Vikan


Vikan - 05.12.1940, Blaðsíða 12

Vikan - 05.12.1940, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 49, 1940 gátu leyft sér að hafa samúð með þeim, sem voru í vandræðum, af því að þessa stundina keypti Kerry ekkert af þeim. Kerry borgaði út i hönd, og þegar annað blað gaf í skyn, að hið lága vöruverð hans skapaðist eingöngu af því arðráni, sem framið væri á þeim fátæka verkalýð, sem inni að framleiðslunni, birti hann lista yfir framleiðenduma, og neyddi þá þannig til að grípa til gagnráðstafana. Þá greip „Daily Courier“ inn í til stuðnings andstæðingum Kerrys, en „Evening Herald“ hætti sér ekki í deilur við það, því að „Daily Courier" var auðugt og voldugt blað. „Það hefir verið spurt um,“ svaraði „Herald“, „hvaða samband sé á milli útsalanna í Oxford Street og lóðakaupá Kerrys. Því er fljótsvarað. Herra Kerry stefnir að því að fegra London og tryggja sér jafnframt hæfilegar rentur með því að leggja peninga í lóðakaup. Til þess að tryggja sér hvorttveggja, var honum nauðsynlegt að kom- ast yfir nokkrar verzlanir. Hann hefir boðið sann- gjamt verð, en eigendumir hafa gert of háar kröfur. Nú er það á hans valdi að bæla niður mótstöðuna og það hefir hann í hyggju að gera.“ (Á eftir fylgdi listi yfir lóðir, sem hann hafði boðist til að kaupa, og verðið, sem sett hafði verið upp.) „Þannig geta menn séð,“ hélt blaðið áfram, „að tilboð hans hafa verið sanngjörn. Við höfum fengið leyfi til að geta þess, að þó að ástandið sé breytt, er herra Kerry fús til að borga það verð, sem hann upphaflega bauðst til að borga fyrir þessar eignir, og stendur það boð þangað til á hádegi á morgun." Leete kom til Hermanns með blaðið undir eins og það var komið út, og hann var, eins og geta má nærri, mjög æstur. „Heyrðu, Zeberlieff, ég sel!“ Hermann tók blaðið og las. „Ég sel áður en það verður enn verra,“ hélt Leete áfram. Hermann brosti fyrirlitlega. „Ef þú verður að selja, þá seldu mér,“ „Þér?“ „Hvers vegna ekki? Ég á mikið af hlutabréf- unum og þú og félagar þínir eiga afganginn.“ „Og vilt þú borga sama og Kerry?“ „Já.“ Leete leit á hann. „Það er ákveðið," sagði þann. „Ég er ánægður að vera laus við þau.“ „Já, þú hefir sennilega tapað einni milljón," sagði Hermann og gekk aftur inn á skrifstofuna til sín. Elsie var farin heim af skrifstofunni með höfuð- verk og hafði fengið stranga skipun frá King Kerry um, að koma ekki aftur fyrr en hún væri orðin alveg frísk. Klukkan var rúmlega tólf, þegar hún kom heim, og eftir að hún hafði hresst sig á einum tebolla og aspirintöflu, lagðist hún upp i rúm með þeim fasta ásetningi að fara á fætur klukkan tvö og borða. Það var næstum orðið dimmt, þegar hún vaknaði óróleg yfir því hvað hún hefði sofið lengi. Hún leit á klukkuna, hún var næstum tíu. Hún fór á fætur og á meðan hún var að klæða sig, lagði stúlkan á borð. Maturinn beið á borð- inu, þegar hún kom inn. Þegar hún hafði lokið við að borða, var klukkan orðin tíu. Höfuðverkurinn var horfinn og henni fannst hún vera hress og endumærð. Það beið hennar verk á skrifstofunni, sem hún ætlaði að taka með sér heim — henni var ekki um að vinna á skrif- stofunni á kvöldin, en hún varð þá að fara og sækja það. King Kerry gat fundið upp á að vinna á hinum ólíkustu tímum, og hún hafði grun um, að hann vildi þá helzt vera einn, þess vegna vildi hún ekki vera á skrifstofunni. Hún fór í leigubíl niður eftir, fór fram hjá varðmanninum i litla klefanum hans, opnaði skrifstofuhurðina og gekk inn. Hún vafði saman. skjölunum og stakk þeim í töskuna. Þá kom hún auga á bréfmiða á skrifborði Kings Kerry, skrifað utan á með biýant til hennar. „Ég er niðri í vörugeymslunni, komið niður ef þér treystið yður. — K.K.