Vikan


Vikan - 05.12.1940, Blaðsíða 3

Vikan - 05.12.1940, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 49, 1940 Degar ljósin slökknuðu í nætur- klúbbnum, varð það upphaf ör- lagaríks atburðar í pessari sögu^gp Strax í upphafi hélt ég, að þú værir eins og flestir aðrir. Þeir kæra sig kollótta um það, sem markvert er að sjá á heimssýningunni. Þeim þykir gaman að slá um sig með peningum í veitinga- sölunum, panta þetta eða hitt og reyna að komast í kunningsskap við stúlku, í því augnamiði að hitta hana seinna .. . Mér datt aldrei til hugar að fara út til þess að skemmta mér með slíkum mönnum. En þú varst allt öðruvísi. Þú komst, settist við borðið og pantaðir og leizt alls ekki á mig. Þú varst eins og hugur þinn væri víðs fjarri og þú kæmir ekki auga á það, sem næst þér var. Þú varst sá fyrsti þennan dag, sem ekki slóst um þig með fyndni um ljóshærðar stúlkur og menn, sem eru hrifnir af þeim. Ég hafði mikið að gera og þegar ég kom til þín varst þú eins og þú værir höggvinn í stein. Þú lyftir glasinu, tæmdir það og sagðir: ,,Látið mig fá eitt glas í viðbót —.“ Og þá horfðir þú á mig. Þú starðir á mig höggdofa, eins og þú hefðir séð veru úr öðrum heimi. Trúirðu því, að mér fannst það óþægilegt? ,,Ungfrú,“ sagðir þú. Ég hellti í glasið þitt aftur og reyndi að líta ekki framan í þig. Ég hugsaði: Svona horfa menn ekki á stúlkur, sem þeir vilja aðeins skemmta sér með. ,,Það er heitt í dag,“ sagði ég, til þess að segja eitthvað. En þú horfðir á mig eins og þú hefðir ekki heyrt það, sem ég sagði. „Snú- ið höfðinu — til hægri,“ sagðir þú. Ég gerði það og síðan til vinstri. „Heyrið þér mig, ungi maður, hvaða leikur er þetta annars?“ spurði ég. Þú greipst andann á lofti honum peninga. En um það var ekki að ræða. Við hittumst við gosbrunninn og þú sagðir: „Mér þykir vænt um, að þér kom- uð, ungfrú . . .“ Ég sagðist heita Alma Thomas. „Og ég heiti McNeil og er leyni- lögreglumaður. Kallið þér mig Mac,“ sagð- ir þú. Þú sagðist ætla að vera fullkomlega hreinskilinn við mig. Þú talaðir um, að ég væri falleg stúlka, en það væri ekki þess vegna, að þú vildir hitta mig, heldur ætl- aðir þú að biðja mig um að gera þér mik- inn greiða. Þú baðst mig um að hitta þig í frægum næturklúbb um kvöldið. Ég átti að vera í rauðum kjól og setja hárið upp öðru vísi en venjulega: hátt að framan og lítinn hnút í hnakk- anum og mála varirnar ofurlít- ið meira en ég var vön. „Og og ég sá, að þú krepptir hnefann og hnúinn hvítnaði. „Nei,“ sagðir þú. „Þetta er eng- inn leikur. Það er mjög alvarlegt mál. Ég þarf að tala við yður.“ Ég sagði: „Gjörið þér svo vel. Það er enginn, sem hindrar yður í því. Hingað koma margir og þurfa flestir margt að segja.“ Svo þagnaði ég. Ég skammaðist mín fyrir, að hafa talað svona við þig. Þú varst svo undarlegur á svip. „Ég þarf að tala við yður, ungfrú,“ sagð- ir þú. Ég brosti, en reyndi að vísa þér á bug. „Því miður,“ sagði ég. Þá sýndir þú mér merki, sem var falið innan undir frakkalafi þínu og nú vissi ég, að þú varst leynilögreglumaður. Og ég lofaði að hitta þig klukkan fimm. Fyrst hélt ég, að það væri eitthvað í sambandi við pabba, því að fyrir nokkrum árum lenti hann í hönd- um þorpara, sem reyndu að þvinga út úr þá verðið þér falleg, ljómandi falleg, alveg eins og hún . . .“ Ég vissi ekki, við hvað þú áttir. Þú varst harðneskjulegur og blíður í senn. Ég skildi þig ekki — fyrr en síðar. Þú sagðir: „Ég hringi í næturklúbbinn og panta borð í yðar nafni. Þegar þér kom- ið þangað, getið þér sagt, að þér bíðið eftir öðrum, sem komi seinna. En þér skuluð ekki vera þar fyrr en klukkan tólf. Þá fer fram danssýning. Ef þér sjáið mig, skuluð þér láta eins og þér þekkið mig ekki. Bíðið þangað til ég gef mig á tal við yður. En ef einhver annar kemur og biður yðar ein- hvers, þá skuluð þér segja já. Verið ekki kvíðafullar. Munið, að ég verð alltaf í námunda við yður og sleppi ekki af yður augunum. Þú bauðst mér fimmtíu dollara fyrir þetta og ég sagði: „Fyrir þessa upphæð

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.