Vikan


Vikan - 05.12.1940, Blaðsíða 2

Vikan - 05.12.1940, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 49, 1940 Prestakosningin í Reykjavík. Eins og kunnugt er, á að fara fram kosning á fjórum nýjum prestum handa Reykvíkingum þann 15. des- ember. Hefir bænum i því augna- miði verið skipt í fjórar sóknir. Dóm- kirkjusóknina, þar sem séra Bjarni Jónsson og séra Friðrik Hallgríms- son þjóna áfram, Hallgrímspresta- kall, þar sem tveir prestar verða kosnir, Laugarnesprestakall með einn prest og Nesprestakall með einn. Um Laugarnesprestakall sækir að- eins einn prestur, séra Garðar Svavars, enda hefir hann þjónað þar að undanförnu. Um Hallgrímspresta- kall sækja þeir séra Jakob Jónsson, séra Jón Auðuns, séra Sigurbjörn Einarsson, séra Sigurjón Árnason og Stefán Snævarr cand. theol., séra Þorsteinn L. Jónsson. — Um Nes- prestakall sækja þeir séra Árelíus Níelsson, Ástráður Sigursteindórsson cand. theol., séra Gunnar Árnason, séra Halldór Kolbeins, séra Jón Skagan, séra Jón Thorarensen, séra Magnús Guðmundsson, Pétur Ingj- aldsson cand. theol og séra Ragnar Benediktsson. Vikan birtir á forsíðu myndir af þessum fríða hóp og vill um leið nota tækifærið til að óska þeim um- sækjendum, sem kosnir verða, gæfu og gengis í því vandasama brautryðj- endastarfi, er bíður þeirra. Prestarnir hafa mikið hlutverk að vinna og margþætt og getur oltið á miklu, að þeir séu köllun sinni vaxnir. „Blandari.“ Dr. Robert S. Harris á matvæla- rannsóknastofu Massachusettríkis, hefir búið til fæðisblöndu, sem hann segir að innihaldi öll fjörefni nema ,,C“. Fæðisblandan kostar kr. 12,15 á mann á ári. Stjóm Banaríkjanna hef- ir fengið formúluna fyrir blöndunni og hefir hún þegar verið send til Eng- lands. „Líttu á mig! Það, sem ég er orð- inn, það hefi ég orðið af eigin ramleik." „Heyrðu góði, ertu að monta, eða ertu að afsaka þig?“ Efni bladsins m. a.: Líf hennar að veði, smásaga. Sérvitringurinn, Antoine. Litli Kláus, kvæði eftir Huldu. Þegar vinnumennirnir fengu of mikinn afla, eftir Gils Guðmundsson. Alveg eins og tígrisdýr, smásaga eftir W. W. Gibson. Trúlofunin, stuttur sorgarleik- ur úr daglega lífinu. Rauðikjóllinn og tarfurinn, Vippasaga. Gissur og Rasmína. — Maggi og Raggi. — Erla og unnust- inn. — Heimilið. — Framhalds- sagan. Ifrossgáta. — Skák. Skrítlur. - Fréttamyndir. — Vitið þér það, — o. m. m. fl. Vitið pér það? 1. Eftir hvem er bókin „Ivar Hlú- járn“? 2. Hvar eru Hveravellir? 3. Hvaðan er nafnið „John Bull“ (Jón Boli), sem notað er um Englendinga, komið ? 4. Hvað þýðir orðið „Intermezzo" ? 5. Hver nam Flókadal? 6. Hvað er „Pegasus" ? 7. Hver er þingmaður Norður-Þing- eyinga ? 8. Hvenær var fyrsta stýranlega loftskipið reynt? 9. Hvað er Agnus Dei? 10. Eftir hvern er Orotoríið Messías ? Sjá svör á bls. 15. „Er hann pabbi þinn heima?“ „Nei, hann átti að mæta fyrir rétti.“ „Það sagðirðu líka fyrir einum mánuði.“ „Já, hann kom aldrei aftur.