“ „Hvenær fór King Kerry héðan?“ spurði hún varðmanninn. Hann hristi höfuðið. „Ég er nýkominn á vakt, ungfrú," sagði hann, „ hann hefir ekki verið hér síðan.“ Það gat verið, að hann hefði skrifað þetta skömmu eftir hádegið, en ef svo hefði verið, mundi hann hafa komið inn aftur og tekið miðann. Henni fannst hún vera óþreytt og útsofin, og að skreppa niður í stóra vörugeymsluhúsið við Themsána, mundi gera henni gott. Hún náði sér í bíl og skömmu siðar steig hún út við aðaldymar á vörugeymsluhúsi Kings Kerry. Það voru þrjár stórar byggingar, stór miðbygg- ing, með tveim álmum, sem náðu alveg út að bryggjubrún. 1 gegnum miðbygginguna var stór porthvelfing, þar sem stórir vörubílar óku i gegn- um fram og aftur. Það var ös og erill alls staðar í húsinu. Ljós í hverjum glugga og alls staðar mannaferðir. „Herra Kerry er einhvers staðar hér í húsinu, ungfrú,“ sagði dyravörðurinn, „en hvar, veit ég ekki.“ „Ég finn hann sjálfsagt," sagði Elsie. Hún hafði auðvitað aðgang að öllum deildun- um og reikaði um frá einu herberginu til ann- ars, og horfði á vinnuna jafnframt því, sem húa spurði eftir Kerry. VIPPA-SÖGUR Rauði kjóllinn og tarfurinn. ------ Barnasaga eftir Halvor Asklov. - Nú var Vippi litli í essinu sínu. Hann var að segja broddgaltar- f jölskyldunni frá ótal ævintýrum, sem hann hafði lent í um dagana. En litill telpukollur var kominn inn á milli greinanna, án þess að Vippi eða áheyrendur hans hefðu hugmynd um það. „Og hvað haldið þið svo, að ég hafi gert?“ spurði Vippi og var að rifna af monti. En hann gat aldrei sagt frá því, og broddgeltirnir misstu af frásögninni, af þvi að nú kom allt í einu hönd i ljós, sem greip Vippa, en dýrin flýðu í ofboði. „Rita, Rita! Komdu og sjáðu! Ég fann brúðu.“ Rita kom hlaupandi til vinstúlku sinnar. „Hvar fannstu hana?“ spurði hún. „Hérna inni í runnanum," sagði Emma, glöð yfir fundi sínum. „Það lá við að brodd- geltimir væru búnir að éta hana, en þeir flýðu, þegar þeir sáu mig.“ „Broddgeltir éta ekki brúður," sagði Rita. „Þeir stóðu allt í kringum hana. Ég er viss um, að þeir hafa ætlað að fara að ráðast á hana. Jæja, brúða litla, varstu ekki hrædd við grimmu dýrin?“ sagði Emma og gældi við brúðuna. Vippi hefði vel getað leiðrétt þenn- an misskilning telpunnar, en honum fannst heppilegast að þegja og sagði því ekkert. „En hve hún er í óhreinum og ósmekklegum fötum,“ sagði Rita. „Við skulum færa hana í kjólinn hennar Mettu,“ sagði Emma. Nú var Vippi sármóðgaður. Að láta hann, . . . nú kom allt í einu hönd í 1 jós . . . drenginn, verða fyrir þeirri hneisu, að klæðast eldrauðum kjól. Eins og það var þægilegt, eða hitt þó heldur, að vera i þessum stelpuklæðnaði! En telpunum þótti ósköp gaman að þessu. Þær hlóu og mösuðu og fóru svo að leggja á kaffiborðið sitt pínulitla bolla og diska, þvi að þær ætluðu nefnilega að hafa svolitla veizlu. Móðir Emmu leit út til þeirra, til þess að vita, hvernig leikurinn gengi. „Héma er súkkulaði,“ sagði hún. „Þrjár plötur handa hvorri." Telp- urnar urðu glaðar yfir gjöfinni og settu súkkulaðiplöturnar á disk og Emma sagði: „Við höfum þetta fyrir kökur!