Vikan


Vikan - 27.06.1940, Blaðsíða 5

Vikan - 27.06.1940, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 26, 1940 5 Jack kvongast, en. eiclá konuiwL, sem Aojm etLslavi. Jack hefir skrifað undir samning um út- gáfu á bók með öllum þeim sögum, sem birst hafa eftir hann í blöðum og tímaritum. Ný öld er að hefjast, tuttug- asta öldin, öldin hans. Hann situr í svcfn- herbergi sínu og bíður eftir aldamótunum með uppköst að hundruðum óskrifaðra skáldverka. Úr Flóru sló tólf. Hann spratt upp, klæddi sig í peysu, setti á sig hjól- hestaspennurnar og hjólaði til San Jose um nóttina. Gat hann byrjað nýju öldina bet- ur, en með því að kvænast stúlkunni, sem hann elskaði, strax fyrsta daginn ? Ef syn- ir hans og síðar sonarsynir hans ættu að hugsa til hans með stolti að hundrað ár- um liðnum, mátti hann engan tíma missa. Frú Applegarth hafði aldrei viljað fá Jack fyrir tengdason. Hún hafði ekki sett sig upp á móti trúlofuninni, af því að hún vissi, að giftingin hlaut að byggjast á getu Jack til að sjá fyrir eiginkonu, og á henni hafði hún enga trú. En þegar Jack birtist skyndilega þennan nýársmorgun, með próförk af ,,Heimskautaóði“, sem tákn um vaxandi gengi á nýja árinu, gerbreyttist framkoma hennar. Jú, hún var fús til að gefa samþykki sitt til giftingarinnar, já, jafnvel samdægurs — en með einu skil- yrði: Annað hvort varð Jack að flytja til þeirra og gerast fyrirvinna heimilisins — maður hennar var dáinn og Edward sonur hennar bjó ekki lengur heima — eða þá, að hún varð að fá leyfi til að flytja með þeim til Oakland, og hann yrði að lofa því, að skilja mæðgurnar aldrei að. Út af þessu varð hörð deila. Jack hélt því fram, að móðirin hefði engan rétt til að bregða fæti fyrir hamingju dóttur sinn- ar, og frú Applegarth lét hann skilja á sér, að Mabel væri hlýðin dóttir, sem væri móður sinni þakklát fyrir allt, sem hún hefði gert fyrir hana, og myndi ekki vilja yfirgefa hana í ellinni — þó að sannleik- urinn væri sá, að frá Applegarth væri miklu sterkbyggðari, og væri nú þegar farin að láta hana færa sér morgunmatinn í rúmið. Mabel var eins og í milli tveggja elda og gat sjálf ekki tekið neina afstöðu. Móðir hennar hafði alltaf kúgað hana, og það hafði sett mark sitt á hana. Þegar Jack kom aftur til Oakland um kvöldið, sár og gramur, biðu hans nýjar áhyggjur. Flóra sagði honum, að nú væru peningamir frá „Atlantic Monthy" alveg búnir. Næsta morgun hjólaði hann gömlu leið- ina til veðlánarans með regnkápu John London á böglaberanum. Þegar hann kom út aftur, hafði hann nokkra dollara í vas- anum, en hann varð að ganga heim. Það væri ekki stórt fjárhagslegt atriði, þó að Mabel bættist við í fjölskylduna, en það myndu líða mörg ár, áður en hann gæti séð fyrir tengdamóður sinni. Það var hreinasta f jarstæða að láta sér detta í hug, að hún og Flóra gætu búið undir sama þaki, strax fyrsta daginn myndu þær fara í hár saman. Og ætli hún mundi ekki vilja stjóma heimili hans, eins og hún vildi nú stjórna konunni hans? Mabel mundi fyrst og frems vera dóttir frú Applegarth og þar næst konan hans. Hann var bæði hryggur og reiður, ekki aðeins af því, að hann sá nú drauminn um konu og heimili verða að engu, heldur einnig af því, að konan, sem hann elskaði, varð að þola þessa þungu raun, sem mundi ekki aðeins verða til þess að skilja þau að fullu, heldur einnig til þess að eyði- leggja allt líf hennar. Hann reyndi enn þá að fá Mabel til að fara frá móður sinni. En hún skyldi naum- ast hvað hann var að fara og tautaði sífellt eins og í leiðslu: „Mamma getur ekki lifað án mín.“ Jafnvel árið 1937 sagði Edward Applegarth: „Móðir mín var alla tíð eigin- gjöm, og Mabel eyddi allri sinni æfi í að annast um hana.“ Jack sem ungur, efnilegur rithöfundur. Hann átti að vísu sínar áhyggjur, en missti aldrei trúna á sigur. I þessari grein lýsir Irving Stone árekstrum Jacks við móður Mabel, sem verður til þess að trólofunin fer út um þúfur, og hvernig hann setur sér það markmið að græða peninga, hvað sem það kosti. Jack gaf þó ekki upp alla von. Hann hélt áfram að elska Mabel, en leitaði sam- vista við aðrar konur, þar á meðal Önnu Strumsky. Um skeið gat hann enga sögu selt, og þegar heimihð varð aftur aura- laust, fór hann að missa þolinmæðina. Hann ákvað að vera framvegis vægðarlaus í peningasökum, því að það voru aðeins heimskingjar, sem fyrirlitu peninga. „Ég vil eignast peninga, eða öllu heldur það, sem kaupa má fyrir peninga, og ég get aldrei eignast of mikið af peningum. Mat- urinn skapar manninn, en ekki uppeldið. Meiri peningar tákna sterkara líf fyrir mig. Það getur aldrei orðið löstur hjá mér, að nurla saman peningum, miklu heldur að sóa þeim. Já, það mun alltaf þjá mig. Ef að peningarnir fylgja frægðinni, þá má frægðin koma, en ef þeir fylgja henni ekki, þá vil ég heldur peningana.“ Jafnframt því, að hann krafðist pen- inga til þess að losna undan þrældómsoki sínu, skrifaði hann eldheitar greinar um socialisma, sem hann var viss um að geta selt.-------- I febrúar árið 1900 skeðu tveir atburð- ir, sem báðir virtust í sjálfu sér þýðingar- lausir, en höfðu þó, hver um sig, mikil áhrif á æfi Jack London. Annar var sá, að honum var boðið til morgunverðar í San Francisco til frú Ninette Eames, og hinn, að einn af skólafélögum hans, Fred Jacobs, sem tekið hafði þátt í spánsk-ameríska stríðinu og dáið hafði um borð í flutninga- skipi, var sendur heim til Oakland til greftrunar. Morgunverðurinn hjá frú Eames var á undan, og þó að lengra liði áður en áhrifanna af honum færi að gæta, urðu þau aftur á móti þeim mun varan- legri. Tilgangur frú Eames með þessum morg- unverði, var að fá tækifæri til að kynnast Jack London, því að hún hafði í hyggju að skrifa grein um hann í „Overland Mont- hly“. Hún hafði einnig boðið systurdóttur sinni, Klöru Charmian Kittredge, sem hún hafði alið upp frá því, að hún var smá- barn. Hún var mjög lík frú Eames, fjörug og hvatskeytleg, tuttugu og níu ára og ógift. Hún leit hæðnislega á tötraleg föt Jacks og lét aðeins til sín taka, þegar frú Eames fræddi Jack á því, að systurdóttir sín væri vélritunarstúlka á skrifstofu þar í nágrenninu. Þá sparkaði hún í fætur frænku sinnar, af því að hún hafði ljóstað

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.