Vikan


Vikan - 27.06.1940, Blaðsíða 13

Vikan - 27.06.1940, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 26, 1940 Taminn silungur. Eftir Svövu Jónsdóttir. Fyrir rúmum tuttugu árum, þegar ég var smátelpa heima hjá foreldrum mínum í Geitavík í Borgarfirði eystra, gerðist -eftirfarandi atburður. I Geitavík eru tveir bæir. Á milli bæjanna er djúpt gil og eftir því rennur ofurlítill lækur til sævar, en til sævar er örstutt leið. Lækur þessi er ekki svo stór, að í hann gangi silungur úr sjón- um, aftur á móti er þar dálítið af örsmá- um lækjarsilungi. Ég og systkini mín vorum sí og æ að busla í þessum læk, án þess þó að fá sér- stakar þakkir fyrir, því að það þótti lítt létta þjónustubrögðin. Mest af þessari lækjar-veru okkar stóð í sambandi við það, að eltast við silung- ana og reyna að ná þeim, annað hvort með höndunum, eða í skjólur og dalla. Einu sinni náðum við í ullarkörfu og veiddum í hana smásilung, á að gizka 4 þumlunga á lengd og eftir því grannan. Nú voru góð ráð dýr. Náttúrlega kom ekki til mála að drepa svóna lítinn silung, en þar fyrir máttum við ekki hugsa til að sleppa hon- um og sjá hann kannske aldrei oftar, því þetta var okkar eigin eign. Þá datt okkur nýtt í hug. Fyrir ofan bæinn hjá okkur var ofarlítil lækjar- spræna, sem myndaðist úr kaldavermsli. Þarna var einn djúpur pyttur, þar myndi silungurinn geta lifað, og ekki var hætt við að hann slyppi, því að rétt fyrir neðan pyttinn síaðist afrennslið í gegnum mosa án þess að vatnið rynni yfir hann. Þangað fluttum við silunginn í vatns- fötu. Við höfðum heyrt, að silungar lifðu mest á möðkum og ormum, og okkur varð það strax kappsmál, að þetta ,,fósturbarn“ okkar skyldi ekki skorta neitt. Við rótuðum því upp maðki, bæði niðri í fjöru og ánamaðki, og hentum í pyttinn. Fyrst í stað var Silsi, svo kölluðum við hann, eldstyggur og forðaði sér undir bakkana, þegar við komum, en þegar hann sá maðkana í vatninu, þá gerðist hann djarfari og fór að gæða sér á þeim, en var þó var um sig. Við vildum nú allt til vinna að nálgast hann meira og hrekktum hann því aldrei, og eftir því sem við komum oftar og sát- um lengur á bakkanum, fór hræðslan af honum. Seinna fórum við svo að fara með hendurnar ofan í vatnið og láta ormana sprikla á milli fingranna. Hann fór þá að skjótast til og glefsa í ormana, og þegar hann sá að þetta var ekkert hættulegt, þá fór hann að taka þá óhikað. Við færðum svo hendurnar til, bæði til hliðar og upp, og létum hann elta maðkana og var þetta hin bezta skemmtun, einkum þegar hann var kominn alveg upp í vatnsskorpuna og rak trjónuna upp úr vatninu og hrifsaði maðkinn. Silsi rann þarna upp eins og fífill í túni og varð á að gizka 10 þumlunga langur og eftir því gildur, að minnsta kosti sáum við aldrei svo stóran lækjarsilung í bæjar- læknum og þökkuðum við það eldinu, sem við veittum honum. Þarna var hann svo í 6 ár, bæði sumar og vetur. Á vorin var hann mjög mjósleginn, því að við höfðum ekkert til að gefa honum á veturna. Strax eftir fyrsta sumarið var hann svo gæfur, að hann lofaði okkur að taka á sér niðri í vatninu. Við fórum með lófana undir hann og lyftum honum upp í vatnsskorp- una. Með því að kreppa fingurna dálítið, þá gátum við látið hann synda í gegnum krumlur okkar og þá nartaði hann stund- um í fingurna á okkur. Hann þekkti' okkur auðsjáanlega, því að við aðra var hann varkárari og lét þá ekki taka sig. Okkur langaði til að gera honum 13 lífið skemmtilegt með því að láta silunga til hans, en af hverju sem það hefir verið, þá þreifst enginn þar nema hann. Hinir drápust allir, og ef til viil hefir har-n hel- étið þá. Endalok Silsa urðu þau, að hann fórst í vatnavexti, þó að aðrar dauðaorsakir hefðu átt að vera eðlilegri. Það var eitt vor, að í leysingum kom óvanalcga mikið vatn í þennan læk, svo að það fossaði yfir mosann, þar sem vatnið hafði áður síazt í gegn. Silsi hefir annað hvort viljandi eða óviljandi borizt með straumnum, cn þar sem vatnið rann yfir sandinn til sjávar fannst hann dauður. Um þetta var ekki neinum blöðum að fletta, því að við þekkt- um hann svo vel, — vin'nn, sem veitt hafði okkur svo margar ánægjustundir í 6 ár. ÚK FÁTÆKRAHVEKFUM Ll NDÚNAKBOKGAK. — Framh. af bls. 2. Petticoat Lane í Eastend er aðalverzl- unarstaður fátækrahverfanna í London. ÖU verzlun fer þar, að heita má, fram undir beru lofti. Kaupmaðurinn kemur með varn- ing sinn á vagni, ásamt aðstoðarmanni sín- um, sem oft er konan hans. Verzlunin fer fram eins og nokkurs konar uppboð. Kaup- maðurinn tekur upp varninginn, sem oft- ast nær er notaður fatnaður eða annað því um líkt, heldur honum á lofti og bíður eftir

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.