Vikan


Vikan - 05.12.1940, Blaðsíða 4

Vikan - 05.12.1940, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 49, 1940 vill maður gjarnan leggja eitthvað í hættu. En ég skil ekki, hvað allt þetta á að þýða, Mac.“ ,,Hér er um mál að ræða, sem lögreglan hefir að vísu með höndum, en ég vinn að lausn þess algerlega upp á eigin spýtur. Mér eru úrslit þess meira virði en allt ann- að í heiminum. Þú færð seinna að vita, hvernig í öllu liggur. I heilt ár, sem hefir verið eilífðarlangt, hefi ég þráð að geta eitthvað aðhafst. Það er yður að þakka, að ég hefi nú fengið tækifæri upp í hend- urnar, af því að þér eruð svo fríðar, eruð með eins ljóst hár og sama brosið .. Ég féllst á að taka þátt í þessu með þér, þótt ég vissi ekki, um hvað var að ræða. Þú treystir mér og ég treysti þér. Og að síðustu sagðir þú, áður en við skildum: „Ef einhver kemur og talar við yður og spyr, hvort þér viljið koma með honum, þá gerið það og munið, að ég verð allan tímann í námunda við yður og gæti yðar.“ Ég mætti á tilsettum tíma. Það var allt fínt í þessum næturklúbb og ég var fín, enda hafðir þú fengið mér peninga, til þess að ég gæti verið alveg eins og þú vildir, að ég væri. Ég var að gá að því, hvort ég sæi þig ekki, þegar ljósin voru slökkt, svo að hálf- rokkið varð í salnum, en ljósvarpara var beint að danspari, sem átti að sýna „Ást- ardansinn“. Hvergi sá ég þig, þótt augu mín væru farin að venjast rökkrinu. Lítill maður feitlaginn gekk fram hjá borðinu mínu, alveg við það. Hann hikaði augnablik, eins og hann ætlaði að segja eitthvað, en væri þó ekki viss um, að ég væri sú, sem hann hugði mig vera. Hann leit á mig nístandi augum og hélt áfram. Svo nam hann stað- ar og hvessti enn á mig augun. Hann sneri við og kom aftur að borðinu og stóð þar og horfði á mig. Ég gizkaði á, að hann væri eigandi næturklúbbsins. Hann var með vindil, en það var enginn eldur í hon- um. Hann tók vindilinn út úr sér og sagði þessi þrjú orð: „Eruð það þér?“ Ég mundi, hvað þú sagðir, Mac, og ég brosti, er ég svaraði: „Já •— það er ég.“ Hann varð furðulegur á svipinn og taut- aði: „Það er ómögulegt!“ „Auðvitað er það ég,“ hélt ég áfram, þótt ég vissi ekki, við hvað hann átti. Þá sagði hann: „Ég verð að tala við yður.“ „Gjörið svo vel,“ sagði ég. Mér sýndist ég sjá þér bregða fyrir. Ég stóð upp og ætlaði umsvifalaust að fara með þessum ókunnuga manni, í þeirri von, að þú myndir fylgjast með því, sem var að gerast og vernda mig. En maðurinn sagði: „Komið þér eftir nokkur augnabhk. Það eru fyrstu dyr fyrir ofan stigann. Svo fór hann. Ég fylgdi á eftir skömmu síðar. Á hurðinni stóð: „Einkaskrifstofa“. Hann sat við stórt skrifborð og horfði á mig háðslega. Ég gekk að borðinu og spurði: „Hvað ætlið þér að segja við mig?“ Þá hló hann. Hann kinkaði kolli til ein- hvers, sem stóð bak við mig, og sagði: „Benny, hún spyr, hvað ég ætli að segja við sig! Finnst þér hún ekki vera maka- laus?