því sjö ára gömul að hanga í ístaðinu á hesti, sem þeysti um reiðsviðið. Það var ágæt æfing, og líka loftatriðið okkar. — Loftatriðið? — Já, kannist þér ekki við trapizið fljúgandi ? Hann horfði óttasleginn á hana. — Þér hafið þó ekki verið með í því? Það er hræðilegt! — Jú, ég er alltaf með í því atriði. Hinir fljúgandi Montereyar eru faðir minn og bróðir minn og ég. Faðir minn fann upp þetta atriði. Ég tek tvöfalt heljarstökk og Charles grípur mig frá hinni trapiz- unni. — Og eldatriðið? — Það tek ég bara einstöku sinnum. Það er sérstakt auglýsingar-atriði, þegar mikið skal við hafa. Þegar frú Armitage hitti son sinn einan, sagði hún: — Þú ættir ekki að tala svona mikið við þessa cirkusstelpu, Ronald. Ronald horfði á móður sína og sagði hikandi: — Hún hlýtur að vera mjög hug- uð. Hún er ólík þeim kveifarlegu stúlkum, sem maður er vanur að umgangast. Hún hefir ekki alltaf átt sjö dagana sæla, móðir mín. Frú Armitage skipti ekki um svip, en augnaráðið, sem hún sendi syni sínum, bar vott um það, að hún hefði fengið staðfest- ingu á grun sínum. — Mér þykir vænt um, að við erum komin meir en hálfa leið. Eftir tíu daga verðum við í Mombassa. Annað sagði hún ekki. — Og svo förum við loftleiðina heim, sagði Ronald hugsandi. — Langar þig virkilega svona mikið að komast aftur til Englands, mamma? Mér finnst þetta svo skemmtilegt. — Það er svo heitt, svaraði móðir hans. Indland var illþolandi, en þessi ferð með miðbaugnum er enn verri. Já, ég hlakka til að koma heim. Það var sannarlega mjög heitt þetta kvöld og golan, sem ferð skipsins orsak- aði, fannst varla. Þegar hitabeltismyrkrið skall á snögglega, eins og slökkt hefði ver- ið með rafmagnshnappi, heyrðist flautað á stjórnpalli. Monterey-fjölskyldan hafði setzt í þilfarsstólana öðrum megin, en frú Armitage og sonur hennar hinum megin. Þau horfðu á hásetana vinna á harða- hlaupum. — Þeir taka sólseglin og binda allt rammlega, sagði Ronald. Frú Armitage lét sig engu skipta það, sem gerðist kringum hana. Skipið tók mikl- ar dýfur, en hún var að hugsa um aðra hluti. Um kvöldið gat frú Armitage ekki orða bundizt, þegar hún hitti Lily Monterey eina afsíðis á þilfarinu. — Sonur minn virðist vera orðinn ást- fanginn af yður og honum er það senni- lega alvörumál. Yður er það auðvitað ljóst? — Já, ég veit það. Frú Armitage var svo sannfærð um yfir- burði sína, að henni datt ekki í hug að vera forsjál eða sýna réttlæti. — Það er heimskulegt af honum, hélt frúin áfram. — Og það er heldur ekki gott fyrir yður, því að yður hlýtur að vera þáð ljóst, að úr þessu getur ekkert orðið. Ég mundi aldrei leyfa syni mínum að kvænast cirkusstúlku. Ég þóttist hafa gert yður skiljanlegt, að ég óskaði þess, að þér um- gengjust hann ekki, þótt við af tilviljun höfum orðið ferðafélagar. Þér vilduð kann- ske gera svo vel að muna þetta og hætta að gefa honum undir fótinn. Lily var reið, en stillti sig. — Ég hefi ekkert gert til þess að komast í náið sam- band við son yðar, svaraði hún stillilega. — Og þér hafið ekkert leyfi til að tala við mig á þennan hátt. Þótt mér ef til vill væri ljúft að játast honum, myndi ég ekki gera það — vegna yðar. Frú Armitage svaraði kuldalega: — Það er ekki nauðsynlegt að ræða þetta í auka- atriðum, ef þér aðeins skiljið, við hvað ég á. Skipið var mikið farið að velta