Vikan


Vikan - 05.12.1940, Blaðsíða 13

Vikan - 05.12.1940, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 49, 1940 13 1. þáttur: Faðirinn: Nú er hann Magnús litli kominn á skrifstofuna til min. Móðirin: Jœja — er það ekki þessi, sem stamar? Faðirinn: Jú — og það er það eina, sem hann kann. Móðirin: Hvers vegna varstu þá að taka hann? (Faðirinn dregur augað í pung). M.: Hefir farið ryk í augað á þér? F. (lítur til dyranna): Þei, þei! M.: Ég var ekki að segja neitt. F. (kemur nær): Þú veizt að faðir hans er forrikur, og Adam er einka- barn. M. (utan við sig): Adam Poulsen! F.: Slúður! Adam Búrfells, nýi bréflokarinn og frimerkjalímarinn minn! M.: Stamar hann ekki á höndun- um, þegar hann er að líma frímerkin á bréfin ? F.: Vertu nú alvarleg! (hvíslar): Það er framtíð Evu okkar, sem um er að ræða. M. (hlær): Ha! ha! Adam og Eva! F.: Þei, þei! Eva má ekkert vita um það! Ég er að hugsa um að gera Adam að tengdasyni okkar og ef til vill að nokkurs konar hluthafa. Þá fæ ég Búrfells gamla til þess að leggja peninga í verzlunina og styrkja hana. M.: Og þess á aumingja Eva að gjalda! F.: Uss, hún lifir eins og blóm í eggi og verður auðsmannskona! M.: Veiztu nokkuð hvað blóminu i eggi liður, þegar eggið er soðið í 3(4 mínútu ? Hefirðu minnst á það við hana? F.: Nei, en ég ætla að biðja þig um að undirbúa hana og skýra málið fyrir henni. Ég bauð Búrfells litla til miðdegis í dag. M.: Þá verður víst að vera vatn á borðinu ? F.: Hvað meinarðu ? M.: Til þess að liann geti skolað niður frímerkjaliminu. F.: Della! — Nú fer ég! Þú talar við Evu! 2. þáttur. M. (kallar): Eva! Hún (kemur in.i, snyrtir á sér rós- rauðar neglumar): Hvað viltu, mamma? M.: Seztu! Hún: Ég vil heldur standa. Það gerir mann grennri. Út með sprokið! M.: Hvefnig leyfirðu þér að tala við mig! En hlustaðu nú á! Hún (syngur): Hlusta ég hljóður á þig — M.: Hættu þessu söngli! Heyrðu, það kemur ungur maður til miðdeg- isverðar í dag, og faðir þinn og ég óskum að þú giftist honum. Hann er sonur hans Búrfells gamla, og þú færð að lifa eins og prinsessa. Hún: Á bauninni, já. En ef mér nú ekki lízt á dónann? M.: Þér lízt áreiðanlega á hann. Hann hvu vera svo skemmtilegur. En hann stamar-------- Hún (skelfd): Stamar hann? M.: Rétt ofurlítið, — þegar hann kemst í geðshræringu —. Farðu nú inn og búðu þig. 3. þáttur. 1. a t r i ð i. F. (við Hann): Gerið þér svo vel að setjast, Búrfells. Dömurnar koma undir eins. Kveikið yður í vindli. Hann: Ma--------Ma--------- F.: Eigið þér að skila kveðju frá mömmu yðar? Hann: Ha ------Ha--------- F.: Já, ha-ha, það var skemmtilegt. (Hvíslar): Vitið þér það, Adam, að það er mín heitasta ósk, að sjá yður hér sem tengdason minn. Hann (í skelfingu): Te — — te F.: Te, nei nú förum við að borða miðdegisverð. Þér skuluð fá te á eft- ir, ef yður langar í. Svo setjist þér inn í dagstofu með Evu, og þá geng- ur allt af sjálfu sér. Hann: He--------He------- F.: Já, það verður gaman, he-he! Hann: He--------He-------herra — F.: Þarna koma þær! 2. a t r i ð i. (Hann og hún sitja í dagstofunni við kaffidrykkju). Hún: Hvað viltu marga sykurmola, elskan ? Hann: S — — s---------- Hún: Sjö? Þú verður góður eigin- maður fyrst þú ert svona mikið fyrir sætindi. Hann (kastar vindlinum): Ég — — m — m — má — til að — k — k------- Hún: Kyssa mig, Adam? Það máttu! Hann: K — k — kasta upp! Hún: Kasta upp? Hann: Vi — vi — vindillinn! Hún: Viltu nýjan vindil? Hann (þýtur út. Það líða fimrn mínútur og hann kemur ekki aftur). Faðirinn (kemur inn): Jæja, Eva, er þá allt i lagi? Hún: Já, ég tók hann með trompi! Móðirin (kemur inn) : Hann er far- inn, asninn, og skildi eftir