Vikan


Vikan - 30.05.1940, Blaðsíða 4

Vikan - 30.05.1940, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 22, 1940 Afbrigði. Hér verða talin þau kartöflu- afbirgði, sem mestan rétt eiga á sér hér á landi (að talið er) af þeim, sem algeng- ust eru. Fljótvaxin: Dukker, Rósin, Böhms og Earli Puritan. Meðal fljótvaxin: Erdgold, Stóri Skoti, Sagerud og Akurblessun. Seinvaxin: Eyvindur, Ricters Jubel, Alpha og Up to date. Niðursetningin. Það er mjög mikilsvert, að kartöflumar séu vel spíraðar, þegar sett er niður. Þær þurfa að hafa spírað við hæfilega birtu og á hæfilega heitum stað, þannig, að spírurnar séu stuttar og gildar, en ekki langar og renglulegar. Góð- Fjölyrki, sem nota má við niðursetningu, en eink- um kemur að góðu gagni yfir sumartimann. ar spírur lengja vaxtartímann beinlínis um spírunartímann (ca. mánuð). Það er hægt að nota margar aðferðir við niðursetninguna, hver aðferðin skal valin fer nokkuð eftir því, í hve stórum stíl ræktað er, mannafla, hesta- og verk- færakosti o. s. frv. Fram á síðustu ár höfum við þekkt bezt þá aðferðina að setja í beð. Af ýmsum ástæðum, sem hér verður ekki komið inn á, ættu beðin að víkja fyrir fullkomnari og fljótvirkari ræktunaraðferðum. Það á að setja kartöflurnar niður í raðir með 50—60 cm. bili milli raðanna og 25 cm. bili í röðum. I minni görðum er tiltölulega fljótlegt að setja niður með kartöflugrefi. Þetta er lítið, handhægt verkfæri, sem víða er til, en óvíða notað. Rákimar eru þá gerðar með t. d. 50 cm. millibili og kartöflurnar settar í rákimar með 25 cm. millibili. Gref- inu er beitt eins og haka. Sá, sem gerir rákirnar með því, gengur aftur á bak eftir garðinum eins og rákirnar eiga að liggja og grefur eina rák í hverri ferð, svo hverja rákina af annarri með hæfilegu millibili. Fyrstu rákina er rétt að grafa eftir snúru, en síðan er augnamið látið ráða stefnu og millibili. Eftir að búið er að raða kartöfl- unum í rákirnar, er rakað yfir þær með hrífu. Varist að setja of djúpt. Hæfilegt er að 6—8 cm. moldarlag hylji kartöfl- urnar eftir að búið er að raka yfir þær. Þar sem um stórfelldari kartöflurækt er að ræða verður bezt að setja niður með niðursetningarplóg eða jafnvel venjuleg- um veltiplóg, þó megi setja niður í býsna stóra garða á þann einfalda hátt, sem hér hefir verið nefndur. Að sumrinu ætti að hreykja moldinni vel upp að kartöflugrösunum, gerir það m. a. upptökuna að haustinu mun auð- veldari. Gyjan,seinliven)ivar Jónsi sjóari segir fró. Sko ... um daginn lenti ég í ákaflega kynlegu ævintýri við strönd Kina. Takið þið nú eftir, þegar ég sigli til Norðurlanda —, já og um allt Atlantshaf- ið, nota ég hvorki áttavita né kort, því að þar er ég kunnugri en í buxnavasa mín- um, en þegar ég kem til Kina, verð ég að draga upp sjókortið, því að þar eru alls staðar eyjar og sker, sem spretta upp eins og gorkúlur. Hérna um daginn ætluðum við að sigla inn í einn kínverska f jörðinn. Ég stóð niðri í káetu og skoðaði kortið. Allt í einu sá ég stóra eyju, sem virtist liggja í miðjum fjarðarkjaftinum. Eftir öllum sólarmerkj- um áttum við að vera rétt hjá þessari eyju. Þess vegna gekk ég upp á þilfar til að líta í kringum mig. Ég sá hvergi neina eyju og kallaði því í Bjössa háseta, sem sat uppi í reiðá: — Þarna á að vera stór eyja. Sérðu hana? — Nei, kallaði hann. — Hér er hvergi eyja. — Þvaður, svaraði ég. — Hún sést á kortinu, svo að hún hlýtur að vera þarna. Heldurðu kannske, að hákarlarnir hafi gleypt hana? — En hún er ekki þarna, skipstjóri, sagði hásetinn. Síðan khfraði ég upp til hans, og við litum til hægri og við litum til vinstri, en komum ekki auga á neina eyju. Þá fór ég aftur niður í káetu og skoðaði kortið betur — jú, það varð ekki um það villzt, þarna var eyjan í brúnum lit eins og allar aðrar eyjur. Við hlutum að hafa siglt yfir hana. Nú hljóp í mig, ég sló í borðið, og þá sneru þeir skipinu við — eyjuna átti að finna, hvað sem það kostaði. Og við sigldum áfram, aftur á bak og út á hlið, en fundum hvergi þessa blessuðu eyju. Þegar tveir dagar voru liðnir, tóku fiskarnir að stinga hausunum upp úr sjón- um og glápa á okkur. Þeir glottu eins og þeir vildu segja: — Þeir eru orðnir vit- lausir. Áhöfnin virtist einnig hafa fengið nóg af þessu, svo að ég kallaði á hana niður í káetu og lét hana skoða kortið. Stýrimaðurinn skoðaði það vel og vand- lega, en hristi svo höfuðið og sagði: — Þetta er dularfullt. Síðan kom matsveinninn. Hann skoðaði eyjuna frá öllum hliðum, sneri síðan kort- inu alveg við og hélt því upp að ljósinu. Svo gekk hann út án þess að segja nokkurt orð. Síðar var mér sagt, að hann hefði far- ið beina leið í kojuna og sullað í sig meðul- um, — hann hélt, að hann hefði sótt- hita. Bjössi háseti skoðaði líka kortið. Hann hélt, að eyjan hefði annað hvort sokkið eða verið sprengd í loft upp. Annað eins hafði nú heyrzt. Áður en hann hafði lokið við að skoða kortið, kom Óli léttadrengur að borðinu. Hann þreif kortið, leit á eyjuna og ætlaði að springa úr hlátri. Ég tók auð- vitað harkalega í eyrað á honum og spurði, að hverju hann væri að hlæja. — Fyrirgefið, sagði hann og tók að hlæja á ný, — en vill skipstjórinn ekki skoða eyjuna, aftur? Ég þreif kortið og starði á litlu, brúnu eyjuna, og þá loksins sá ég, að við höfðum siglt í tvo daga í kringum — kaffiblett. Lengsta gata í heimi. Western Avenue í Chicago kvað vera lengsta gata í heimi. Hún er um 35 kíló- metra löng. Sú næstlengsta er Holter Street í sömu borg, og hún er þéttbyggð- ari en hin. Ef gengið er eftir henni endi- langri, tekur það átta klukkutíma, og á þeirri göngu sjást ótal hliðar stórborgar- lífsins, hallir miljónamæringa og aumustu hreysi, kirkjur og nýtízku risaverksmiðjur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.