Vikan


Vikan - 27.06.1940, Blaðsíða 10

Vikan - 27.06.1940, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 26, 1940 í Hversdagsmatur. Lauksúpa. — Steikt þorskhrogn. Súpan. — Hvítir spánskir laukar eru beztir, annars hvaða laukar, sem fyrir hendi eru. Brúnið vænan smjörbita (smjörlíki) í pottin- um, og eftir að hafa skorið laukana (8 stóra eða 16 smáa), í smábita, setjið þá í og hrærið stöðugt í, brúnið einnig tvær matskeiðar af hveiti með. Hellið síðan kjötsoðinu yfir (Maggie-teninga soð er ágætt, 4 teningar í pott af heitu vatni). Látið malla í 2 tíma undir luktu loki. Ristað brauð er gott með. Hrognin. — Veljið aðeins heila (óskorna) gotu, þvoið vandlega úr volgu vatni. Setjið síðan í sjóð- andi vatn og sjóðið við hæga suðu í 25 mínútur. Gætið þess að himnan springi ekki við of sterka suðu, (annars hættir flestöllum við að sjóða allan mat við sterka suðu, hæg suða er alltaf bezt). Takið goturnar af eldinum, setjið salt og pipar í þær, veltið þeim upp úr hveiti, sem einum eggja- duftspakka hefir verið blandað saman við, og steikið siðan sem hvem annan fisk, helzt þó sem kleinur, í djúpri feiti. Gota er einhver hin heilnæmasta fæða, sem til er, og jafn góð köld sem heit. Húsráð. Benzín er ágætt til þess að hreinsa bletti úr fötum, en það má aldrei nota það í herbergi þar sem er opinn eldur eða ljós. Gufan frá benzíninu getur orsakað íkveikju, eða jafnvel sprengingu. Berið sápu eða vax á skúffur, sem standa fast- ar, þá renna þær liðugt. Postulíns- og glerílát á að setja í kalt vatn, láta það sjóða mjög hægt, og láta síðan ílátin kólna í vatninu. Eftir þessa meðferð geta ílátin ekki sprungið, þó að sjóðandi heitu vatni sé hellt á þau. Svampa má hreinsa með því að leggja þá í bleyti í eina klukkustund í köldu saltvatni og skola þá síðan vel í tæm vatni. Ullartau á aldrei að leggja í bleyti fyrir þvott. Og það á að skola það eftir þvottinn í vatni, sem er jafnheitt og þvottavatnið. Annars er hætt við, að það hlaupi. Listin að Idœða sig. að er sannarlega ekki nauðsynlegt fyrir stúlku, sem vill klæða sig vel, að vera alltaf klædd eftir allra nýjustu tízku. Það eru venju- lega kjánarnir, sem hlaupa eftir hverri nýrri tízkubreytingu, og hugsa ekkert um það, hvort hún klæðir þær, eða ekki. — Fötin eiga að setja líkamsvöxtinn í hið bezta ljós. En það má þó ekki gera um of að því að undirstrika góða eiginleika, eða dylja slæma eiginleika líkamsbyggingarinn- ar. Hver stúlka ætti að hugsa um það fyrst og fremst, ekki að vera ,,fín“ heldur að klæða sig eins og henni fer bezt; auðvitað verður þar smekkurinn að ráða að miklu leyti. Það er sjálf- sagt, að fylgja tízkunni eins mikið og hægt er, en þó svo, að ekki verði áberandi, því að þá verður klæðnaðurinn ankannalegur, hvað mikið, sem borið er í hann. Þær eru sjaldnast bezt til fara, sem eyða mest- um peningum í fötin sín, og nota allskonar gljá- andi skraut. En á hinn bóginn borgar sig aldrei, að kaupa það ódýrasta, þvi að það er venjulega auðvirðilegt, og ónýtt eftir stuttan tíma. Rétti klæðnaðurinn er því sá, sem gerður er úr vel völdum, vönduðum efnum, og sá, sem á bezt við persónuleikann — og budduna. En sú stúlka, sem hefir á annað borð ráð á að fá sér ný föt, getur alveg eins haft fötin góð; því að ef hún fær sér föt úr lélegu efni, kostar það það eitt, að þau fara henni ver eftir skamma stund og duga margfalt ver. Það er augljóst, að með þeim breytingum, sem tízkan er undirorpin, er litt hægt að setja reglur um það, hvemig konur eigi að klæðast. Nokkrar aðalreglur er þó hægt að gefa, — t. d. vita allir það, að feit kona má ekki ganga í þverröndótt- um kjól (því að það gerir hana enn breiðari), né mjög há kona í langröndóttum kjól. Eins ættu gildar konur að forðast köflótt efni, en þó er það eftirtektarvert, að stórköflótt efni breikka ekki líkamann eins mikið og smáköflótt. E. Smekklegur útikjóll. Þessi útikjóll er einkar klæðilegur. Hann er úr dökku efni. Hanzkar, veski og hattur em í stíl við kjólinn. Stína gefur hundinum á hann.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.