Vikan


Vikan - 27.06.1940, Blaðsíða 2

Vikan - 27.06.1940, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 26, 1940 ES£^f' TESSKæSI ZOl (AtmíoLcJ^jex^jjun Forsíðll- Á flótta undan stríði, fátækt og eymd, myndin. ætti textinn undir forsíðumyndinni raunverulega að vera. En þessar litlu telpur úr fátækrahverfum Lundúnaborgar virðast vera á allt annarri skoðun. Þær vita að vísu, að það er verið að senda þær að heiman — upp í sveit vegna stríðsins, og að í pakkanum, sem þær halda á í litlu höndunum eru gasgrímur, en stríðið er fyrir þeim eitthvað f jarlægt og óskiljanlegt, sem fullorðna fólk- ið talar alvarlega um. Hið áþreifanlega eru nýju, fallegu fötin, sem þær fá, ferðalagið, dýrin og gróð- urinn, sem þær kynnast úti í ríki náttúrunnar. Lambeth Flestir munu hafa heyrt nefndan dans- Walk inn Lambeth Walk, en færri munu vita, að hann dregur nafn sitt af einu fá- tækrahverfi Lundúnaborgar, á syðri bakka Thames- ár. En það er fátt, sem minnir á glaum og dans í þessu hverfi. Húsin eru hrörleg og rök, oft morandi í veggjalús og sníglum, göturnar þröngar og óhrein- ar, en dyraþrepin jafnvel á aumustu hreysunum eru alltaf hrein og hvítkölkuð. Það er auðvirðilegasta táknið um eymd og vesaldóm húsmóðurinnar, ef hún heldur ekki dyraþrepunum sínum hreinum og hvít- um. En jafnvel Lambeth hefir líka sína sólskinsbletti. Victoria Tower Gardens er einn af þeim. Það er garður, sem liggur á bak við hið veglega þinghús Bretlands, norðan megin fljótsins. Þangað er böm- unum úr Lambeth heimilt að koma til að njóta sól- ar °g svigrúms. Framhald á bis. 13. Fylgist með framhaldssögunni! í þessu blaði hefst, eins og lofað hafði verið, spennandi framlialdssaga, eftir Edgar Wallace, einn mesta afbrotasögu- höfund, sem uppi hefir verið. Þér ættuð að fylgjast með henni frá upphafi og sleppa engu blaði úr, því að sagan er prýðilegur skemmtilestur. V i k a n HEIMILISBLAS Ritstjóri: Kirkjustræti 4. Pósthólf 365. Afgreiðsla og innheimta: Austurstræti 17. Sími 5004. Pósthólf 166. Verð: kr. 1,75 á mánuði, 0,45 í lausasölu. Steindórsprent h.f. | Efni blaðsins, m. a.: [ Úr fátækrahverfum Lundúnaborgar. 1 Skipafréttir, kvæði. Eftir Karl ísfeld. ! Á skilnaðarstund, smásaga. Eftir Stefán Jónsson. Jack kvongast, en ekki konunni, sem hann elskar. Eftir Irving Stone. Maðurinn, sem keypti London, \ framhaldssaga. Eftir Edgar Wallace. i Taminn silungur. Eftir Svövu Jónsdóttur. Sigga litla og ÓIi og Addi í Afríku. [ Skrítlusíða. — Heimilið. — Kross- [ gáta. — Skák. Vifid þér þad? 1. Hvað er álitið að landnám Is- lands hafi tekið langan tíma? 2. Hvaða málmur er þyngstur? 3. Hvað er ,,jámsíðurnar“? 4. Hvað hét þrællinn, sem strauk frá Garðari Svavarssyni? 5. Hvaða fræg dómkirkja var eyði- lögð svo í stríðinu 1914—18, að ekki var fyrr búið að endur- byggja hana en á síðasta ári? 6. Hver er höfundur að „Andvök- . um“, hvar fæddist hann og hve- nær? 7. Hvað kalla Finnar landið sitt? 8. Hvaða nýlenduríki á Java? 9. Hvenær lét Haraldur hárfagri skera hár sitt? 10. Hvað kölluðu Rómverjar torgin í borgum sínum? Sjá svör á bls. 15. ÚTGEFANDI: VIKAN H.F., REYKJAVlK. — Rítstjóri: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4. Pósthólf 365. ~r- Ábyrgðarmaður: Steindór Gunnarsson. — Framkvæmdarstjóri: Engilbert Hafberg, Austurstræti 17. Sími 5004. Pósthólf 166.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.