Vikan


Vikan - 24.10.1940, Síða 3

Vikan - 24.10.1940, Síða 3
VIKAN, nr. 43, 1940 3 Esja heil úr hafil Sjaldan hafa Islendingar beðið skipakomu með jafnmikilli eftirvæntingu eins og nú að undanförnu. Enda var mikið í húfi. Börn og konur og karlar, hálft þriðja hundrað manna, var á leið heim úr greipum styrjaldarhættunnar. Esja og hin mjög rómaða skipshöfn hennar hafa lokið þessu hlutverki sínu með mestu prýði og sá eini skuggi virðist á heim- komunni, að öllum skyldi ekki hleypt umyrðalaust í land, svo að móttökur gætu farið fram og þessum löndum mætti fagna á við- eigandi hátt. Lengi hefir þessi hópur þráð að komast heim og orðið fyrir ýmsum vonbrigðum og erfiðleikum í sambandi við það, og lengi hefir fjöldi fólks beðið með óþreyju eftir ættingjum og vinum. Það eru rammar taugar, sem draga föðurtúna til. Gort lávarður heldur liðskönnun á meðal foringjaefna á liðsforingjaskólanum. „Tígrisdýrið" Gort lávarður, sem hingað kom á þriðju- daginn þann 15. þ. m., er eftirlitsmaður með brezka heimahernum og mun hafa komið hingað til að líta eftir hjá brezka setuliðinu hér. Gort lávarður, eða ,,tigrisdýrið“, eins og nemendurnir á liðsforingjaskólanum köll- uðu hann, hefir verið formaður herfor- ingjaráðsins síðan í desember 1937 og vakti sú útnefning mikið umtal, því að mörgum þótti gengið fram hjá sér, en hjá öðrum vakti það hrifningu. Til dæmis sagði Ian Hamilton hershöfðingi: „Loksins höf- um við fengið yfirmann, sem er 100% her- maður!“ Og jarlinn af Cavan sagði: „Ég er ekki í minnsta vafa um það, að Gort lávarður er bezti hermaðurinn, sem til er í brezka hernum.“ Gort hefir fengið fjölda heiðursmerkja fyrir hreysti og hernaðarafrek. Foringinn og liðs- foringjaefni hans. I viðurvist yfirmanna landhers, flughers og flota veitir Hitler liðs- foringjaefnum hinna þriggja deilda þýzka hersins áheyrn, íkansl- arahöllinni. Foringinn er að tala við hina verðandi foringja þýzka hersins.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.