Vikan


Vikan - 30.05.1940, Blaðsíða 10

Vikan - 30.05.1940, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 22, 1940 Heimilið Driðjudagsmatur. Fisksúpa og þyrsklingur. Einn vænn þyrsklingur, 2 lítrar vatn, salt, súpu- jurtir, gulrætur, smjörlíki 50 gr., hveiti 2 matsk., rifinn, harður ostur. 1 sósuna: Hveiti 10 gr., 2 eggjarauður, 50 gr. smjör. Fiskurinn er hreinsaður og skafinn vel og síðan soðinn. Er látinn sjóða í 5 mín. og ,,trekkja“ í vatninu í aðrar 5 mín. Síðan er soðið sett yfir og í það súpujurtir og smáskornar gulrætur; þegar það er fullsoðið, er hveitijafningnum hellt í, og svo smjörið (eða smjörlíkið) í smábitum og hrært vel í á meðan. I sósuna er hrærður jafningur úr hveitinu og vatninu, hann soðinn í 5 mín. (hræra vel í á með- an!) og síðan blandað í jafninginn eggjarauðun- um, sem hafa verið slegnar saman við ofurlítið af fisksúpunni. Örfáir sítrónudropar bæta sósuna. Þegar fiskurinn er borinn fram, er sósunni hellt yfir hann á fatinu og kartöflum raðað í kring. Brauðbúðingur. 100 gr. rúgbrauð, 100 gr. smjörlíki, 200 gr. mjólk, 3 egg, y2 kg. epli, 25 gr. möndlur, ein bitur mandla, 100 gr. sykur. Skorpan er skorin af brauðinu, og það er bleytt í mjólkinni, smjörlikið er brætt, brauðið kreist upp úr mjólkinni, og það hvort tveggja bakað saman og þynnt með afganginum af mjólkinni. Síðan er deigið kælt, hrært saman við eggjarauð- umar, eina í einu. Hvíturnar eru barðar í stinna froðu og hrærðar í deigið. Eplin eru skræld, skorin í smástykki og soðin með sykrinum og ofurlitlu vatni, lögð í vel smurt gratin-form, deigið þar ofan á. Búðingurinn er síðan stráður með steytt- um möndlum og bakaður í %—1 kl.st. Tízkumyndir. 011um kjólum fylgja nú jakkar. Hér er einn úr svörtu og hvítu silkiefni. Jakkinn er með kraga og er hnepptur að framan. Kjóllinn er ákaflega einfaldur með svörtu belti. Borðið á þessari mynd er einnig hurð fyrir skáp, sem gott er að geyma smjör, brauð o. s. frv. í. Þegar skáp- urinn er svo opnaður er 'ákaflega þægi- legt að geta smurt brauð á hurðinni. Húðin helzt mjúk og falleg, ef hún er burstuð með mjúkum bursta úr volgu sápulöðri tvisvar til þrisvar í viku. Burstann á að hreyfa í hringi. Húsráð. Hagfeld eldhúsborð og skápar. Ætli nokkurri konu finnist það skemmtilegt að húka á hnján- um fyrir framan neðstu hillurnar í skápunum til þess að draga fram það, sem nota þarf? Væri ekki hægara, allra hluta vegna, að hafa fætur undir eldhúsborðum og skápum ? Það er einnig óþægilegt að standa fyrir framan ,,vask“ með skáp undir, þar er tæplega rúm fyrir fætuma, og tærnar á skónum slíta málningunni af skápnum. Til þess að hreinsa hárbursta má nota um V2 líter af heitu vatni, og uppleyst i því 1 teskeið af borax og 1 matskeið af sóda. En gæta verður þess, að bakið á burstanum vökni ekki i heita vatninu. Músum er illa við terpentíulykt. Bleytið tusku í terpentíu og stingið inn í músarholurnar. Það fælir þær oft burt úr húsinu. Það er betra að smyrja kökuformið með tólg eða svínafeiti en smjöri og smjörlíki, því að þá festist kakan síður við formið. Slæmt drykkjarvatn verður betra, ef það er soðið og síðan siað i gegnum kramarhús úr þerri- pappír. 1 vor verða klæðskerasaumaðir jakkar við einlita kjóla mikið í tízku. Þeir eru mis- síðir, en samt virðast þeir, sem ná niður fyrir mjaðmir, ætla að verða vinsælastir. Þessi er með belti og stórum vösum. Kjóll- inn er með síðu, felltu pilsi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.