Vikan


Vikan - 27.06.1940, Blaðsíða 4

Vikan - 27.06.1940, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 26, 1940 Á skilnaðarstund Smásaga eftir STEFÁN JÓNSSON. Þau gengu samstiga inn með hlíðinni og hann hélt yfir herðar henni með annarri hendi, en með hinni hélt hann á frakka sínum. Þau gengu ekki þjóðveginn, sem liggur fram fyrir Múlann, heldur götuslóðana inn með Múlanum, þar sem hestarnir í hinum löngu lestum sveitamannanna höfðu spor- markað jörðina fyrir mörgum árum. Hér höfðu þeir farið ferðamennimir. Hestur gekk á eftir hesti og bar tros. Það marr- aði í silum, klifberafjölum og hörðum þorskhausum, og svo hvarf lestin inn fyrir skógi klæddan Múlann. En nú var komin önnur kynslóð og þessi gata úr sögunni sem þjóðbraut. Hér komu þau tvö, en þau vom víst ekk- ert að hugsa um liðna kynslóð. Nei, þeirra var framtíðin. Þeirra hugir vom ekki einu sinni tengdir umhverfinu. Þeir voru tengd- ir þeim sjálfum og leituðu án afláts inn til sjálfra sín. — Ég er svo hrædd, sagði hún. — Við hvað? spurði hann strax, því að spumingin féll í farveg vanans. — Ég veit það ekki. Ég veit það ekki sjálf. En þegar þú ert farinn, þá verð ég svo ein. Hún hallaðist upp að hlið hans, hár henn- ar ljóst, augun blá, nefið beint, nokkrar freknur um ennið og kring um augun. — Góða Inga mín, sagði hann og rödd- in var mild og hlý, — vertu ekki svona mikið barn. Eitt sumar er ekki lengi að líða. Þau héldu áfram inn með skógi vöxnumV: ur vilji láta það breytast. Það er klaufa- skapur að ráða ekki yfir tilfinningum sín- um. — Jæja, það er ef til vill rétt hjá þér. Ég sagði þetta bara í gamni. — Öllu gamni fylgir nokkur alvara, Inga. — Já, en hvað sagði ég? Ég sagði ekki neitt. Hann svaraði því ekki, en svipur hans hafði myrkvast, og þegar hann hélt áfram að þegja, hélt hún áfram að tala: — Mér datt ekki í hug að þú myndir reiðast af þessu. Fyrirgefðu mér. — Reiðast, ég reiddist ekki. Mér finnst Múlanum. Á efstu tindum austurfjallanna byrjaði að slá roða á kvöldskinið og smára-'' það aðeins svo skrítið, að þú skyldir endi- brúskarnir með fram götuslóðunum luku^ lega þurfa að koma þessu að núna. Núna, saman blöðum. Frá hverri graslaut angaðií u-------------------------------1---- ilmur gróandans og það var komið kvöld.1 Hún hafði breytt svip, og leit nú til hans kímin. — En Kalli, ertu nú alveg viss um, að ég verði þér trú? r' Hann leit á hana, en sagði ekki neitt| strax. Honum mislíkaði þetta við hana. En svona var hún ævinlega. Hún var nefnilega alltaf með hugann fullan af ímyndunum. Hann var maður raunveruleikans og honum þótti vænt um þessa stúlku. Það var þess vegna, sem honum mislíkaði. — Ertu kannske að hugsa um að vera það ekki? Spurning hans var snögg og talsvert köld, en hún hristi hana af sér með léttum hlátri, svo sagði hún: — Kalli minn, þú veizt, að það getur svo margt breytzt. — Já, það veit ég, en hitt veit ég líka, að svona lagað breytist ekki nema að mað- þegar skilnaðarstund okkar er komin. Ég verð hér ekki næsta kvöld. Þá verð ég far- inn. Hann lagði alveg sérstaka áherzlu á þetta f a r i n n og sagði þetta grafalvar- legur. : Hún