Vikan


Vikan - 05.12.1940, Blaðsíða 6

Vikan - 05.12.1940, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 49, 1940 una, en frúin annaðist handsnyrtingu og hárþvott. I frístundum gaf Antoine hugmyndar- flugi sínu og sköpunarþrá lausan tauminn með því að búa til hinar undarlegustu hár- uppsetningar á vaxhöfðum með lakkeruð- um hárkollum, og það voru þessar lakk- hárgreiðslur, sem fyrst vöktu athygli á honum. Blöðin uppgötvuðu þær og birtu myndir og álnalangar greinar um þennan sérvitra hárgreiðslumann. Það opnaði augu Antoines fyrir mætti auglýsinganna. Hann sá, hve mikla þýð- ingu það hafði að vera umræðuefni manna á meðal. Þótt fólk héldi, að hann væri ekki með öllum mjalla, gerði það ekkert, ef hann aðeins gat haldið athygli þess vak- andi. Hann fór að ganga með svartlakker- aðar neglur, setti glerhæla undir skóna sína, gekk um götur Parísarborgar með rússneskan mjóhund í bandi, sem hann hafði látið lita rauðbláan. Hann klæddist í snjóhvít kjólföt, þegar hann fór á kaffi- hús, og hann svaf í glerkistu. Blöðin sögðu Parísarbúum um hvert ein- asta uppátæki Antoines. Menn hristu höf- uðið -— en luxusbílarnir fóru að nema stað- ar fyrir framan 5 rue Cambon. Brátt dró frúin sig í hlé frá snyrtingunni og helgaði sig einungis hinni fjárhagslegu hlið rekst- ursins. Antoine er nú komin yfir fimmtugt, en með frísklegt útlit og fjörleg, blá augu. Hann skiptir gráu hárinu fyrir miðju og aftan á hnakkanum mætast svo hárlokk- arnir úr báðum vöngum eins og tveir væng- broddar. Hann er miklu unglegri í útliti en ætla mætti eftir aldri; það er að þakka uppskurði, sem hann lét gera á andlitinu, og sem eyddi öllum hrukkum og pokum undir augnalokunum. Hann er eirðarlaus og er sífelt með hendurnar á hreyfingu, nema helzt, þegar hann er að vinna, hvort sem það nú er við lakkhárgreiðslu eða myndamótun. Því að nú getur Antoine helgað sig meira tómstundavinnu sinni. Hann fæst ekki lengur sjálfur við hár- greiðslu. Þegar hann gengur í gegnum stof- una, nemur hann aðeins staðar við einn og einn stól, skýrir fyrir hárgreiðslumann- inum, hvað muni klæða bezt viðkomandi viðskiptamann, og heldur svo áfram. En ímyndunarafl hans er enn þá frjótt og skapandi. Árið 1930 lét Antoine byggja sér hús í rue St. Didier — eingöngu úr gleri. Borð- stofan er klædd innan með rauðum og blá- um glerflísum, stiginn er búinn til úr grófu, bólóttu gleri. Nú er þetta hús eins konar safn. Þar er glerkistan, sem Antoine svaf í á sínum tíma, og þar eru höfð til sýnis fjöldamörg af hinum sérkennilegu vaxhöfðum með lakkhárgreiðslunum. Á sveitasetri sínu við Gravigny hefir hann í borðstofunni matborð, sem er lýst upp neðan frá. Plötunni er hægt að lyfta af og undir henni, er geymdur borðbúnað- ur og dúkar. Frá landsetrinu má sjá yfir í kirkjugarðinn, þar sem gröfin hans bíður. Minnisvarðinn er alveg tilbúinn — það er myndastytta, sem á að tákna Iíkama og sál. Pólskur myndhöggvari gerði hana eftir fyrirsögn Antoines sjálfs. Jafnvel út yfir gröf og dauða ætlar Antoine að vekja eftirtekt á sér. Gyðingur bjargar þýzkum f lugmaimi. M. E. Jacobs, liðsforingi i brezka hernum, er Gyðingur. Hann sést hér á myndinni við hliðina á þýzkum flugmanni, sem hann hætti lífi sínu til að' bjarga. Plugvélin var skotin niður úti fyrir Folkestone- ströndinni. Jacobs steypti sér til sunds og synti 300 metra út að flugmanninum og hélt hon- um á floti, þangað til bátur kom og bjargaði þeim. Maggi og Raggi Raggi: Heyrðu afi, Sigga systir er úti, vilt þú ekki skrifa undir einkunnar- bókina mína? Afi: Ef hún er falleg, þá skal ég gera það, en þú verður að ná i gleraugun mín. Raggi: Geturðu ekki lesið nema þú hafir gleraugun, afi? Afi: Nei, ekkert að gagni. Afi: Þegar ég les gleraugnalaust, sé ég allt tvöfalt. Raggi: Viltu þá ekki lesa einkunnar- bókina mina gleraugnalaust ? Raggi: Því að ef þú sérð tvöfalt, það sem stendur í einkunnarbókinni minni, þá næ ég prófinu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.