Vikan


Vikan - 05.12.1940, Blaðsíða 11

Vikan - 05.12.1940, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 49, 1940 ri ) Framhaldssaga eftir EDGAR WALLACE ,,Bray!‘‘ hrópaði hann. ,,Já, herra!“ „Launin — þúsund pund á ári — fimm ára samningur — stíga um tvö hundruð og fimmtíu á ári upp í tvö þúsund. Gerið þér yður ánægðan með það?“ Gordon kinkaði kolli, hann gat ekki talað, hann var svo utan við sig. 24. KAPÍTULI. Maðurinn, sem teiknaði vél. ,,Það er undarlegt verkfæri, sem þú hefir þarna, Zeberlieff." Martin Hubbard stóð fyrir aftan vin sinn og horfði yfir öxlina á honum. Hermann snéri sér snöggt við og blótaði. „Hvernig komst þú hingað inn?“ spurði hann hranalega. „1 gegnum dyrnar. Ég kom inn, þegar leyni- lögreglumaðurinn þinn fór út til að halda vörð.“ Hermann stóð upp frá borðinu, sem hann hafði setið við með tilraunir sínar. „Komdu niður í borðstofu,“ sagði hann, ,,ég hata fólk, sem læðist aftan að manni.“ Hubbard stóð og hallaði sér fram á stafinn og horfði með hæðnisbrosi á hann í gegnum ein- glirnið. Klæðaburður hans var óaðfinnanlegur, en þó ekki laus við að vera spjátrungslegur. ,,Þú ættir ekki að þurfa að dylja neitt fyrir mági þínum,“ sagði hann. „Tilvonandi mági, já," sagði Zeberlieff titrandi af reiði. „Hvaða vél er það, sem þú varst að eiga við?“ hélt Hubbard áfram. „Ég vissi ekki, að þú feng- ist við slíkar tilraunir." „Það er uppfinning, sem maður hefir sent mér,“ sagði Hermann hirðuleysislega, „botnað- irðu nokkuð í þvi, sem þú sást?“ Hubbard hristi höfuðið. „Ég sá bara eitthvað, sem líktist vekjara- klukku, gasbindi og eitthvað, sem minnti mig á rúllufilmu." „Það er ný tegund — hum — af kvikmynda- Ijóskastara," sagði Hermann, „hann er sjálfvirk- ur, vekur mann á morgnana með myndum í loft- inu." „Og til hvers voru eldspýturnar ? “ „Eldspýturnar! “ Zeberlieff horfði rannsakandi á hann. ,,Ég var ekki með neinar eldspýtur." „Þá hefir mér skjátlast." Hubbard fannst mál- ið ekki þess virði, að ræða það frekar og hélt áfram: „Ég geri ráð fyrir, að þú munir, að við vorum þúnir að tala um, að ég kæmi hingað?" „Hvern fjandann ætli ég muni það!“ „Þú baðst mig um að koma,“ sagði Hubbard gramur, „til þess að hitta systur þina.“ „Jæja, gerði ég það?“ Hermann leit á hann hugsandi. „Já, það er víst alveg rétt; það er leið- inlegt okkar beggja vegna, því að hún vill ekki sjá þig." „Vill hún ekki sjá mig?“ Það var broslegt að sjá, hvað þetta kom illa við hégómagirnd Hub- bards. „Hún vill ekki sjá þig — hún vill ekki sjá mig; það er mergurinn málsins. Hérna er bréf, ef þig langar til að sjá það.“ Hubbard opnaði grátt umslagið og' las; „Ég get hvorki tekið á móti þér eða hinum Það, sem skeð hefir hingað til í sögunni. King Kerry er dularfullur, amerískur milljónamæringur, sem dagblöð Lundúfla segja að ætli að kaupa London. Á bak við hann stendur auðhringur, sem kallar sig ,,L“. Kerry hefir þegar keypt verzlunina Tack & Brighten, þar sem Elsie Marion vinnur, og ráðið hana til sín sem einkarit- ara. — L-hringurinn hefir feikna miklar ráðagerðir á prjónunum í sambandi við lóðakaupin í London. En hann á sina and- stæðinga og á meðal þeirra eru Hermann Zeberlieff og fyrverandi