Vikan


Vikan - 05.12.1940, Blaðsíða 14

Vikan - 05.12.1940, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 49, 1940 LÍF HENNAR AÐ VEÐI. Framh. af bls. 4. „Ég bjóst við, að þeir mundu fara með yður í bíl, eins og í fyrra skiptið. Húsið var umkringt af lögreglumönnum og ég elti ykkur upp og stóð við dyrnar.“ Ég var reið og sagði: ,,Ef þér hefðuð komið nokkrum augnablikum síðar, þá . ..“ ,,Alma, hlustið þér nú á mig. Hafið þér nokkurn tíma misst einhvern, sem var yður allt í öllu, en dó . . . og hún var myrt og -..“ ,,Já, Mac. Hann hét Jerry og ég missti hann sviplega. Við vorum úti að skemmta okkur um kvöld og hann fylgdi mér heim. Við skildum á tröppunum, og hann gekk frá mér niður á götuna, að bílnum sín- um . . . þá kom bíll, ók á hann og hvarf . . . og Jerry . . . Jerry dó í örmum mínum.“ Þú hvíslaðir að mér. ,,Ég skil þig,“ og þú greipst hönd mína, Mac. Og svo sagðir þú: ,,Þú varst hugrökk, Alma. Ég vissi það strax, þegar ég sá þig. Ég hefi aldrei kynnst stúlku á við þig.“ ,,Mac . . .“ Þú mættir augnaráði mínu. „Var hún . . . var hún konan þín?“ „Nei, hún var systir mín, sú eina, sem ég átti.“ Við héldumst í hendur og hönd þín skalf. Þú ætlaðir að snúa þér við og fara, en ég sagði: „Mac, það er nokkuð, sem ég ...“ „Já?“ „Ég fyrirgef þér það, að þú fékst mig til að taka þátt í þessu.“ Ég reyndi að brosa. „En ég fer aldrei framar í rauðan kjól.“ Þú horfðir á mig, Mac, og þú hafðir ekki vald yfir röddinni, er þú sagðir: „En hvítan, kannske hvítan Alma .. .“ Ég veit ekki, hvernig ég svaraði, en ég held, að sá dagur komi, að þú sjáir mig í hvítum kjól, Mac. Séra Charles Jerome Callan, er fyrsti innfæddi Ameríkumaðurinn, sem hefir verið útnefndur ráð- gjafi kaþólska biblíufélagsins af Píusi páfa XII. Háttsettir kirkjunnar menn komu til New York til heiðurs föður Callan í tilefni þessa. 67. krossgáta Vikunnar. Lárétt skýring: 1. kvæði frá miðöldum. — 15. freka. 16. nýtínda. — 17. farvegur. — 18. telpu. — 19. fór í gegn. — 20. tveir samhljóðar. — 21. sagnfræðing. — 23. fljótið. -— 24. Grænlandsfari (upp- hafsst.). — 26. tveir eins. — 27. „bragð“. — 29. lek. — 31. ílát. — 32. neitun. — 34. skýrsla. — 36. ræfils. — 40. faldur. — 41. jarðarafnot. — 42. alla. — 43. utan húss. — 44. strengur. -— 45. umtalaðir. — 48. hinn eina. — 51. afana. — 52. smæðar. — 53. hljóð. — 55. nýja. — 56. tala. — 57. hreyfing. — 59. átt. — 61. hljóð. —• 62. nudd. — 63. þykir vænt um. — 65. tímabils. — 67. tveir samstæð- ir. — 69. hygg að. —-70. játun. — 72. tveir eins. — 73. liðamót. — 76. jurt (þáguf.). — 78. læknisaðgerðina. Lóðrétt skýring: 1. sjór. •— 2. stjórn. 3. forsetning. — 4. reiting. — 5. vel búnar. — 6. ræktað land. •— 7. tónn. —• 8. á nótum. •— 9, mikið. — 10. útbyggingin. — 11. rándýr. —• 12. umbúðir (sk.st.). --- 13. sái. — 14. synduga. •— 22. glíma. — 23. timabil. — 25. á kerti. •— 26. annes á Norðurlandi. ■— 28. mátt- arviður. — 30. vænlegum. — 31. lifur. — 33. sýð- ur. — 35. hlutinn. — 37. skera til. — 38. borð- andi. — 39. á fötum. — 40. hús. — 45. heimsendir. — 46. óhapp. — 47. mynt. — 48. heima. — 49. kroppa. — 50. á fuglsfæti. — 54. veizla. — 58. gráta. — 59. óður. — 60. á fæti. — 61. ólga. — 64. borðir. — 66. leikfang. 