sleit upp puntstrá úr götubakkan- ^um og augu hennar urðu dökk og rök. Svo f sagði hún lágt: I — Já, ég veit það. En hún hafði nú samt sem áður gert honum rangt til að einhverju leyti og þess vegna hélt hann áfram. — Aldrei tala ég svona til þín, Inga. — Já, en elsku, góði Kalli minn, ég sagði ekki neitt, sem gat sært þig. Því læturðu svona? — Því læt ég svona? Ég læt svona af því, að mér er ekki sama um þig, þótt þér sé kannske sama um mig. Og svo í breyttum tóni: — Finnurðu ekki hve kvöldið er blítt og yndislegt? Finnst þér að svona kærulaust tal á skiln- aðarstund okkar sé í samræmi við fegurð þess? — Svona, Kalli, láttu ekki eins og flón. Ég er líka búin að biðja þig að fyrirgefa mér. Hann svaraði því ekki, en er hún rétti honum hendina til sátta, tók hann í hana og þau voru orðin sátt á yfirborðinu. Þau voru komin inn að Múlahorninu, niðurinn í ánni heyrðist greinilega og frá einhverjum bænum uppi í sveitinni heyrð- ist hundgá. Utan af blárri og sléttri vík- inni heyrðist ótaktfast áraglamur og lítill bátur sást þar á leið til þorpsins. Og þarna vesturfrá, skammt frá litla bænum hans Helga gamla í Móvík, var fólk á leið til þorpsins eftir hinum nýja þjóðvegi. Einn maður — maður og kona — þrír, kannske fjórir í stað. Það hafði verið að hreykja mónum sínum, en nú var komið kvöld. Þau viku út af götuslóðanum, þegjandi, umhugsunarlaust, upp í skógi klæddan Múlann. Námu loks staðar við grasivaxna laut, er vingjarnlegar, litlar skógarhríslur teygðu lim sitt yfir. Hann breiddi frakkann sinn á jörðina og settist niður, en hún stóð þar yfir honum. — Hvað, ætlarðu ekki lengra? spurði hún. Nei, hann ætlaði ekki lengra, sagði hann. Hér var gott að vera fannst honum. En hún vildi fara lengra. Það vildi hún. — Ég hélt, að við ætluðum bara að labba éitt- hvað úti, sagði hún. Hann horfði upp fyrir sig til hennar. Andht hans var búlduleitt og hann var talsvert rauður í kinnum og veðurbarinn, því að hann hafði stundað sjó, annars var hann ljóshærður og laglegur. — Við erum búin að labba, sagði hann. — Hvað á að þýða að labba meira? Svo förum við bráðum heim. Er þetta ekki nóg? En henni fannst þetta víst ekki nóg labb. Hún vildi labba meira. — Jæja, vildi hún það? Hún stóð þarna dálítið glettnisleg á svipinn, seildist í lítinn kvist einnar hríslu og reyndi að brjóta hann af, en kvistur- inn var nýr, seigur, safamikih og þrár. Imynd hennar sjálfrar. — Eigum við þá ekki að koma heim strax? spurði hún. — Þarftu ekki að taka saman dótið þitt? En hann þóttist vera búinn að því öllu saman. Honum lá ekkert á og þess vegna gramdist honum við hana. — Á morgun fer ég í burtu, sagði hann. — Ég veit það, sagði hún og lét sér hvergi bregða. — Hvers vegna viltu þá eyðileggja þessa stund fyrir okkur með dutlungum og þráa? Nei, það vildi hún auðvitað ekki. Henni hafði tekist að brjóta kvistinn af og nú bar hún hann upp að vitum sér og andaði að sér ferskum birkiilminum. Það var eitt- hvað inni í sál hennar, sem ekki vildi vera í sátt við sjálft sig. — Hvers vegna erum við alltaf að ríf- Framh. á bls. 7.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.