Vikan


Vikan - 27.06.1940, Blaðsíða 3

Vikan - 27.06.1940, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 26, 1940 3 L/YRA liggur í Bergen, Laxfoss við Sprengisand, Sindri á Siglufirði, Súðin austan við land. Sæbjörg hjá Suðurnesjum, Selfoss í Liverpool, Katla er komin af hafi, Kári selur í Hull. Um allt eru fley vor í förum með farþrá vora um borð. Þau leggja á votar leiðir í leit að ókunnri storð. Þau beygja í suður, þau beygja í norður, þau bruna frá póli að pól, plægja erlend höf til erlendra hafna undir erlendum himni og sól. Þvi eyru vor ætíð heilla hin erlendu borganöfn: Singapore, Bombay, Boston, Berlín, Kaupmannahöfn. París, Lissabon, London, Leningrad, Don Carlo, Messina, Versalir, Verdun, Wiesbaden, Milano. Eftir KARL ÍSFELD Við þrumunið þúsund vatna og þytinn úr laufguðum skóg gengur framgjami, finnski bóndinn í farinu eftir sinn plóg. — Svo bera oss bláar öldur. Til botns var drekkt hverri sorg í ylmjúkum örmum kvenna einn aftan í Gautaborg. Tahiti! Sígræna sylgjan í Suðurhafs blámöttul fest, þar sem yndisbros ungra meyja hafa ornað hjartanu bezt. Undir sólfáðum, svimháum pálmum þær svífa með léttum dyn með sólskin í hrafnsvörtu hári, undan hvörmunum — mánaskin. Kampavín freyðir á könnum í Casino de Paris — whisky og viarengo, vino bianca, shablis. Tokayer, sénever, southern, sherry, klaret, pernod, ourem, isola bella, aqua vitae, bordeaux. 1 húminu hljóðfærasláttur heyrist frá Café Sunset, — gjallandi gongong-kliður, gítar og klarinet. Trompet, saxófónn, sítar, celló og tambúrín, píanó, fagott og fiðlur, flautur og mandólín. Ofan af anganfjöllum ber andvarinn straumaklið: Zambesi, Signa, Ganges, Schelde, Indus og Nið. Tíber, Missouri, Moldau, Mosel og Amazon, Thames, Weichsel og Volga, Warthe, Rín og Don. Um Broadway bílarnir renna: Buick, Rolle Royce og Ford. Glymur frá gildaskála: gítar og harpsicord. Svo kveðjum við stórborgar-styrinn og strætanna glaum og hark. Nú drynur Niagara, það er náttfall í Yellow Stone Park. I bjarma hins bleika morguns við búumst til ferða á ný. Yfir grábláum Grænlandsjöklum sveima gullin, sólroðin ský. Um hrímgaðar Lapplands hæðir berst hjáróma blýstur hvelt. Og hreindýrahjarðirnar renna yfir hjarnið við rakkans gelt. Við kveðjum í skyndi þær konur, er við kysstum og gleymdum svo s og kælum bjórþyrstar kverkar í kjallara Auerbachs. Þá ilma að nýju þær ástir, sem árin vörpuðu á glæ. ... Svo raulum við róðrarvísur í rökkrinu á Feneyjasæ. Ó, Bagdad! Borg vorra drauma oss birtist frá horfinni öld. 1 höllu Harun al Raschíds er háreysti og glaumur í kvöld. Því blóðríkar, brosmildar varir bergja á skálum víns undir leiftrandi Ijósakrónu. ... Það er lampinn hann Aladíns. Og undir austrænum stjörnum við unum í kvöldsins ró, við blómailm, mánaskin, músik og meyjar i Tokio. Unz röðull úr djúpinu rennur yfir ríki Kuomintang. Af sólgylltum hæðum hníga: Hoangho, Janktsekíang. Um hrannir dimmblárra hafa , og hylgrænan perlusæ, akandi öllum seglum í aftansins mjúka blæ, í bjarma hins bleika mána við blikandi stjörnulog, heim snýr vor hraðsiglda snekkja á hugarins djúpavog. Við vöknum af djúpum dvala, af draumsins hverfulu náð og fálmum titrandi fingrum um fréttablað gulnað og máð. Því hitt, sem oss heiman seiddi, svo hugurinn þeysti á sprett út undir erlenda himna, var einungis — skipafrétt. Katla er komin af hafi, Kári selur í Hull, Sæbjörg hjá Suðurnesjum, Selfoss í Liverpool. Sindri á Siglufirði, Súðin austan við land, Lyra liggur í Bergen, Laxfoss við Sprengisand.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.