þennan seðil á borðinu í forstofunni. F.: Hvað skrifar hann? M. (les): Fyrirgefið að ég fer svona skyndilega. Ég þarf að hitta kærustuna mína kl. 8. (Tjaldið). J T m miðja 16. öld, var sá siður orðinn algengur vestur við ísafjarðardjúp, og ef til vill í fleiri verstöðvum, að vinnu- menn sem réru á skipum húsbænda sinna og beittu lóðir þeirra, fengu að eiga fá- eina öngla, sem þeir höfðu vandlega merkta. Áttu þeir sjálfir fiskinn, sem á þá kom. í fyrstunni höfðu nokkrir bænd- ur tekið upp þennan sið og ætlast til að það væru eins konar verðlaun til þeirra vinnumanna, sem sýndu sérstakan dugn- að og trúmennsku í starfi sínu. Voru öngl- ar þessir fáir í fyrstu, jafnvel aðeins tveir eða þrír hjá hverjum manni, en þegar fram í sótti fór siður þessi mjög í vöxt og f jölgaði þá brátt önglunum. Tóku vinnu- menn að gera það að skilyrði, er þeir réðu sig í vistir, að mega hafa ákveðna töiu „marköngla", en svo voru önglar þessir kallaðir. Þótti útvegsbændum þetta brátt allmikil kvöð og vildu fyrir alla muni losna við hana. Komu þeir þar sínu máli, að 7. apríl 1567, lét Magnús Jónsson prúði, sem þá var sýslumaður í Isaf jarðarsýslu, ganga dóm að Nauteyri, um þessar sakir. Er það hinn svonefndi ,,marköngladómur“ þar sem siður þess er af lagður og talinn stafa af frekju vinnumannanna einni sam- an. Höfðu útvegsbændur borið sig mjög illa fyrir sýslumanni og látið svo um mælt, meðal annars: ,,— — — Hér er það almennilegt rykti allra búandi manna á milli, af þessum markönglamönnum. að þeir verði jafnháir í hlutum og hærri en húsbændurnir sjálfir. En tilefni eru þessi, að þessa sömu mark- öngla beita þeir heilagfiski, jafnvel silungi og þvílíkri tálbeitu, þar sem önglar hús- bændanna eru beittir þorski og öðru verra og stundum óbeittir. I öðru lagi, ef fargast þeirra markönglar, þá taka þeir öngla af lóðum sinni húsbænda eður annarra manna, eður keppast við að gefa engelsk- um fyrir lóðir, þau föt, sem þeirra hús- bændur hafa þeim fengið, svo þeir missi einskis í, en þegar húsbændur þeirra við þurfa í frostum og snjóum og vilja hafa þeirra þénustu eða senda bæjarleið, þá er það þeirra svar, að þeir geti ekki farið eða ferðast fyrir fataleysi, svo húsbænd- urnir mega annað hvort missa þeirrar ferðar eða fá þeim önnur föt. 1 þriðja máta leggja þeir alla stund á að þurrka sína markönglafiska og fleygja þar fyrir og skemma hluti sinna húsbænda. I f jórða máta, þá verður oft stolið af hlutum hús- bændanna og útlenzkum selt undir blóra í nafni markfiskanna. I fimmta máta þá kaupa þessir markfiskamenn þó ekki ann- að en skrap og skran, sem engin nytsemd er að, hvorki þeim sjálfum né neinum öðr- um, sem þeir hafa kaupverzlun við, stær- andi sig og metnandi hér af, svo sem þeir taki þetta allt og annað af sjálfum sér, guði til vanheiðurs, sínum húsbændum til smánar og sér fátækum til fyrirlitning- ar---------.“ 1 Svo mörg eru þau orð — og fleiri þó, því ýmislegt er það annað, sem þeir vísu útvegsbændur finna markönglunum og eigendum þeirra til foráttu. Vilja sinn höfðu þeir líka fram með þessum röggsam- lega málflutningi og „röksemdum“, því dómur sýslumanns var á þá leið, að mark- önglar voru afnumdir og bánnaðir með öllu. Þó komu fram mótmæli gegn dómi þessum og vitnuðu andmælendur hans til fornra, íslenzkra laga um það, að hver fulltíða maður sé fjár síns ráðandi og frjáls að gefa vingjafir, eftir því sem hugur standi til. Mun vera erfitt á móti því að mæla, að slíkt sé rétt. En hvað sem því líður, þá dró mjög úr þessum aukatekjum vinnumanna, eftir að Magnús prúði dæmdi marköngladóm. Gils Guðmundsson.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.