Vikan


Vikan - 27.06.1940, Blaðsíða 6

Vikan - 27.06.1940, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 26, 1940 því upp, $.5 hún yrði að vinna fyrir sér sjálf. Þann 20. febrúar lauk Jack við próf- arkalesturinn að „Sögum frá Klondike", sem varð nafnið á fyrstu bókinni hans. Daginn eftir var hann viðstaddur jarðar- för Fred Jacobs, og hitti þar unnustu Jacobs, Bessie Madden, laglega, írska stúlku, sem Jack hafði hitt nokkrum sinn- um áður. Morguninn eftir fékk Jack bréf frá Mabel, sem var vinkona Bessiear, þar sem hún bað hann að heimsækja Bessie og gera allt, sem hann gæti til að létta henni raunirnar. Sama kvöldið fór hann í heimsókn til Maddern-f jölskyldunnar. Bessie Maddem hafði verið kennslukona í þrjú ár. Hún var hraustleg, rólynd, næst- um daufgerð stúlka, með hlýleg, angur- vær augu, og dálítið eldri en Jack. Bessie syrgði Fred, og Jack syrgði hina vonlausu trúlofun sína og Mabelar. Það féll vel á með þeim, og þau undu vel í návist hvors annars. Áður en langt leið, fóm samfundir þeirra að verða tíðari. Þau lásu saman og ræddu um bókmenntir, og stund- um, þegar Jack átti peninga, fóru þau út að skemmta sér. Þó að Jack hjólaði enn þá til San Jose einu sinni í viku, hlakkaði hann þó alltaf til að hitta Bessie aftur. Hún leiðrétti nú öll handrit hans; henni féllu sögur hans vel í geð, og hún trúði blint á, að hann mundi verða einn af mestu rithöfundum heimsins, og þá trú missti þún aldrei. Jack gerði sér vonir um, að „Sögur frá Klondike“ mundu gefa honum góðar tekj- ur, og hann ákvað því að flytja í stærra hús. Þau Flóra fundu tveggja hæða hús skammt frá, sem í var dagstofa með frönskum hurðum, og herbergi, sem hægt var að gera úr vinnustofu handa Jack. Bessie hjálpaði til að gera vinnustofuna skemmtilega og vistlega. Kvöldið áður en þau ætluðu að flytja inn, vom Eliza og Bessie önnum kafnar við að hengja upp gluggatjöld í vinnustofunni, en Jack lá endilangur á gólfinu. Eliza snéri sér við til að taka upp stöng af gólfinu og tók þá um leið eftir því, að Jack horfði með sér- kennilegum, vakandi svip á Bessie. 1 einu vetfangi sá systir hans, sem frekar hafði þó verið honum móðir en systir, á augna- ráði hans, að hann hafði tekið ákvörðun, og henni varð undir eins ljóst, hvað það var. Hún varð því ekki vitund undrandi, þegar Jack kom til hennar daginn eftir, og sagði hanni, að hann ætlaði að kvænast Bessie Maddem. Þegar Jack og Mabel höfðu á sínum tíma ákveðið að giftast, var það ekki ein- ungis vegna þess, að hann elskaði hana, heldur einnig af því, að hann vildi fyrir hvern mun kvænast. Hann hafði kynnst lífinu meira en vænta mátti af tuttugu og f jögra ára gömlum manni. Hann hlakkaði svo mikið til að verða faðir, að jafnvel á flækingsdögum sínum hafði hann skrifað í vasabókina sína um þessa löngun sína 1 til að eignast böm. Jack og Bessie vom einlæg hvort við annað. Þau gerðu sér ekki neinar tálvon- ir um rómantíska, eldheita ást. Þau vissu vel, að Bessie elskaði Fred enn þá, og að Jack elskaði Mabel. En þeim þótti vænt hvoru um annað, virtu hvort annað, og þau fundu, að þeim mundi auðnast að skapa farsælt hjónaband. Jack og Bessie vom gefin saman á sunpudegi, einni viku eftir að hann hafði tekið ákvörðun sína. Flóra varð svo reið yfir að sonur hennar skyldi yfirgefa hana, eins og hún komst að qrði, að hún neitaði að vera við vígsluna. Brúðhjónin fóru í þriggja daga brúðkaupsferð á hjólum upp í sveit. Bessie hélt áfram að taka nemendur til kennslu, og þannig gat hún hjálpað til að Á þessum farar- tækjum fóru ný- giftu hjónin í langa brúðkaups- ferð. sjá fyrir heimilinu, þegar tekjur Jacks brugðust. Á kvöldin leiðrétti hún handrit hans og vélritaði þau, las nýútkomnar bækur, svo að hún gæti rætt um þær við hann, afritaði nokkur af þeim kvæðum, sem honum líkaði bezt, og batt mörg hundruð af þeim inn í rauð spjöld, safnaði og batt inn tímaritsgreinar um hagfræði- leg og pólitísk málefni, bjó út myrkra- klefa og lærði að framkalla myndir. Bessie sagði árið 1937: „Ég elskaði ekki Jack, þegar ég giftist honum, en það leið ekki á löngu, áður en ég fór að elska hann.