Vikan


Vikan - 24.10.1940, Side 5

Vikan - 24.10.1940, Side 5
VIKAN, nr. 43, 1940 5 Sögurnar, sem aldrei voru skrifaðar. „Eina ástæðan til þess að ég held áfram að skrifa, er sú, að ég er nauðbeygður til þe3S.“ Jack London var með ráðagerð á prjón- unum um það að stofna samyrkjubú. Hann ætlaði aðeins að taka menn, sem voru einlægir og heiðarlegir í trú sinni á moldina. Hann ætlaði að byggja hús handa sérhverjum þeirra. Það átti að vera sam- eiginleg útsala, þar sem afurðirnar yrðu seldar með framleiðsluverði. Tala fjöl- skyldnanna átti einungis að takmarkast af því hvað mörgum jörðin gæti framfleytt. „Ég vona, að einhverntíma á næstu sex eða sjö árum takist mér að láta búgarð- inn bera sig.“ Hann kærði sig ekki um að fá aftur þá 250 þúsund dollara, sem hann hafði lagt í búgarðinn; hann var ánægður ef hann gat látið búgarðinn bera sig með samyrkjubúi, sem borið væri uppi af ást bændanna til moldarinnar. En ólánið elti hann sífellt. Þó að hann hefði leitað ráða hjá sérfræðingum, dóu öll svínin hans úr lungnabólgu. Verðlauna- nautið hans hnaut í básnum, festi annað hornið á milli rimlanna og datt og háls- brotnaði. Allar angorageiturnar hans urðu veikar og drápust. Kynbótahesturinn hans, sem fengið hafði fjölda verðlauna, og sem honum þótti eins vænt um og hann hefði verið maður, fannst dauður í haganum. Reynslan leiddi í ljós, að það hafði verið misráðið af honum að kaupa sér svona marga kynbótahesta, og vinnuhestarnir reyndust illa. Hann hafði plantað út 140 þúsund eukalyptustrjám, þar sem áður höfðu verið vínakrar, af því að hann hafði gert ráð fyrir, að eftir tuttugu ár gæti hann grætt stórfé á þeim, án þess að nokk- uð þyrfti að hugsa um þau. En nú voru þau ekki meira virði en hver annar viður til eldsneytis, af því að áhugi sá, sem f jár- málamenn höfðu á þessari sérstöku trjá- tegund var horfinn. Hann haf ði beðið ósigur — og hann vissi það —, en hann vildi ekki viðurkenna það. Til þess að afla peninga, svo að búskapur- inn færi ekki í hundana, skrifaði hann nú meira en 1000 orð á dag. Áður hafði hann lifað og hrærzt fyrir ritstörfin, en nú fannst honum það eins og að drekka eitur, ef hann þurfti að setjast við skrifborðið. „Eina ástæðan til þess að ég held áfram að skrifa, er sú, að ég er nauðbeygður til þess. Ef svo væri ekki mundi ég ekki skrifa eina línu framar. Það geturðu verið viss um.“ Ritdómararnir og lesendurnir voru líka farnir að þreytast á honum. Þegar hann hafði lokið við „Þrjú hjörtu“, skrifaði hann: „Þetta er afmælis- og hátíðarbók. Með henni held ég hátíðlegt fjörutíu ára afmæli mitt, útgáfuna á fimmtugustu bók- inni minni og sextánda ár mitt sem rit- höfundar.“ Nokkrum dögum seinna skrif- Q Nakata, hinn japanski þjónn Jacks London, sem stóð dyggilega við hlið húsbónda sins í nærfelt sjö ár, og sem Jack fór með eins og son sinn. aði hann:- „Um langt skeið hefir engin af bókum mínum orðið sölumetsbók. Eru bækur annarra rithöfunda betri en mínar ? Eru lesendurnir farnir að þreytast á mér?“ „Mánadalurinn“ var sú síðasta af bókun- um hans, sem fengið hafði góða dóma. Gagnrýnanda, sem sýnt hafði honum sann- girni, skrifaði hann: „Þér eruð eini mað- politan Magazine“ um það, að láta þá hafa tvær skáldsögur á ári í fimm ár, en hann var nú svo ofhlaðinn störfum, að einka- ritari hans, Jack Byrne, skrifaði manni, sem vildi fá hann til að hrinda af stað nýju fyrirtæki: „Útgefendur hans hafa ákveðið hvaða vinnu hann eigi að íeysa af hendi, og hann er þeim samningsbund- inn mörg ár fram í tímann.