forstjóri Tack & Brigthen, Leete. Bray, sem ætlar að verða húsameistari, er vinur og nábúi Elsiear. Kerry trúir Elsie fyrir því, að hann hati Zeberlieff af þvi að hann hafi hagað sér svívirðilega gagnvart konu. Vera, hálfsystir Zeberlieffs, býr hjá honum, af því að faðir þeirra setti það skilyrði í erfðaskránni, að þau byggju saman í fimm ár og nú eru að- eins nokkrir dagar eftir af þeim tíma. Vera óttast bróður sinn. Bray kemur til að sækja Veru, og aka þau til skólans, þar sem hún úthlutar verðlaunum. Bray, sem er einn nemendanna, fær verðlaun. Hjá Zeberlieff eru fjórir menn til miðdegisverðar. Vera vill ekki koma niður til þeirra, en Zeber- lieff fer þá upp til hennar og ætlar að ráða hana af dögum. Það tekst þó ekki. Vera brýtur rúðu í búðarglugga Kings, til þess að láta setja sig í fangelsi. Elsie hefir keypt „Evening Herald“ fyrir King. Zeberlieff vill gifta systur sína Hubbard ,,fagra“, til þess að klófesta þannig auðæfi hennar. Zeberlieff hittir Bray og ræðir við hann um systur sína og gefur Bray svefnmeðul í víni og lokar hann niðri í kjallara. — Vera losnar úr fangelsinu, og þegar Her- mann kom að heimsækja hana, ógnaði hún honum með skammbyssu. Þegar Hermann kemur heim til sin, er Leete þar fyrir og segir honum, að lögreglan sé sennilega á hælunum á honum. Þegar Hermann kemur niður í kjallara, er Bray horfinn. Leete og Hermann fara í kaupmannaklúbbinn, þar sem kaupmennirnir bera saman ráð sín til baráttu gegn Kerry. Allt í einu kemur Kerry inn og gefur sig á tal við Modelson gamla kaupmann. Bray hefir verið sagt upp, en Kerry ræður hann til sín sem húsameistara. fallega vini þínum. Ef þú lætur sjá þig hér í nánd, sendi ég eftir lögreglunni. V.“ „Hvað segirðu við þessu?“ spurði Hermann ró- lega. „Þetta er ósvífið!" hrópaði Hubbard. „Hvernig dirfist hún-----“ Þeir stóðu og störðu hver á annan. „Svo að við víkjum nú að öðru,“ sagði Hub- bard, ,,ég kom líka til að biðja þig að lána mér fimm hundruð pund.“ „Einmitt," svaraði Hermann. „Hefði ég haldið, að nokkur möguleiki væri á að þú giftist systur minni, þá — —“ „Það er svo að heyra, sem þú hafir ekki meira not fyrir mig,“ sagði Hubbard reiðilega. „En hvað þú ert skarpskyggn," sagði Zeber- lieff með aðdáun. „Þú ert óvenju fljótur að átta þig á hlutunum, það verð ég að segja.“ Martin Hubbard beit á vörina. „Ef ég færi nú til systur þinnar og segði henni, hvað þú hefðir boðið mér,“ sagði hann. „Henni mundi dauðleiðast það,“ sagði Hermann og brosti stríðnislega. „Ég er sem sé fyrir löngu búinn að segja henni frá öllum ráðagerðum mín- um viðvíkjandi þér. Það sem skapar öll vandræð- in er það, að hún er ástfangin. Hann er af fátæk- um en heiðarlegum foreldrum. Það er næstum 11 því eins og í skáldsögu. Ég er hræddur um, að það endi með því að hún giftist honum. Ég fæ ekki séð, að þú hafir nokkra möguleika. Það væri þá helzt, ef þið lentuð einhvers staðar tvö ein á eyðieyju. Eftir nokkur ár mundi- hún ef til vill láta undan þér, að minnsta kosti væri sameign í því tilfelli sjálfsögð. Ef þú gætir séð fyrir skip- brotinu og tryggt það, að engir kæmust lífs af nema þið tvö, þá skyldi ég velja handa ykkur leiðina og eyjuna.