Vikan


Vikan - 27.06.1940, Blaðsíða 12

Vikan - 27.06.1940, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 26, 1940' Hann horfði rannsakandi, miður vingjarnlegum augum á manninn á undan sér, en gerði enga tilraun til að ná honum- eða ganga fram hjá honum, gætti aðeins að missa ekki sjónir af hon- um. King Kerry gekk yfir götuna, og beygði niður aðalgötuna, sem lá afliðandi niður til Cock- spur Street. Maðurinn, sem gekk á eftir, var grennri, en þó vel vaxinn. Göngulagið var undarlega skrykkj- ótt. Ýmist hægt og vaggandi, eða ótt og tifandi. Hinar mjúku axlahreyfingar, sem oft má sjá hjá velvöxnum mönnum, vantaði, og stíft bakið gat bent á, að hann hefði fengið hermannaskólun. I bjarmanum af götuljósi, sem hann nam stað- ar við, þegar maðurinn á undan hægði á sér, mátti sjá, að andlit hans var fagurlega skapað, með reglulegum, fíngerðum dráttum. Hermann Zeberlieff hafði til að bera marga af hinum aðalbomu eiginleikum hinna pólsk-ung- versku forfeðra sinna. Og hafi hann þar að auki verið dálítið upp með sér af hetjudáðum þeirra, þá var það ekki nema eðlilegt, ef tekið var tillit til, hve Zeberlieff-ættin hafði átt stóran þátt í heimssögulegum viðburðum fyrri tíma. King Kerry fékk sér hressandi næturgöngu, áður en hann fór heim í hús sitt i Chelsea. Þessu hafði sá, sem elti hann, búizt við, og þegar King Kerry hélt áfram eftir Themsárbakkanum, fylgd- ist hann með honum hinum megin á götunni. Hann hafði sem sé enga löngun til að standa augliti til auglitis við King Kerry. Árbakkinn var auður og mannlaus, að undan- teknum nokkrum umrenningum, sem höfðu dreg- izt þangað í von um að hið miskunnsama krafta- verk biði þeirra þar. King Kerry nam af og til staðar til að tala við suma af þessum umrenningum og oftar en einu sinni vék hann einhverju að þeim. En hann var of reyndur, til að þekkja ekki mun á raun- verulegri eymd og frekju. Skammt frá nál Kleo- pötru mætti hann einum slíkum náunga, en þegar King Kerry gekk fram hjá honum, án þess að anza honum, jós hann yfir hann skömmum og blótsyrðum. Skyndilega vatt King Kerry sér við, og betlarinn hrökklaðist upp að girðingunni, eins og hann byggist við höggi, en King Kerry hugði ekki á neitt illt. Hann stóð kyrr og rýndi út í myrkrið, sem var ennþá svartara, vegna ljósanna í fjarska og glóð- arinnar á vindlinum. „Hvað sögðuð þér?“ spurði hann vingjamlega. „Ég er hræddur um, að ég hafi verið eitthvað annars hugar, þegar þér yrtuð á mig.“ „Gefið aumum vesaling nokkra aura fyrir næt- urgistingu," sagði maðurinn aumingjalega. Hann leit út eins og drykkjuræfill, og úfið skeggið og hárið var sóðalegt, jafnvel í þessari daufu birtu. „Aura fyrir næturgistingu ?“ spurði King Kerry. „Og fyrir tíu dropum af kaffi,“ sagði maðurinn ákafur. „Hvers vegna ætti ég að gera það?“ Spumingin kom betlaranum á óvart og gerði hann orðlausan um stund. „Hví skyldi ég gefa yður peninga fyrir nætur- gistingu, eða gefa yður yfirleitt nokkuð annað en það, sem þér hafið unnið til?" Röddin var alvöraþmngin, þó að hún væri blíð og vingjamleg, og manninum óx hugur. „Af því að þér eigið peninga, en ég enga,“ sagði hann og fannst það ómótmælanleg og sannfær- andi röksemd. King Kerry hristi höfuðið. „Það er engin ástæða," sagði hann. „Hvað er langt síðan þér hafið unnið ærlegt dagsverk?" Maðurinn hugsaði sig um. Ef til vill var þessi herramaður einn af þeim, sem líta á vinnuna sem nauðsyn, og ekki borgar sig að ljúga að. „Ég hefi haft ýmislegt smáviðvik," sagði hann kvartandi. „En það er ekki