Vikan


Vikan - 05.12.1940, Blaðsíða 15

Vikan - 05.12.1940, Blaðsíða 15
VTKAN, nr. 49, 1940 15 Alveg eins og „Það merkilegasta við þetta stríð,“ sagði John vig mig, „er að það verður ábyggilega skemmtilegt. Skemmtilegt fyrir alla.“ „Heldurðu það?“ sagði ég. „Ábyggilega," sagði hann. „Það er eins og tígrisdýrið, sem læðist að bráð sinni.“ Hann hallaði sér fram úr stólnum og greip með báðum höndum um borðið. „Það læð- ist að bráð sinni, og svo tætir það hana í sundur. Og því þykir gaman að því.“ John krafsaði út í loftið í áttina til mín, eins og hann væri tígrisdýr. „Gáðu að þér John,“ sagði ég, „þú ert að hella niður bjórnum.“ Hann var með sjöttu kolluna og var farinn að vera óstöð- ugur. „Já, en sko til,“ sagði hann, það læðist að bráð sinni, dádýri eða einhverju, hremmir það svo og tætir það í sundur. Og því þykir gaman að þessu.“ „Já, auðvitað,“ sagði ég. „Nú, og eins verður með okkur. Það verður gaman að ráðast á þessa kalla. Við sjáum einn af þessum hel.....nazistum fyrir framan okkur og við höfum nautn af að stinga byssustingnum í kviðinn á honum.“ „Já, auðvitað," sagði ég. „Ég hefði gaman af að sjá einn fyrir framan mig núna,“ sagði John. „Stinga þessu ryðgaða blaði í kviðinn á honum og snúa svolítið upp á . . .“ „Já, ég þekki það,“ sagði ég, ,,ég hefi líka komið á bíó.“ „Fjandinn hafi bíóin. Þetta er raunveru- leikinn. Þú verður að læðast að honum, sko til, sprettur svo allt í einu upp, öskrar af öllum mætti og lætur hann fá fyrir ferðina.“ „Alveg eins og tígrisdýr,“ sagði ég. „Já, einmitt. Alveg eins og tígrisdýrið tígrisdýr. Smásaga eftir W. W. Gibson. læðist að antilópunni. Það læðist aftan að henni og fleygir sér svo yfir hana. Sagði ég þér það ekki?“ „Ekki um antilópuna,“ sagði ég. „O, þú veizt, hvað ég á við, það gæti eins verið hjörtur eða kanína eða eitthvað því um líkt. Það skiptir engu máli.“ „Éta tígrisdýr kanínur?“ spurði ég. „Ég er viss um, að þau gera það ekki.“ „Það veit ég ekki.“ John fékk sér væn- an teyg. „Ég átti einu sinni hund, sem veiddi kanínu annan hvern dag. Hann kom alltaf með hana inn í eldhús, og mömmu þótti það svo leiðinlegt. Greindarskepna, anginn sá arna.“ „Hver? Kanínan?“ „Nei, hundurinn. Hann var skozkur rottuhundur. Greindarskepna.“ Þjónninn nam staðar við borðið. „Vant- ar ykkur nokkuð, herrar mínir?“ spurði hann. „Ég ætla að fá eina kollu enn,“ sagði John. „En þú?“ „Nei, þakk, ég er búinn að fá nóg,“ sagði ég. ) Þjónninn tók burtu tómu glösin og við sátum þöguhr stundarkorn. „Það merkilegast við þetta stríð,“ sagði John að lokum, „er það, að það verður skemmtilegt, skemmtilegt frá upphafi til enda. Heldurðu að það sé ekki gaman að sprengja þessa kalla í loft upp? Að vera til dæmis í kafbát og skjóta niður stórt orustuskip. Skjóta það í loft upp svo að brotin þyrlist í allar áttir. Senda alla þessa kalla beina leið til helvítis með einu litlu tundurskeyti.“ Þjónninn kom með bjórkolluna og setti hana á borðið. John horfði á það stundar- korn annars hugar. „Það verður ábyggi- lega skemmtilegt,“ sagði hann aftur. Allt í einu þreif hann kolluna og áður en ég gat stöðvað hann steypti hann úr henni yfir höfuðið á sér. Bjórinn rann í lækkjum eftir andlitinu á honum og niður um fötin. „Sjáðu,“ sagði hann snöktandi. „Sjáðu mig. Ég er kafbátur.“ Hann hló tryllings- lega, og svo skyndilega, alveg fyrirvara- laust, brast hann í ákafan grát. Svör við spurningum á bls. 2: 1. Walter Scott. 2. Á milli Hofsjökuls og Langjökuls. 3. Það var fyrst notað sem háðsyrði í pólitísku ádeiluriti, sem skrifað var um 1712 og beint var gegn hertoganum af Marlborough. 4. Milliþáttur; aðallega notað í músik- máli. 5. Flóki, leysingi Ketils gufu, bróðir Skorra, nam Flókadal allan á milli Flókadalsár og Geirsár og bjó i Hrís- um. 6. Pegasus er í grískri goðafræði hestu með vængjum, sem skoðaður var sem reiðskjóti skáldanna, og er það kallað að „bregða sér á bak Pegasusi“, þegar menn yi'kja og oft notað í heldur niðr- andi merkingu. 7. Gisli Guðmundsson. 8. 1 júlí 1901. 9. Agnus Dei þýðir Guðs lamb, og er lokasöngurinn í kaþólskri messugjörð. 10. Hándel. Tónlistafélagið ætlar að flytja það í Fríkirkjunni þann 8. desember. „Á Suðurhafseyjum er sama veður alla daga ársins.“ „Hamingjan hjálpi mér! Hvernig er þeim þá mögulegt að byrja almennt samtal?“ * Faðirinn: „Þú átt alltaf að láta það liðna vera gleymt, drengur minn.“ Sonurinn: „Hvernig á ég þá að fara að því að læra mannkynssöguna?“ Erla og lv M unnustinn. Oddur: Skyldi mig hafa dreymt það ? Oddur: Ef þetta er nú allt saman Oddur: Átti þetta eftir að henda mig? tómur hugarburður? Maður á svo sem alltaf að búast við hinu versta. Oddur: Erla, ég hringdi bara til þess að vita, hvort þú elskaðir mig í raun og veru. Copr. 1940, King Erla: Heyrðu, elsku hjartans krúttið mitt! Hvað gengur að þér, vinur? Þú, sem ert yndislegasti mað- urinn á jörðinni, veiztu ekki, hvað mér þykir vænt um þig, elsku Oddur. Ég elska þig .... 1. skrifstofumaður: Er hann nú alveg búinn að sleppa sér? 2. skrifstofumaður: Ég held það bara .... Oddur: Tra, la, la, la, tra, la, la .... 3. skrifstofumaður: Honum veitti ekki af að fá sér kalt bað!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.