68. henda. — 69. lofttegund. •— 71. tóm. — 72. skelfing. — 74. frumefni. — 75. sagnending. — 76. tveir eins. — 77. nikkel. SKAK. Frá keppninni um skákmeistaratitil U.S.A. 1940. Hvítt: G. Littmann. Svart: S. Reshevsky. 1. c2—c4, e7—e5. 2. Rbl—c3, Rg8—f6. 3. Rgl—f3, Rb8—c6. 4. g2—g3, d7—d5. 5. c4xd5, Rf6xd5. 6. d2—d3, Bf8—e7. 7. Bfl—g2, Rd5—b6. 8. 0—0, 0—0. 9. a2 —a4, a7—a5. 10. Bcl—e3, Bc8—e6. 11. Hal—cl, f7—f5. Reshevsky hefur sókn þegar í stað! 12. Rc3—b5, Be7—f6. 13. Be3 x b6, c7xb6. 14. Rf3—d2, Ha8—c8. 15. Rd2—c4, Bf6—e7. 16. f2—f4, e5xf4. 17. g3 x f4, Be7—c5f. 18. Kgl—hl, Hf8— f6. 19. Rb5—c3, Hf6—h6. 20. Ddl—el, Hc8—c7. 21. Hcl—dl, Hc7—d7. 22. e2— e4, Hd7xd3. 23. Hdlxd3, Dd8xd3. 24. Rc4—e5, Rc6Xe5. 25. f4Xe5, f5—f4! 26. Hfl x f4, Dd3—d4. 27. Del—dl, Dd4x dlf. 28. Rc3 X dl, Bc5—d4. 29. Hf4—f3, Bd4 x e5. 30. h2—h3, Hh6—f6! Hótar H X H, sem þyðir unnið endatafl, þar sem B. svarts eru mjög sterkir og óviðráðan- legir. 31. Hf3—d3, h7—h5. 32. Hhl—gl, Be6—c4. 33. Hdl—d7, Hf6—f7. 34. Hd7 —d8f, Hf7—f8. 35. Hd8—d7, Bc4—b3. 36. Rdl—c3, Hf8—f7. 37. Hd7—d8, Kg8—h7. Reshevsky ætlar sér auðsjáanlega að vinna, annars hefði hann þráleikið H—f8. 38. Hd7, Hf7 o. s. frv. = jafntefli. 38. Bg2—fl, Kh7—h6. 39. Bfl—g5, Kh6—g5!. 40. Kgl—g2, Hf7—c7. 41. Hd8—f8!, g7— g6. — 42. Hf8—f3, Bb3—c2. 43. Bb5—d3, Bc2 X d3! Verra væri B X c3 vegna 44. B X c2 og vegna ósamlitra B. verður afarerfitt fyrir svart að vinna. 44. Hf3 X d3, Be5 X c3! 45. b2 x c3, Kg5—f4. Hér má heita að skákinni sé raunverulega lokið. Áfram- haldið teflir sig svo að segja sjálft. 46. Hdl—d6, Hc7—c6. 47. Hd6—d7, Kf4 X e4. 48. Hd7 X b7, Ke4—d3. 49. Kg2—f3, Kd3 X c3. 50. Kf3—e4, Kc3—c4. 51. Ke4—e5, Kc4—c5. 52. h3—h4, Hc6—c8. 53. Ke5— f6, Hc8—c6f. 54. Kf6—e5, Kc5—c4. 55. Hb7—b8, Kc4—b4. 56. Ke5—d5, Hc6— c5f. 57. Kd5—d4, b6—b5. 58. a4xb5, Hc5 x b5. 59. Hb8—c8, a5—a4. 60. Hc8—c6, a4—a3. 61. Hc6 X g6, a3—a2. 62. Hg6—gl, Hb5—a5. Hvítt gaf. Lauslega þýtt úr „Chess“. Óli Valdimarsson. Lausn á 66. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. Fjallabaksvegur. — 12. fjá. —- 13. smá. — 14. eir. — 15. ók. — 17. óðs. — 19. fit. — 20. tl. — 21. mjöðinn. -— 24. lastmál. — 26. lóð. — 27. raunina. — 29. æru. — 30. ylur. —- 32. g;ráði. — 33. árin. — 34. ni. — 35. ópal. — 37. arfs. •— 39. ðu. — 40. Ásu. — 41. aur. — 43. óms. — 45. skaka. — 46. steit. — 48. imu. — 49. spá. — 51. ugð. — 53. at. — 55. arfa. — 57. gári. — 59. þ.e. — 60. lóur. — 62. akveg. — 64. rorr. — 66. ann. — 67. glanna. — 69. sái. — 70. ragarar. — 72. gnóttir. — 74. R.R. — 75. lóð. — 77. glæ. — 78. N.N. — 79. kið. — 80. nár. —r 82. afa. — 84. fomaidargrafir. Lóðrétt: 1. frómlynd. — 2. af. — 3. ljóð. — 4. láðir. — 5. B.S. — 7. ká. — 8. veisa. — 9. eitt. — 10. gr. — 11. roliunum. — 16. kjóll. — 18. snaga. — 19. fanir. — 20. Tárið. — 22. öðu. — 23. nurla. — 24. liðar. — 25. mær. — 28. ná. — 31. rósamar. — 33. ásmegir. — 36. pukur. — 38. fótur. — 40. Áki. — 42. upp. — 44. sið. — 47. malarrif. — 49. sakar. — 50. ágeng. — 52. herirnir. — 54. tónar. —- 56. falað. — 58. ágang. — 59. þráin. — 61. ung. — 63. V.n. — 65. ost. — 67. gróða. — 68. rólar. — 71. alin. — 73. tæfa. — 76. fáa. — 79. kr. — 80. N.d. 81. R.R. — 83. af.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.