svo auðvelt að fá fasta atvinnu, því að þessir útlendingar koma allir og rífa matinn út úr munninum á okkur og bjóða sig fyrir minna kaup." Þetta var gamalt ráð, sem oft hafði gefizt vel, einkum við hina svokölluðu mannvini. „Hafið þér, bróðir kær, nokkum tíma á ævinni unnið ærlegt handtak?" spurði King Kerry. Jæja, hann er þá einn af ,,bróður“-tegundinni, hugsaði umrenningurinn og hóf nú árás frá ann- arri hlið. „Æ, herra minn, drottinn hefir lagt þunga byrði á herðar mér . .. . “ King Kerry hristi aftur höfuðið. „Vinur minn,“ sagði hann blíðlega, „það er ekki til neins. Það sæti, sem þér skipið og það andrúmsloft, sem þér andið að yður, væri betur varið öðra vísi. Þér erað einn af þeim, sem alltaf era þiggjendur, en aldrei gefendur. Þér lifið á meðaumkun hins vinnandi manns, mannsins, sem ekki getur þolað að horfa upp á eymd yðar og gefur yður því af fátækt sinni. „Er það ætlun yðar að láta mig ganga úti alla nóttina?" spurði betlarinn i ásökunarróm. „Það kemur mér ekki við, bróðir," sagði hinn kuldalega. „Ef ég fengi því ráðið, fengjuð þér ekki að flækjast um svona." „Nei, nei,“ sagði betlarinn vonbetri. „Ég færi með yður eins og hvem annan flæk- ingshund — ég léti lóga yður." Því næst sneri hann sér á braut. Flækingurinn hugsaði sig um andartak, blár af reiði. Árbakkinn var mannlaus, enginn lögreglu- þjónn sást. „Nú!“ sagði hann ógnandi og greip í handlegg- inn á King Kerry. I sömu svifum fékk hann leifturhögg undir kjálkann. Hann hrökklaðist aftur á bak og bað- aði út höndum, til að ná jafnvæginu. Skjálfandi og með svima stóð hann á vegbrún- inni og horfði á eftir árásarmanninum, sem gekk rólega burtu. Ef til vill gæti hann fengið eina krónu fyrir að blanda ekki lögreglunni í þetta. En málum var nú einmitt þannig varið, að hon- um var sjálfum ekki síður umhugað um, að lög- reglunni yrði haldið utan við þetta, en ókunna manninum. Það skal þó viðurkennt, að hann hafði ekki látið sér vaxa hár og skegg, til þess að líta út eins og einsetumaður. Ástæðan var allt önnur. Hann hafði fullan hug á að ná sér niðri á mann- inum, sem hafði slegið hann, en því fylgdi nokkur áhætta. „Heppnin var víst ekki með yður í þetta sinn?" Betlarinn sneri sér við undrandi. Það var Her- mann Zeberlieff, sem stóð við hliðina á honum. Hann hafði séð allt, sem fram fór. „Það kemur yður ekkert við,“ tautaði betlar- inn og bjóst til að fara. „Bíðið andartak!" Ungi maðurinn gekk fram fyrir hann. Hann stakk annarri hendinni í vasann, og þegar hann tók hana upp aftur, var hún full af klingjandi silfurpeningum. „Hvað vilduð þér gera fyrir tíu krónur?" spurði hann. Betlarinn starði gráðugum augum á peningana. „Hvað sem væri," hvíslaði hann, „allt nema morð.“ „Hvað munduð þér vilja gera fyrir fimmtíu krónur ?“ „Ég skyldi — ég skyldi gera hvað sem væri," hvíslaði betlarinn hásum rómi. ,.Og fyrir fimm hundrað, og fría ferð til Ástralíu?" spurði ungi maðurinn og horfði fast í augu betlaranum. „Állt —- allt!“ æpti maðurinn næstum. Hermann Zeberlieff kinkaði kolli. „Komið með mér yfir götuna," sagði hann. Tæpum tíu mínútum eftir að þeir voru famir, komu tveir menn rösklega gangandi úr áttinni frá Westminster. öðru hvoru námu þeir staðar og leituðu með vasaljósi í kringum sig á árbakkan- um. Þeir athuguðu nákvæmlega alla, sem fram hjá þeim fóru, en eðlilega voru það ekki margir um þetta leyti nætur. Loks mættu þeir manni, sem ekki leit út fyrir að vera að f lýta sér. Þeir gengu til hans og spurðu hann einhvers. „Já, svaraði hanh. „Þótt undarlegt