Vikan


Vikan - 27.06.1940, Blaðsíða 11

Vikan - 27.06.1940, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 26, 1940 11 Edgar Wallace við skrifborð sitt. Framhaldssaga eftir EDGAR WALLACE: Maðurinn, sem keypti London. „Augnablik." Hár, laglegur maður, sem þjónninn var að af- greiða við næsta borð, brosti, þegar hann heyrði samtalið. Hann var gráhærður og leit því út fyrir að vera eldri en hann var í raun og veru, en hann lét það ekki á sig fá, því að hann var ekki lengur á þeim aldri, sem útlitið skiptir miklu máli. Margra augu litu á hann, þegar hann stóð upp og bjóst til að fara. En hann virtist ekki gera sér ljóst, hve mikla eftirtekt hann vakti, en hafi svo verið, virtist það að minnsta kosti ekki hafa nein áhrif á hann. Með grannan vindil á milli reglulegra, hvítra tannanna ruddi hann sér braut í gegnum veitingasalinn og fram í anddyrið. „Hver skollinn!“ sagði maðurinn, sem hafði kvartað við þjóninn. „Þetta er maðurinn," og hann sneri sér við á stólnum, til þess að horfa á eftir honum. „Hver?“ spurði félagi hans og braut saman blaðið. „King Kerry,“ sagði hinn, „ameríski miljóna- mæringurinn.“ King Kerry labbaði út í gegnum vængjahurðina og hvarf í mannfjöldann. Prúðbúinn maður, fríður sýnum og tignarlegur, gekk í humátt á eftir honum. 1. KAPlTULI. Maðurinn, sem gaf ölmusur. Nóttin var dottin á i West End. En þó að út- hverfin væru fyrir löngu myrkri hulin — hjúpuð dauðaþögn eyðimerkurinnar, þar sem ljósglætan og hávaðinn frá veitingahúsunum var eina lífs- markið -— var Strand ennþá ein óslitin fólksiða, sem þráði að kynnast dulmögnuðum leyndardóm- um næturinnar, leyndardómunum, sem skáldin lýsa svo lokkandi, en valda oftast vonbrigðum í raunveruleikanum. Þessi eyðilegu úthverfi höfðu öll lagt sinn skerf til fólksiðunnar, sem streymdi inn að hjarta Lundúnaborgar, til þess að horfa á hið spillta næturlíf hennar. Enginn efaðist um að spilling þess væri mikil. Fölleitar búðarstúlkur í fylgd með piltunum sínum, holdugar frúr með mönnum sínum, glaðvær æskulýðurinn, frá óteljandi heim- ilum úthverfanna. — Allt skildi það þýðingu þessarra tveggja orða: West End. Það baðaði sig í endurskininu af glæsileik auð- mannastéttarinnar, og horfði með augljósri öfund á hljóðlausa skrautbílana, sem fluttu þetta glæsi- lega fólk úr leikhúsunum á gildaskálana. Það skemmti sér við skrautljósin, dillandi hláturinn og kliðinn, sem barst út úr veitingasölunum út á götumar. 1 raun og véru ofbauð því allt þetta óhóf, þessu fólki, sem gekk fram og aftur um göturnar, en það hafði nú samt gaman að því. Öll þessi eyðsla nam upphæðum, sem það ekki einu sinni gat ímyndað sér. Peningar — peningar — peningar! Auglýsinga- spjöldin vom spegilmynd af lífinu í West End. „Fræg leikkona tapar skartgripum, sem eru 20 þúsund punda virði“, stóð á einu þeirra. „Stór- kostleg fjársvik," stóð á öðru, en það, sem vakti mesta athygli, var spjaldið frá „Monitor". King Kerry kaupir London! (Monitor á einkaréttinn.) Auglýsingaspjaldið sogaði fólksiðuna að sér. Fólk af öllum stéttum hrifsaði út blaðið. Menn lásu það og töluðu um það fullir undrunar. „King Kerry kaupir London,“ sagði einhver. „Ég vildi óska, að hann keypti þetta veitinga- hús og kveikti í því,“ sagði sá, sem sat á móti honum og barði með gafflinum í borðið. „Þjónn, hvað ætlið þér að láta mig bíða lengi?“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.