“ Það lítur út fyrir að hamingjan hafi fylgt hjónabandinu, því að í maí tókst Jack að koma tveim sögum í vinsælt og mikils- metið tímarit, sem hét „McClure’s Maga- zine“. McClure keypti af honum „Konu- dáð“ og „Lögmál lífsins" og skrifaði Jack: „Við höfum mikinn áhuga fyrir yður, og við viljum gjaman láta yður finna, að þér eigið einlæga vini hér í New York. Ég vil gjaman biðja yður að skoða okkur sem umboðsmenn yðar framvegis. Ef þér viljið senda okkur allt, sem þér skrifið, skulum við nota allt, sem við getum, og það sem við ekki getum notað sjálfir, skulum við reyna að koma út með sem beztum kjör- um.“ Dásamlegra bréf gat enginn ungur rit- höfundur vænst til þess að fá. Jack tók líka McClure á orðinu. Hann tíndi saman fullan kassa af handritum og byrjaði að skrifa nýjar sögur, sem þegar höfðu þrosk- ast í huga hans. McClure keypti safn af ritgerðum, hagfræðilegs eðlis, og borgaði honum alls 300 dollara fyrir það. Það var sú stærsta peningaupphæð, sem Jack hafði nokkm sinni eignast. ; Þegar „Sögur frá Klondike" komu út vorið 1900, hlaut hún strax ágæta- dóma. Einn ritdómari skrifaði: „Sögur háns eru þrungnar af dularmögnun og náttúrufeg- urð hinna víðáttumiklu norðíægu landa. Megin þátturinn er alltaf harmsögulegs eðlis — eins og raunar alltað er í veru- leikanum, þegar karlmenn heyja miskunn- arlausa baráttu við frumstæð öfl náttúr- unnar. Hann hefir til að. bera mikið af ímyndunarafli Kiplings og frásagnarhæfi- leika, í lýsingu sinni á hinu broslega og harmsögulega í lífinu í Klondike. En hann er gæddur þeim hárfína og glögga skiln- ingi á hversdagslegum atburðum hetjulífs- ins, sem sjaldan verður vart hjá Kipling. Hvílík óvænt hamingja, að honum skuli þegar vera hkt við átrúnaðargoð sitt og læriföður! En mitt í gleði sinni yfir þessu gaf hann sér þó tíma til þess, að reiðast ritdómaranum, af því að hann hafði ekki skilið í hverju snilligáfa Kiplings væri raunverulega fólgin, og hann skrifaði hvassorða svargrein. Hann hafði oft langað til að reyna sig á langri skáldsögu, en það tekur allt að því eitt ár að skrifa slíka skáldsögu, og á meðan fást engar tekjur í aðra hönd. Nú skrifaði hann McClure og skýrði hon- um frú vandræðum sínum. McClure svaraði samstundis: „Við erum fúsir til að borga yður fyrir fram fyrir skáldsöguna, og þér getið sjálfir sett skil- málana. Við erum fúsir til að senda yður ávísun á 100 dollara á mánuði í fimm mánuði, og ef þér álítið, að þér komist ekki af með minna en 125 dollara, getum vér einnig fallist á það.“ Rétt í þann mund trúði Bessie honum fyrir því, að hún gengi með barni. Jack varð himinhfandi og vissi samstundis, að það mundi verða drengur. Tveim vikum eftir, að Bessie hafði fært honum þessi tíðindi, byrjaði hann á fyrstu skáldsögu sinni „Snædrottningin". Þó að Jack væri nú í öllum atriðum orð- inn kunnugur því, hvað það er að vera bundinn, og þurfa að sjá fyrir fjölskyldu, hafði hann gleymt að taka það með í reikn- inginn, að enn þá hefir aldrei verið byggt eldhús nógu stórt handa tveim konurn. Flóra lenti í hörðum deilum við konu hans. Flóra, sem möglunarlaust hafði þolað hungur og skort, þegar heimilið var alls- laust, áleit nú, að henni bæri launin, en í stað þess hafði Jack komið með aðra konu inn á heimilið. Tuttugu árum eftir dauða Jack sagði Bessie: „Ef ég hefði stjanað við Flóru, látið allt eftir henni og lofað henni að stjóma heimilinu, hefði okkur sjálfsagt getað komið vel saman. En ég var ung og vildi gjarnan reynast manninum minum vel. Þess vegna kom til árekstra á milli okkar.“ Stundum bámst reiðiþrungnar raddir þeirra um til Jacks og rændu hann öllum vinnufriði. Þá fór hann út og heim til Elízu og grátbað hana um að stilla til friðar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.