sé var ég einmitt rétt áðan að tala við mann, sem einmitt var meðalmaður á hæð og talaði með dálítið út- lendum hreim. Ég býst við, að yður finnist mál- rómur minn líka með dálítið útlendum blæ,“ sagði hann brosandi, „en ég held, að náunginn, sem ég talaði við hafi frekar talað með mállýzkukennd- um hreim. „Það er hann,“ sagði annar maðurinn og sneri sér að hinum. „Hafði hann þann kæk, að halla undir flatt, þegar hann talaði?" Ókunni maðurinn kinkaði kolli. „Má ég gerast svo djarfur að spyrja, hvort lög- reglan sé að elta manninn, — ég geri ráð fyrir, að þið séuð sendir af lögreglunni ?" „Já, herra rninn," sagði sá, sem var fyrir. „Það er ekkert á móti því, að við segjum yður, að maðurinn heitir Horace Baggin, og að hann er sekur um morð, — myrti varðmanninn í Devize- fangelsinu og flúði, þegar hann var nýbyrjaður að afplána hina ævilöngu fangelsisvist sína. Við fréttum, að hann hefði sézt héma í grendinni." Þeir kvöddu og héldu áfram, og King Kerry hóf að nýju göngu sína, í þungum þönkum. Þetta er einmitt piltur handa Hermann Zeber- lieff, hugsaði hann. Fyrir undarlegt samspil örlaganna sat einmitt ógeðfelldur náungi í vinnustofu Hermanns Zeber- lieffs í Park Lane með glas af sterku vodka fyrir framan sig, og á meðan h'ann var að sötra í sig úr glasinu, hlustaði hann með athygli á frásögn- ina um hið svívirðilega athæfi ameríska miljóna- mæringsins. „Svona piltur þyrfti að fá kúlu í gegnum haus- inn. Ég skal sýna honum, hvað svona braskarar eiga skilið!" „Má ég ekki bjóða yður meira að drekka?" spurði Hermann Zeberlieff. 2. KAPlTULI. Konan í neðanjarðarlestinni. Lyftan í neðanjarðarbrautinni var yfirfull af fólki, og Elsie Marion leit kvíðafull á klukkuna um leið og hún velti því fyrir sér, hvort hún ætti að bíða eftir næstu lest og hætta á að verða fyrir barðinu á herra Tack, eða reyna að troða sér inn áður en rennihurðimar skyllu aftur. Henni var meinilla við lyftuna, einkum þegar hún var yfirfull. Á meðan hún stóð þarna á báðum áttum, féllu hurðimar saman, og hún starði á þær hreyfingar- laus og gröm við sjálfa sig. Hún, sem einmitt hafði ætlað sér að vera stundvís í dag. Tack hafði verið í vandræðum með hana, fyrir hvað hún var klaufaleg og fákunnandi, og hafði ávítað hana hvað eftir annað allá vikuna. Hún var óstundvís, hirðulaus og gjörsamlega óhæf sem bókhaldari. Kvöldið áður hafði hann kallað saman alla kvengjaldkerana og gefið þeim alvarlega aðvör- un. Hann hafði sagt þeim, að hér eftir yrðu þær að vera komnar á sinn stað við kassana á minút- unni klukkan 9. Hann hafði látið þær ótvírætt skilja, að með því ætti hann ekki við 10 mínútur yfir 9, heldur ekki 5 mínútur, já, ekki einu sinni eina mínútu yfir 9. Um leið og klukkan í stórhýsi Tacks & Brightons byrjaði að slá, áttu þær allar að vera komnar á sinn stað. Síðustu mánuðimir höfðu verið viðburðarrikir hjá Tack & Brighton. Það var óskiljanlegt göfug- lyndið, sem þeir höfðu sýnt. Starfsfólkið varð þess þó ekki aðnjótandi, heldur viðskiptavinimir. Hinn mikli afsláttur á öllum vörum hafði skapað stóraukna sölu. Klukkuna vantaði sjö mínútur í níu, og hér stóð Elsie Marion á neðanjarðarbrautarpallinum við Westminster Bridge Road, og verzlunarhús Tacks & Brightons var í Oxford Street, með öðr- um orðum nákvæmlega tólf minútna akstur í burtu. Henni gramdist við sjálfa sig, því að næsta lyfta mundi verða alveg jafn full. Hún hefði því getað sparað þrjár dýrmætar mínútur. Framhald í næsta blaði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.