“ Þær settu Vippa á lítinn stól. „Vertu nú þægur á meðan við búum til kaffi,“ sagði Emma, og svo sneru þær sér að litlu eldavélinni. En þegar þær loksins komu aftur að borðinu, þá var búið að borða af súkkulaði- kökunum! Og nú fóru þær að kenna hvorri annarri um að hafa borðað af súkkulaðinu, því að auðvitað höfðu þær ekki hugmynd um, að ,,brúðan“ væri sek! Og það endaði með því, að þær urðu ósáttar og Rita yfirgaf leiksystur sína og þá var leikurinn alveg eyðilagður, því að ekkert var gaman fyrir Emmu að vera ein i „veizlunni“. Og þá varð hún að finna upp á einhverju nýju. Hún tók brúðu- vagninn sinn, setti Vippa i hann og fór að aka honum fyrst i garðinu, en þegar henni tók að leiðast þar, fór hún út á þjóðbrautina. En til allrar óhamingju hafði tarf- ur veitingamannsins slitið sig lausan, þar sem hann var bundinn úti í hag- anum og var á leið heim, auðvitað í algerðu leyfisleysi. Emma sá tarf- inn, varð dauðhrædd, sleppti brúðu- vagninum og hljóp hljóðandi í burtu. Vippi reis á fætur til þess að sjá, hvað um væri að vera. „Uss! Er hún hrædd við gamla belju!“ sagði hann við sjálfan sig. En þegar hann sá tarfinn stefna beint á brúðuvagninn og láta ófrýnilega, þá fannst honum heppilegast að reyna að forða sér. En kjólskömmin var honum til trafala. Hann var alltaf að stíga í hann og datt svo að lokum, en flýtti sér á fæturnar aftur og sá þá að tarfurinn hirti ekkert um vagninn, en elti í þess stað hann sjálfan. Og það var allt saman rauða kjólnum að kenna. Vippi lyfti upp kjólnum og hljóp að grindverki og klifraði eins hratt og hann gat upp á það. En svo fest- ist rauði kjóllinn á nagla og rifnaði eftir endilöngu. Vippi notaði tæki- færið, færði sig úr honum, vöðlaði honum saman og henti honum i haus- inn á tarfinum. Hann festist á hom- um hans og þá fór hann fyrst að dansa fyrir alvöru, og íáta svo fíflp'- lega, að Vippi varð steinhissa. Tarf- urinn linnti ekki látunum og réðist á girðinguna, þar sem Vippi sat, svo að hún brast í sundur og Vippi datt á tarfinn. Þá ætlaði dýrið að stanga hann, en Vippi var fimur eins og fyrri daginn, og hljóp eftir hryggn- um á honum og renndi sér niður hal- ann og hélt sér þar rigföstum. Nú kom eigandi tarfsins á vett- vang. Hann var mjög hissa á látun- um i skepnunni, en sá alls ekki Vippa litla. Eigandinn reyndi að róa dýrið, en það jós með aftur fótunum, svo að hann skammaði það duglega. En allt í einu varð tarfurinn fullkomlega rólegur og eigandinn hélt, að hann hefði loks látið skipast af orðum sin- um. Orsökin var þó allt önnur. Vippi var sem sé búinn að sleppa takinu og bjarga sér i burtu. En hann var svo ruglaður i höfðinu, að hann hélt, að hann væri orðinn alvarlega veik- ur. Honum fannst allt snúast fyrir augunum á sér og hann var dauð- hræddur. En smátt og smátt jafnaði hann sig og þá varð hann svo kátur, að hann hoppaði upp í loftið og velti sér i grasinu og hrópaði húrra og sagði við sjálfan sig: „Ég skal aldrei framar vera i kjól og allra sizt rauð- um!“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.