“ Hermann var í essinu sinu, en kæti hans hafði þveröfug áhrif á Hubbard. „Þú ert nógu vel settur,“ sagði Hubbard hnugg- inn, „þú ert ríkur, en ég á ekki bót fyrir rassinn á mér.“ „Það á ég heldur ekki að viku liðinni,“ sagði Hermann uppörfandi, „ef verzlunin gengur með sama hætti I eina viku enn, þá fer Gouldings til f jandans." „Átt þú fé í Gouldings?" spurði Hubbard með áhuga. „Já, stórfé," sagði Hermann. „Leete fékk mig til að leggja tvö hundruð þúsund í hana. Ault þess hefi ég tapað tvö hundruð þúsundum á verð- falli amerísku járnbrauta-hlutabréfanna." „Hve lengi getur hann haldið áfram?“ spurði Hubbard. „Ég veit það ekki. Hann á miklar vörubirgðir. Auk þess hefir hann mjög hagkvæma samninga við ýmsa heildsala óg framleiðendur. Hann sélur núna nákvæmlega sex sinnum meira én nokkur verzlun í Oxford Street hefir selt í beztu söluviku ársins — og hann tapar raunverulega engu. Gróð- inn á vefnaðarvörum er nógu mikill til að jafna hallann á hinu. Hann selur fyrir innkaupsverð og með þvi setur hann allar hinar verzlanirnar á hausinn." „Hvað segirðu um fimm hundruð pundin?" spurði Hubbard allt í einu. „Nei, vinur minn,“ sagði Hermann, „þegar þú ert kominn niður i fimmtíu pund, þá get ég farið að hlusta á þig.“ Fimm mínútum síðar sat hann aftur einn á skrifstofu sinni, og var að gera tilraunir með litlu vélina sína. 1 þetta skipti lokaði hann hurðinni. Það var liðinn einn mánuður frá því að útsalan hjá Kerry byrjaði, og alltaf óx aðsóknin. Öll London talaði um útsöluna hjá Kerry og allir fóru þangað til að verzla. Svo tók Kerry við verzlun Modelsons, gaf henni nafn sitt og rak hana á sama hátt. Búðinni var gjörbreytt og nú beindist að minnsta kosti hluti af straumnum til Kerrys Magasin þangað. „Sama verð, sama fyrirkomulag, sama nafn,“ stóð með logandi stöfum fyrir framan hjá Model- son. Þetta losaði ögn um hjá Kgrry, en brátt varð röðin jafn löng fyrir framan b'áðar verzlanirnar og hún hafði áður verið fyrir framan hjá Kerry. Á milli þeirra lá Gouldings auð og tóm eins og afskekkt sveitaverzlun. Kerry varð fyrir mörgum árásum í blöðunum. Eitt af vikublöðunum réðist með mikilli heift á hann. En blaðið var varla fyrr komið út á götuna, en einkablað „kóngsins", Evening Herald, svar- aði. Það var ekki kurteislegt svar, það var per- sónulegt og ádeilukennt. Það gaf í skyn, að Leete væri upphafsmaður að árásinni og birti nöfn á nokkrum samsærismönnum hans, sendi ritstjór- anum óþægilegar hnútur og lauk með þvi að lofa almenningi því að upplýsa hver væri driffjöðurin í samsæri þvi, sem unnið væri að í Park Lane og framkvæmt væri i Whitechapel. Hermann bannaði að birta svar við þessu, og í næsta blaði af „Weekly Discovery" var ekkert minnst á King Kerry eða verzlun hans. En ekkert gat hjálpað Gouldings. Þegar lokk- andi auglýsing um stórfelda verðlækkun var birt í glugganum, varð það aðeins til þess, að í glugg- anum við hliðina (sem var sýningargluggi Kerrys) var fest upp svolátandi auglýsing: „Allar vörur í þessari verzlun er hægt að fá fyrir nákvæmlega helmingi lægra verð en hjá keppinaut okkar hér við hliðina." Framleiðendurnir voru á báðum áttum. Þeir

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.