“ Hann sagði þetta í þeim tón, að mér fór ekki að verða um sel. Ég sneri mér við og leit á hinn manninn. Það var andstyggi- legur náungi og hann brosti illyrmislega. Hann sagði: „Þarna sérðu, Lou, að ég hafði á réttu að standa. Ég hélt því alla tíð fram, að A1 hefði ekki komið þessu í kring áður en gert var út af við hann.“ Lou hneigði höfuðið til samþykkis, en sagði við mig: „Nú, svo að þér hélduð þá lífinu?“ Ég hafði alltaf í huga, það sem þú hafðir sagt við mig, Mac, og ég svaraði: „Já. Eruð þér hissa á því?“ Lou rauk upp af stólnum. Andlit hans var afmyndað af bræði, er hann sagði: „Ég vildi að þér væruð komin norður og niður. Hvað viljið þér fá mikið?“ Ég byrjaði að segja: „Ja, ég . . .“ En Benny greip fram í: „Vertu nú ekki svona vitlaus, Lou. Hún lætur ekki múta sér og hér er um líf þitt að ræða. í þetta skipti látum við hana ekki sleppa.“ Lou dró þungt andann. Hann fleygði vindlinum og tók upp skammbyssu og sagði: „Já, nú sé ég um, að hún komist ekki undan.“ Benny gekk að stáldyrunum í veggnum og opnaði þær. Þar var stór skápur og mér datt strax í hug, að hann væri hljóð- þéttur. Lou sagði: „1 þetta sinn farið þér ekki í neina ökuferð, litla vina. Við hættum ekki á, að lögreglan fái nokkurn pata af þessu. Hér skal það gerast og án tafar.“ Ég rak upp óp. Á sama augnabliki var hurðinni hrund- ið upp og þú, Mac, komst hlaupandi inn. Lou var kominn fram fyrir skrifborðið og Benny hafði snúið sér við. Lou skaut, en hitti ekki. Þú hafðir hrint mér niður á gólfið bak við skrifborðið. Herbergið fylltist af lögregluþjónum og Lou bölvaði og ragnaði, er hann heyrði nafn þitt. „Já,“ sagðir þú við Lou. „Það er ég — MacNeil. Þekkir þú nafnið mitt, þorpari ?“ Lou öskraði: „Það var A1 Jennings, sem gerði það. Skjótið mig ekki — skjótið mig ekki! Ég skal segja ykkur allt saman.“ Þú fylgdir mér heim, Mac. Og í bílnum sagðirðu mér alla söguna: Hún hét líka McNeil, konan, sem ég líkt- ist svo mjög. I þessum næturklúbb hafði hún nótt eina orðið vitni að morði. Og þegar ekki var hægt að múta henni til að þegja, fór félagi Lou með hana í bílferð og það var búizt við, að hann hefði komið henni fyrir kattarnef. Þessa nótt lenti A1 Jennings í skærum við lögregluna og var skotinn. Lík konunnar fannst í ánni. En Lou var aldrei viss um, að hún væri í raun og veru dáin. Hann slapp þá vegna sann- analeysis. Þegar þú sást mig, datt þér í hug að senda mig í næturklúbbinn, til þess að láta Lou halda, að konan væri lifandi. Þú vildir hafa hendur í hári þess manns, sem var orsök að dauða hennar. Og þér tókst það. En allt í einu datt mér í hug í hve mikilli hættu ég hafði verið og ég sagði: „Þér lét- uð mig kaupa rauðan kjól og senduð mig þangað, í klærnar á þessum glæpamönn- um.“ Þú sagðir mjög alvarlega: „Já, ég sé nú, að það var rangt gert. Þér verðið að fyrir- gefa .. .“ „Fyrirgefa — það hefði kannske ekki verið svo auðvelt.“ Framh. á bls. 14. Brottflutningur særðra eftir loftárás á London. Hjálparsveitir.bera burtu særða borgara eftir eina af hörðustu loftárásum Þjóðverja á London. Loftþrýstingurinn frá sprengjunum var svo mikill, að menn þeyttust allt að fimmtíu fet í loftinu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.