Vikan


Vikan - 30.05.1940, Blaðsíða 6

Vikan - 30.05.1940, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 22, 1940 Þegar nemendunum í menntaskólanum í Oakland var sagt, að Jack London væri greindur maður, sem mikið yrði úr, gláptu þeir á bekkjarbróður sinn, sem gekk á meðal þeirra með fýlusvip, og skildu ekki, hvers vegna fólk sagði þetta. Meðlimir hins nýstofnaða sósíalista- flokks í Oakland buðu Jack að ganga í flokkinn. Félagarnir komu saman á kvöld- in, drukku öl, hlustuðu á hljóðfæraslátt og spjölluðu saman. 1 flokknum voru ein- göngu menntamenn, en engir verkamenn. Við þetta kunni Jack aldrei. Hann tók því að sækja verkalýðsfundi, þar sem hann hélt ræður. Einu sinni stökk hann upp á bekk á útifundi í Ráðhúsgarð- inum og sagði við f jölda fólks, að auðvald- ið vildi gera verkamennina að þrælum. Hann hafði ekki talað lengur en í fimm mínútur, þegar lögreglan tók hann og setti hann í fangelsi. Jack mótmælti og sagðist hafa fullt málfrelsi, og sósíalisminn væri enginn glæpur, en lögregluþjónninn svar- aði: „Það getur verið, en það er glæpur að tala í leyfisleysi." Blöðin í Oakland birtu söguna með feitu letri og kölluðu Jack ,,sósíalista-strákinn“, og undir því nafni gekk hann í mörg ár. Jack var kallaður fyrir rétt, en slapp vegna þess, hve ungur hann var, en fékk áminningu. Að Jack látnum lét Majór Davie gróðursetja eikartré í Ráðhússgarð- inum til minningar um Jack. Þessi atburður spillti ákaflega mikið fyrir mannorði Jacks. Sósíalistafélagið, Edward, Mabel og nokkrir félagar hans létu sig þetta engu skipta. En öðrum í Oakland fannst þetta bera vott um slæma lyndiseinkun. Fólk vissi almennt, að hann hafði verið flækingur og ræningi, og fjöl- skylda hans var bláfátæk og bjó í versta hverfi borgarinnar. Fólkið áleit, að sósíal- istar væru ekki með fullu viti. Það var svo sjaldgæft, að menn væru sósíalistar, að blaðamenn komu til að ná tali af Jack. Þannig hugsar teiknarinn sér að Jack London hafi litið út, þegar hann varð að þræla til að geta haldið náminu áfram Þetta hafði sem sagt engin áhrif á vin- áttu Jacks og Mabel. Þau fóru í langar gönguferðir og fóru um allt á bátnum hans. Einu sinni létu þau sig reka eftir víkinni í Oakland. Mabel sat í skutnum í hvítum kjól, með stráhatt á höfðinu og las upphátt fyrir hann. Jack steinsofnaði. Báturinn strandaði rétt hjá ströndinni, en Mabel vissi, hvað Jack svaf yfirleitt lítið og tímdi ekki að vekja hann. Þegar Jack vaknaði, varð hann að bretta upp buxurn- ar og vaða með hana í land. Jack hafði fengið aðra einkun við fyrsta prófið í skólanum. Greinar eftir hann og smásögur komu öðru hverju í „The Aegis". Þar á meðal pólitískar greinar, þar sem hann kenndi auðvaldinu um langan vinnu- tíma, erfið vinnuskilyrði og lág laun. Hann hrópaði: „Ameríkumenn, föðurlandsvinir og bjartsýnismenn, vaknið þið og takið taumana af stjórninni!“ Jack var sannfærandi ræðumaður, og var því fenginn til að tala við skólaslit. Jack hafði ekki talað lengur en í tvær mínútur, þegar hann réðist á nemendurna, f jölskyldur þeirra og vini. — Einn áheyr- endanna sagði síðar, að hann hefði aldrei heyrt aðra eins gagnrýni. — Hann sagði, að þjóðfélagið, eins og það nú væri, yrði að eyðileggja og sjálfur kvaðst hann vera reiðubúinn til að gera sitt. Hann talaði þannig, að áheyrendurnir héldu, að hann væri ekki með öllum mjalla. Sumir áheyrendanna urðu ótta slegnir, aðrir skemmtu sér mæta vel og enn aðrir kenndu í brjóstu um aumingja manninn. Það er vel líklegt, að Jack hafi viljað nota þetta tækifæri, því að hann fór aldrei í menntaskólann aftur. Hann átti eftir tvö ár enn, og þar sem hann var orðinn tví- tugur, fannst honum hann engan tíma hafa til að slæpast í skólanum. I þess stað fór hann á námskeið í Alameda, þar sem fólk var búið undir inntökupróf í háskóla. Eliza gaf honum fyrir skólagjaldinu. Hon- um gekk svo vel á námskeiðinu, — segir hann sjálfur, — að skólastjórinn borgaði honum peningana aftur eftir fjóra mánuði og sagði honum að fara, því að það mælt- ist illa fyrir, ef upp kæmist, að hann hefði lokið tveggja ára námi á f jórum mánuðum. Á námskeiðinu lærði hann auk lexíanna að læra undir tímana. I næstu þrjá mánuði lokaði hann sig inni á herberginu sínu heima hjá móður sinni og las hverja bók- ina á fætur annarri af miklum dugnaði. Nítján klukkustundir á sólarhring las hann stærðfræði, efnafræði, sögu og ensku. Á meðan skipti hann sér ekki af neinu öðru, — ekki einu sinni Mabel Applegarth. Síðan gekk hann til prófs — og prófið stóðst hann. Þá fékk hann lánaðan bát og sigldi um San Francisco-flóann. I Benica hitti hann vini sína frá sjómannsárunum og settist að drykkju með þeim. Jack, sem hafði ekki bragðað víndropa í hálft annað ár, varð ölvaður á ný. Um nóttina fékk hann lánaðan laxabát, og þó brim væri mikið, sigldi hann út á haf. Að viku liðinni kom hann hress og end- umærður heim til að byrja háskólanámið. James Hopper lýsir honum á þessum tíma sem einkennilegu samblandi af norrænum sjómanni og grískum guði. I áflogum hafði hann misst tvær framtennur, og það lýtti hann mjög. Hopper skrifar, að sér hafi strax dottið í hug „sólskin", þegar hann sá Jack í fyrsta skipti. Hár hans var liðað, hálsinn, sem stóð upp úr mjúkri, frá flak- andi skyrtu, brúnn og augun eins og sól- gylltur sær. Fötin héngu utan á honum, og hann vaggaði öxlunum, þegar hann gekk. Hann var fullur áhuga á ensku, náttúrufræði, sögu og heimspeki. I háskólanum var ágætt bókasafn og rannsóknarstofa, og þar var Jack á sinni grænu grein. Hann skrifaði pólitískar greinar í „Oakland Times“ og smásögur í ýms tímarit, en ekkert virðist hann hafa skrifað í „The Occident“, tímarit, sem há- skólinn gaf út. Hann hélt áfram að vinna þá vinnu, sem hann fékk. Einu sinni þegar hann var í peningavandræðum fór hann til Johny Heinhold, eiganda knæpunnar, sem hann hafði oftast komið í, og hann lánaði honum fjörutíu dollara. Framh. á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.