“ Þegar hann var tuttugu og f jögra ára hafði hann vald- ið byltingu í efnisvali tímaritanna. Nú svaraði hann bréfi frá verðandi rithöfundi með þessum orðum: „Ef þér æthð að skrifa handa tímaritunum, þá verðið þér að skrifa það, sem þau vilja birta.“ Menntaskólakennslukonu, sem skrifaði honum og bað hann um stuðning í bar- áttunni gegn stjórnmálaspillingunni, svar- aði hann þannig: „Það eru nú liðin ekki svo fá ár síðan ég hóf baráttuna gegn stjórnmálaspillingunni og fyrir réttlæti til handa öllum mönnum. Mér finnst ég vera eins konar brautryðjandi, þegar ég lít yfir þessa margra ára baráttu. Ég vil ekki bein- línis halda því fram, að ég hafi beðið ósig- ur í brautryðjendastarfi mínu, en ég er ekki lengur eins og æskan, sem hyggur sig geta sigrað óvininn með leiftursókn á einum degi. Eg er einn þeirra brautryðj- enda, sem ekki láta sig dreyma um að sjá endalok baráttunnar eða gera sér nokkra grein fyrir því, hvenær henni muni vera lokið.“ Öðrum vini sínum, sem reynt hafði að fá hann til að taka þátt í skipulagðri árás á trúarbrögðin skrifaði hann: „Mér finnst, að baráttan gegn trúnni sé fjarlæg og gleymd barátta, sem háð er einhvers staðar á hala veraldar. Ég held, að þú sért að berjast við andstæðing, sem frá sjón- armiði skynseminnar hefir þegar beðið ósigur.“ Mary Austin, sem kvartaði yfir því, að beztu verk sín væru algerlega misskilin, svaraði hann: „Það bezta, sem hjarta mitt og heili hafa skapað, hefir allt verið mis- skilið af öllum þeim, sem lesa bækur hér í þessum heimi, en ég læt það ekkert á mig fá. Ég læt menn dást að mér vegna hrottaskapar míns og fjölda annarra eig- inleika, sem alls ekki finnast í verkum mínum. Þeir, sem standa einir, eiga ekki um neitt að velja. Mér virðist, að allir spá- menn og meistarar allra tíma hafi orðið að standa einir, nema þegar þeir voru grýttir eða brenndir á báli.“ Þegar hann fékk reiðiþrungin og von- svikin bréf frá áhangendum sínum, út af . „Litlu frúnni í stóra húsinu“ — því að þeir urinn í Bandaríkjunum, sem virðiðt „Spennistakkinn" svo mikils að skrifa um!| fleygðu blátt áfram tímaritinu, sem hún hann af sanngirni. Allir hinir gagnrýnend- '’birtist í í ofninn — beit hann frá sér eins urnir hafa sagt, að „Spennistakkurinn“ væri hrottaleg og blóði drifin bók, svo and- styggileg, að engir aðrir en úrkynjaðir vesalingar gætu lesið hana. Ef sögurnar mínar eru hrottalegar, þá er það af því að lífið er hrottalegt. Raunar finnst mér lífið vera máttugt en ekki hrottalegt, og ég reyni að gera bækur mínar eins mátt- ugar og lífið.“ Hann hafði gert samning við „Cosmo- ’Og sært dýr? „Látið mig segja ykkur það hreinskilnislega, að ég er hreykinn af að hafa skrifað „Litlu frúna“. Það sem enginn vissi nema Eliza, var, að hann þjáðist af stöðugum ótta við að verða vitskertur. Og óttinn óx, þegar hann sannfærðist um það, að móðir hans væri ekki með öllum mjalla. Hvað eftir annað sagði hann grátklökkur: „Eliza, ef ég verð vitskertur, þá lofaðu því, að senda mig

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.