Vikan


Vikan - 04.07.1940, Síða 1

Vikan - 04.07.1940, Síða 1
n EFNISYFIRLIT er á blaðsíðu 2. Nr. 27, 4. júlí 1940 Vi k a fF* i . m I .. SMÁSAQA eftir Skyrtuhncippar adele leeuw, . . . . valda pví, að ung stúlka fremur innbrot, og trúlofun fer út um púfur. r Iþriðja skipti byrjaði Jill á konumynd- inni á teikniborðinu. Hún mundi greini- lega, að hún hafði heyrt sjálfa sig segja: — Þér getið verið alveg rólegur, herra Elkins, ég skal vera búin með mynd- ina í fyrramálið klukkan níu. Þá hafði henni fundizt þetta sjálfsagt, en nú var hún sannfærð um, að hún hafi ekki getað verið með öllum mjalla. Klukkan var orðin þrjú og ennþá hafði ekkert gengið. Það boðaði eina vökunótt upp á svart kaffi. Síminn hringdi. Hún hrökk við og gerði ósjálfrátt langt strik yfir þvera myndina. Nú var hún neydd til* að byrja á nýrri mynd! Hún svalaði reiði sinni á heyrnartækinu. — Halló — ég anza engum rukkurum — Halló, glókollur. Hún þekkti rödd Peter Warings. — Heyrðu, er Madge heima ? — Madge er e k k i heima, sagði hún með áherzlu. — Þú veizt það vel, að hún er úti að vinna. — Hún sagðist mundi koma snemma heim í dag, sagði Peter. — Heyrðu, Jill, viltu gera mér greiða? Jill leit örvæntingarfull á teikniborðið. — Allt, nema stökkva út um gluggann. Hvað er það? Honum gekk bersýnilega illa að koma orðum að því. Jill gerði sér í hugarlund, að hann vildi ekki láta það heyrast á skrif- stofunni — en hún komst þó að meining- unni. Húsbóndi hans hairði boðið honum til Framhald á bls. 13.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.