og hún studdi sig með annarri hendinni við borð- stokkinn, þegar hún gekk burtu. Nú var hún búin að segja það, sem hún vildi sagt hafa, og gera það, sem gera þurfti. Lily horfði á eftir henni og gramdist óréttlætið, sem hún var^ að þola. Hún skildi það ekki, að móðir, sem átti svona elskulegan son, gæti verið hörð og tilfinn- ingarlaus. Gat nokkuð mýkt þessa konu? Lily var ljóst, að hún gat það að minnsta kosti ekki. Hún var heldur ekki viss um, að hún mundi vilja það. Að vísu var Ronald Armitage orðinn henni meira en skemmti- legur og elskulegur ferðafélagi, en skuggi hafði alltaf hvílt yfir samveru þeirra. Henni hafði alla tíð fundizt eins og óvinur lægi einhvers staðar í leyni nálægt þeim og það hafði haldið tilfinningum hennar í skefjum. Ef frú Armitage hefði ekki blandað sér í þetta mál, — þá var ekki víst, hvernig farið hefði. Hún gat varla gert sér fulla grein fyrir því. Þar að auki var það at- vinna hennar. Hún hafði skyldum að gegna við föður sinn og bróður. Hún þóttist í rauninni vita, að þeir myndu hafa glaðzt yfir því, að framtíð hennar yrði tryggari og betri en nú. En frú Armitage hafði séð um það, að hér var ekki um neitt val að ræða fyrir hana. Lily hafði sagt nei við Ronald og ekki gefið honum kost á að tala um fyrir sér. Hún fann — eins og frú Armitage — að þetta ævintýri var úti. En hvorug þeirra hafði látið sér detta í hug, að hafið átti eftir að taka í taumana.--------- Þessa nótt gerði óskaplegt óveður, því að hvirfilbylur fór hamförum um hafið. Það var sannkallað fárviðri. Stormurinn var ógurlegur og sjógangurinn og hávað- inn varð með þeim feiknum, að það var eins og öllum illum öndum hefði verið sleppt lausum úr víti. Frú Armitage var ekki hrædd, en hún var kyrr í klefa sínum. Þegar borðaður var morgunverður dönsuðu bollar og disk- ar á borðinu. Faðir og bróðir Lily voru hinir rólegustu, en fóru þó strax eftir mál- tíðina í káetu sína. Lily var svosterkbyggð, að þetta mikla óveður olli henni ekki ann- arra óþæginda en þeirra, að hún gat ekki æft sig. Annars hafði hún tekið fasta ákvörðun eftir samtalið við frú Armitage kvöldið áður. Hún ætlaði að forðast Ronald eins og henni væri unnt. Og það var ekki henni að kenna, að hún rauk beint í fangið á honum, þegar hún kom út úr borðsalnum. — Halló, sagði hann hlæjandi, án þess að hafa hugmynd um, hvað skeð hafði. — Nú frelsaði ég líf yðar. Hvað segið þér um þetta óskaplega veður ? Okkur seinkar svo, að við náum ekki til Mombassa á rétt- um tíma. En mín vegna sakar það ekki. Stýrimaðurinn kom til þeirra ofan frá stjórnpallinum. — Já, okkur seinkar, sagði hann. — Við höfum minnkað mikið ferð- ina. Nú er eftir að vita, hvort við kom- umst í kvöld gegnum Maledivsundið í þess- um stormi. Það er að vísu ekki mjög þröngt, en þar eru engir vitar og eyjarnar eru lágar. Það dugar ekki annað en fara varlega. — Skipstjórinn er þaulkunnugur á þess- um slóðum, sagði Ronald. En seinna um daginn kom það fyrir, sem enginn hafði búizt við og gat haft örlaga- ríkar afleiðingar. Skrúfuás skipsins brotn- aði. Og nú varð við ekkert ráðið. Skipið var stjórnlaust í ofviðrinu og lítillar hjálp- ar að vænta. I Colombo heyrðust neyðarmerki frá loftskeytum skipsins, og hvar það var statt, og skip var sent til hjálpar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.