“ HEIMILISBLAÐ Ritstjórn ogafgreiðsla: Kirkju- stræti 4. Sími 5004. Pósthólf 365. Verð: kr. 2,00 á mánuði, 0,50 í lausasölu. Auglýsingum í Vikuna veitt móttaka í skrifstofu Steindórs- prents h.f„ Kirkjustræti 4. Prentsm.: Steindórsprent h.f. Varnings og starfsskrá Nýja fornsalan, Aðalstræti 4, kaupir allskonar húsgögn og karlmannafatnað gegn staðgreiðslu. Æk Skó- og gúnuníviðgerðir. Þúsundir manna vita að ævilöng gæfa fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÖR, Hafnarstræti 4. Allar skóviðgerðir vandaðar og vel unnar. Júlíus Jónsson, Aðal- stræti 9. Saumastofur. Frímerki. TAU OG TÖLUR Lækjarg’ötu 4. Sími 4557. Ifaupi notuð íslenzk frímerki. Sigurður Kjartansson, Lauga- vegi 41. Sími 3830. Saumum allskonar kjóla og kápur. Aðalbjörg Sigurbjöms- dóttir, Hverfisg. 35. Sími 5336. Notuð íslenzk frímerki kaupi ég ávallt hæsta verði. Duglegir umboðsmenn óskast um land allt. Há ómakslaun. Sig. Helga- son, frím.kaupm. Pósthólf 121, Reykjavík. Stimplar og signet. Gúmmístimplar eru búnir til með litlum fyrirvara. Sömu- leiðis signet og dagsetningar- stimplar. Steindórsprent h.f. Kirkjustræti 4, Reykjavík. Bækur - Blöð - Tímarit Vikan er heimilisblaðið yðar. Gerist áskrifandi og mun blað- ið þá verða sent yður heim á hverjum fimmtudegi. Afgreiðsl- an er í Kirkjustræti 4, Reykja- vík. Sími 5004. Pósthólf 365. Signéta-gröft og ýmiskonar annan leturgröft annast Bjöm Halldórsson, Laufásveg 47, Reykjavík. Bon-bækur fyrir hótel og veit- ingastofur fást í Steindórs- prenti h.f., Kirkjustræti 4. Sími 1174. Vasa-orðabækur: Islenzk-ensk og ensk-íslenzk fást i öllum bókaverzlunum. Hver sá, sem þessar bækur hefir um hönd, getur gert sig skiljanlegan við Englendinga, þótt hann kunni ekki ensku. Verðkr. 3,00 og 4,00. Verndið heilsu barnanna! B ARNIÐ bók handa móðurinni. Verð: í bandi 3,00, heft 2,00. Ýmislegt. mtjfifo Borðkort ýmis konar, svo sem: Tvöföld, A w skáskorin og ' ýmsar aðrar tegundir fást í Steindórsprenti, Kirkjustræti 4, Reykjavík. TAU & TÖLUR Lækjargötu 4. Nýkomið úrval af tölum og hnöppum. Komið á meðan nógu er úr að velja. Félagið INGÓLFUR Tilgangur félagsins er að gefa út, eftir því sem efni leyfa, rit, er heitir: Landnám Ingólfs, safn til sögu þess. Félagið hefir þegar gef- ið út III bindi í 10 heft- um. Þessi rit fá meðlimir ókeypis. Ennfremur hefir félagið gefið út Þætti úr sögu Reykjavíkur. Bók þessi fæst hjá bóksölum. Þeir, sem gerast vilja meðlimir, snúi sér til af- greiðslunnar: Steindórs- prent h.f., Kirkjustræti4. Reykjavík. Kaupi og sel allskonar verðbréf og fasteignir. Garðar Þorsteinsson Símar 4400 og 3442. Vonarstræti 10. Almanök fyrir árið 11941 selur Öllsaii, Steindórsprent Kirkjustrœti 4. HREINS CREME isr' Gerist áskrifendur að VIKUNNI. — Iíirkjustræti 4. Sími 5004. — Útgefandi: VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Kirkjustræti 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.