Vikan


Vikan - 30.05.1940, Blaðsíða 1

Vikan - 30.05.1940, Blaðsíða 1
I EFNÍ: Steinar og götur kunna að tala, eftir Guðmund Friðjónsson. — Jack London stritar til þess að komast áfram, eftir Irving Stone. — Leopold Belgíu- konungur. — Matjurtagarðurinn, eftir Stefán Þorsteinsson, garðyrkjukennara. — Eyjan, sem hvergi var, Jónsi sjóari segir frá. — Heimilið. — Krossgáta o. fl. Nr. 22, 30. maí 1940 Vatnsþró úr segldúk hafði verið komið upp fyrir farþegana og Lily Monterey var í þriðja skipti þennan dag að sýna listir sín- ar. Skipstjórinn, stýrimennirnir og vélstjórinn urðu aldrei þreyttir á að dást að ungu stúlkunni. Hún var björt yfirlitum og í ljósum baðfötum. „Það er eins og stjörnuhrap," sögðu þeir, þegar hún stökk efst ofan úr reiðanum, gerði tígurlega sveiflu í loftinu og stakst niður í laugina. Hún skaust í vatnið eins og ör, svo að yfir- borð þess gáraðist aðeins lítils háttar. Þeir höfðu í fyrstu ætlað að banna henni þetta. Þróin var ekki nema hálfur annar meter á dýpt og alls ekki ætluð til slíkra hluta. En Lily sagði þá hæversklega við skipstjór- ann: — Ég er eldkafari. Vitið þér, skipstjóri, hvað það er? Ég er þannig klædd, að ég get kveikt í fötum mín- um, án þess að það komi að sök, og stend á palli, sem er í tuttugu og fimm metra hæð og sting mér þaðan niður í laug, sem er tæpur meter á dýpt. Þetta hérna er ekki neitt. Mér þykir svo vænt um að geta æft mig á skipinu, þá er minni hætta á að mér mistakist, þegar ég fer að sýna í Suður-Afríku. Hún fékk leyfi til að leika listir sín- ar eins og henni þóknaðist og allir á skipinu dáðust að leikni hennar — nema frú Armitage. Það var einkenni- leg tilviljun, að Monerey-fjölskyldan, faðir, sonur og dóttir skyldi eiga samleið með frú Armitage og syni hennar. Á stóru og glæsilegu skipi hefði langt verið á milli þeirra. En á Gurkha, sem var gamalt skip og laust við allan íburð, var aðeins eitt far- rými. Frú Armitage hafði kosið að fara með þessu skipi, af því að það fór beint frá Raugoon til Mombassa. Þá losnaði hún við að hafa skipa- skipti í Calcutta eða fara hina miður skemmtilegu leið til Bombay, í óþol- andi hita, til þess að ná skipi þar. Frúin hafði vonað, að ekki yrðu aðrir farþegar en hún og sonur hennar, en á síðustu stundu hafði þetta Monter- ey fólk bæztz í hópinn, henni til sárra leiðinda. Lily Monterey hafði fljótt tekið eftir því, að Ronald Armitage veitti henni sérstaka athygli, en móðirin var þóttafull við hana og fráhrind- andi. Frú Armitage hafði strax við fyrsta tækifæri sýnt það greinilega að hún taldi sig hátt hafna yfir þessa Framhald á bls. 11. Eftir hvirfilbylinn Smásaga eftir Lawrence G. Green

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.