Vikan


Vikan - 05.12.1940, Blaðsíða 7

Vikan - 05.12.1940, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 49, 1940 7 Bússnesk prinsessa. Dagmar Vasi- levna Saricheff prinsessa segist heldur vilja vera amerískur ríkis- borgari, en að bera rússneska prinsessunafnbót. Hún var einu sinni ein af ríkustu konum Kúss- lands, en er nú saumakona í Holly- wood. Svifflugsmeistari Bandarikjanna 1940 er John Robinson frá San Diego í Califomíu. Hann fékk 6.500 kr. í verðlaun og gullpening eftir 290 milna svifflug á ellefta ársmóti amerísku svifflugfélag- anna. Foringi hinna amersiku Araar- flugsveita. Amerísk Arnarflug- sveit með 34 flugmönnum hefir verið stofnuð og er nú komin til Englands til að berjast þar. For- ingi hennar er William E. G. Tay- lor, 35 ára gamall, og er hann liðs- foringi í flota Bandaríkjanna. Doftárásartízka. John Peter Ains- worth, 18 mánaða gamall flótta- maður, sést hér á myndinni í föt- um, sem eru „handhæg til að vera í í loftvarnabyrgi“. — „Félög til hjálpar Bretum í striðinu“, sem starfa víðsvegar í Bandaríkjunum, hafa sent mikið af svona fatnaði til Englands. Roosevelt í eftirlitsferð. Myndin sýnir Roosevelt, forseta Banda- ríkjanna, í eftirlitsferð til flugstöðva hersins í Wright Field, Day- ton, Ohio, rétt áður en hann lýsti því yfir í útvarpi, vegna samtaka öxulríkjanna, að engin aðkomandi öfl gætu stöðvað stuðning Ame- riku við Breta. I baksýn eru flugmenn með fallhlífar. Fréttamyndir. í gúmmírannsóknum. Dr. T. D. Mallery, grasafræðingur hjá Car- negie-stofnuninni, sést hér á mynd- inni með hluta af gúmmítré. Hann er í þann veginn að leggja af stað til Mið-Afríku til þess að rann- saka þar skilyrði fyrir gúmmítrjá- rækt. Bandaríkjaþing veitti þrjár milljónir króna til rannsóknanna, sem eiga a3f miða að því að gera Vesturálfu sjálfa sér nóga í þess- um efnurn, ef mögulegt væri. Fljótbyggðar sltotfærageymslur úr steinsteypu. George R. Jackson, sem er með-uppfinnandi þessarra skotfærageymsla, sést hér á myndinni standa uppi á einni þeirra, er hann byggði til þess að sýna hana yfirmönnum Bandaríkjahers og þingmönnum. Steypan harðnar á fimm klukkustundum og er þá strax hægt að taka þær í notkun. Uppgötvun þessi getur orðið mjög mikilvæg, ef til þess kemur að Bandaríkin þurfa að koma upp neti af vígjum á landamærum sínum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.