Vikan


Vikan - 05.12.1940, Blaðsíða 5

Vikan - 05.12.1940, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 49, 1940 5 Sérvitringurinn Antoine. Leiksviðið er hótelherbergi í New York. Hinn frægi listamaður og hár- greiðslumaður Antoine er að veita blaðamönnum viðtal. Sölustjóri hans í Ameríku hefir krafizt þess, að eitthvað óvenjulegt komi fyrir, — að hann skapi nýja hárgreiðslu á meðan myndavélar blaðamannanna eru í fullum gangi. Fyrir- myndin situr tilbúin. Allt í einu grípur Antoine greiðu, tekur um hár stúlkunnar með annarri hendinni og strýkur það upp frá hnakkanum með hinni. Nú byrja ljós- blossarnir að leiftra. Langir, kröftugir fingur Antoines handleika greiðu, nálar og skæri — og þegar hann er búinn, hefir hann skapað nýtt listaverk: Uppgreidda hárið, sem farið hefir eins og eldur í sinu um allan heim tvö síðustu árin. Fram að þeirri stundu, að Antoine greip um hár stúlk- unnar, hafði hann ekki hug- mynd um, hvað hann ætlaði að gera. En árangurinn vakti feikna athygli og Ant- oine segir blaðamönnunum, að skýjakljúfar New York- borgar hafi gefið sér hug- myndina. Kvenþjóðin í Ameríku þorði þó ekki að taka upp þessa nýju hárgreiðsluað- , ferð. En Antoine tók hug- myndina með sér heim til Parísar og vann þar frekar að henni. Hann hóf sam- vinnu við tízkuhúsin Schia- parelli og Vionnel og hatta- saumakonuna Suzanne Tal- bot, og í sameiningu unnu þau að þessari nýju hár- greiðsluaðferð. Sýningar- stúlkur Schiaparellis notuðu eingöngu hárgreiðsluaðferð Antoines og hattar frú Tal- bots nutu sín aðeins við upp- greitt hár. Loks þegar hár- greiðslan hafði náð út- breiðslu í París, tók ame- ríska kvenþjóðin hana upp líka. Og Antoine hafði enn einu sinni skapað sér viðurkenn- ingu sem höfundur að nýjum stíl í hárgreiðsl- unni. Að Antoine sé hinn mikli listamaður á sviði hárgreiðslunnar, vita allar konur, sem eitthvað fylgjast með í þeim sökum. Hann er jafnframt eini hár- greiðslumaðurinn, sem franska stjórnin hefir sæmt heiðursmerki, og Roosevelt hefir boðið til sín í Hvíta húsið. En list hans hefir ekki aðeins fært honum heiður og frægð. Tekjur hans eru nálægt einni milljón króna á ári; hann á hús í París, landset- ur við Gravigny og sumarhöll við Rivera- ströndina. Hin heimskunna hárgreiðsiu- stofa hans í 5 rue Cambon hefir útibú í London, Marseille og Cannes. Umboðs- menn hans í Ameríku hafa sett á stofn 25 Antoine de Paris hárgreiðslustofur víðs- vegar í Bandaríkjunum, og fegurðarvörur, sem bera hans nafn, eru 60 talsins og gefa honum aðeins í Evrópu 250,000 krónur í árstekjur — glæsilegur árangur, sem byggður er á frumleik og smekkvísi. Antoine er aldrei nefndur með eftirnafni Hárgreiðslu- maðurinn, sem gekk með svartlakkeraðar neglur og svaf í glerkistu. Antoine uppgötvaði snemma mátt auglýsinganna, og hann hefir gert allt til að vekja eftirtekt á sér. Hér sést hann við minnisvarðann yfir gröf sinni, „Líkami og sál“, sem hann sjálfur gerði frumdrög að. Vinstra megin er ein af lakk- hárgreiðslum þeim, sem fyrst vöktu athygli á honum. sínu, sem er Cierplikowski og er pólskt. Sautján ára gamall var hann orðinn fræg- asti hárgreiðslumaður Varsjáborgar, en þegar hann kom til Parísar, hafði frægð hans í Varsjá engin áhrif. Hann fékk at- vinnu á hárgreiðslustofu í rue Lafayette fyrir tvo franka á dag. En það leið ekki á löngu áður en húsbóndi hans kom auga á hinn óvenjulega frumlega sköpunar- hæfileika hans, og sendi hann til Trouville, sem var glæsilegasti baðstaður Frakk- lands. Þar skapaði hann alger- lega óvænta og nýja tízku. Hin fagra ástmey prinsins af Lignes kom til Antoine til að láta greiða sér. Hún var í öngum sínum, því að nýjasti Parísarkjóllinn henn ar var nýkominn, en hattur- inn, sem nota átti við kjól- inn, hafði týnzt á leiðinni. Þetta var næsta alvarlegt, því að í þá daga var það óhugsanlegt, að kona léti sjá sig opinberlega nema með stóran, fjaðurskreytt- an hatt. En Antoine hjálpaði henni úr vandanum. Hann setti hið fallega, þykka hár henn- ar upp í alls konar dúllur og lokka, og prinsinn varð svo hrifinn, af þessari nýju hárgreiðslu, að hann sagði, að engin nauðsyn væri á að nota hatt. Þau fóru svo og borðuðu á Casino, þar sem allra augu mændu á þau, en enginn dirfðist að setja út á prinsinn og tízka Antoines hafði sigrað. Antoine var nú sendur til Biarritz. Þar hitti hann litla, franska handsnyrtidömu, sem jafnframt var sérfræð- ingur í hárþvotti. Þegar ferðamannatíminn var úti, fór hún til London. Antoine fór á eftir. Þau giftust og héldu skömmu síðar aftur til Parísar. Þar ákváðu þau að opna eigin hárgreiðslustofu. I 5 rue Cambon fundu þau tóma íbúð, sem hæfði þeim ágæt- lega. Þau fluttu þangað inn. Antoine annaðist greiðsl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.