Vikan


Vikan - 27.06.1940, Blaðsíða 14

Vikan - 27.06.1940, Blaðsíða 14
14 VTKAN, nr. 26, 1940 að boðið sé í. Þegar hann hefir fengið við- unandi boð, fleygir hann vörunni í kaup- andann, en aðstoðarmaðurinn tekur á móti greiðslunni, og þannig gengur það koll af kolli. Stundum gengur salan viðstöðulaust og allt uppselt á skömmum tíma, en stund- um eru kaupendumir tregir, svo að kaup- maðurinn verður að taka upp hverja vör- una á fætur annarri, án þess að fá viðun- andi boð. Þá tekur hann saman dót sitt og ekur þangað, sem von er f jörugri viðskipta. Guy Fawkes day er mesti hátíðisdagur Lundúnabúa, einkum þó barnanna. Hann er 5. nóvember og er haldinn hátíðlegur til minningar um, að þann dag fyrir 335 ár- um ætlaði maður að nafni Guy Fawkes að sprengja þinghúsbygginguna með öll- um þingmönnum, konungi og fylgdarliði hans í loft upp. En á síðustu stundu komst upp um samsærið og var því afstýrt. Öll ensk börn þekkja söguna af Guy Fawkes, jafnvel þau allra fáfróðustu í aumustu fá- tækrahverfunum, og halda daginn hátíð- legan með því að ganga fylktu liði um göt- umar, klædd hinum fáránlegustu búning- um, og með tuskubrúðu, eins og sjá má á myndinni, í fararbroddi. Hún á að tákna Guy Fawkes, og þegar skrúðgangan er á enda, er brúðan brennd á báli. Því verður ekki neitað, að fátækra- hverfi Lundúnarborgar eru svartur blett- ur á menningarlífi ensku þjóðarinnar, enda hefir hún fengið mörg orð í eyra fyrir það. Heilar bókmenntir em til um þessi mál, en allra bóka frægust er þó bók Jack Londons, „IJr djúpum stórborgarinnar", sem lesendur Vikunnar munu fá tækifæri til að lesa um innan skamms. En þrátt fyrir allt þetta er þó feikna mikil og fjöl- þætt góðgerðastarfsemi rekin í fátækra- hverfunum. Til skamms tíma hefir hún þó verið, og er raunar enn að miklu leyti, bor- in uppi af frjálsum samskotum og einstök- um mönnum og stofnunum. En fyrir nokkram áram voru sett lög um niðurrif og endurbyggingu fátækrahverfanna. Þetta tekur þó langan tíma og er ýmsum erfiðleikum bundið. Eitt af því er, þótt undarlegt megi virðast, tregða fólksins sjálfs. Fyrsta krafa hvers Englendings er, að fá að búa út af fyrir sig. Þeir hafa megna og rótgróna andúð á sambýlishús- um. Þegar byrjað var að reisa hin stóru, nýtízku sambýhshús, sem þessi mynd sýn- ir, áttu stjómarvöldin erfitt með að fá fólkið til að flytja í þau, þó að leigan væri lægri en fyrir fúahjallana, sem það bjó í.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.