Vikan


Vikan - 09.04.1941, Blaðsíða 4

Vikan - 09.04.1941, Blaðsíða 4
4 VTKAN, nr. 15, 1941 ið er efnasamband í munnvatninu, sem breytir kolvetnunum í sykur). Ekki und- arlegt, þó að sumu öldruðu fólki finnist kolvetnaauðug fæða þung í maga. Saga læknavísindanna getur um margar tilraunir til ynginga, sem allar standa í einhverju sambandi við kynkirtlana. Fyrir fimmtíu árum gaf Brown-Sequard sjálf- um sér inn safa úr kynkirtlum, þegar hann var sjötugur, en áhrifin voru skamm- vinn og hann dó. Aðrir frægir ynginga- læknar eru Steinach, sem með því að loka fyrir sáðgöngin hugðist að örva starf- semi kynkirtlanna, og Voronoff, sem með uppskurði tók burtu kynkirtla úr mönn- um og setti í staðinn kynkirtla úr öpum. Allar þessar aðgerðir höfðu í för með sér yngingu og endurvöktu kynhvatirnar — en kynkirtlarnir, sem græddir höfðu ver- ið inn visnuðu og dóu, og áhrifin urðu að- eins skammvinn. I ljósi nútíma þekkingar á þessum málum var þess heldur ekki að vænta, að endurnýjun þessara kyrtla ein út af fyrir sig gæti lengt lífið, þar sem svo mörg önnur líffæri eru ómissandi þátt- ur í því innra jafnvægi, sem við köllum heilbrigði. Hver er orsök þess, að vefirnir breytast með aldrinum? Dr. Karnes segir, að við líkskoðun á gömlu fólki, sem dáið hefir úr hjartasjúk- dómum eða æðakölkun — algengustu dauðaorsökum eldra fólks — hafi hann oft fundið bólgur og aðrar skemmdir eftir gömul meiðsli. Hann slær fram þeirri skoð- un, að þær breytingar á vefjunum, sem fylgja ellinni, séu ef til vill, að minnsta kosti, að sumu leyti afleiðing löngu liðinna sjúkdóma. Dr. Gregory Schwartzman, læknir við Mount Sinai spítalann í New York hefir uppgötvað, að úrgangsefni þau, sem bakteríur gefa frá sér út í blóðið, veikja blóðkornin og valda blóðliframyndunum, en það er einmitt svipað ástand og blóð- sjúkdómar, sem einkum ásækja eldra fólk, orsaka. Þessi uppgötvun hans bendir til þess, að það sé einmitt bakteríurnar, sem valdi ellimörkum blóðsins, og undirbúi þannig jarðveginn fyrir þær vefjabreyt- ingar, sem fylgja síendurtekinni baráttu við bakteríurnar. Mataræðið er eitt af því, sem menn hafa lengi haft grun um að hefði áhrif á aldur manna. Prófessor Henry C. Sherman og dr. Harriet L. Campbell við Columbía- háskólann, sem gart hafa mataræðistil- raunir á rottum í tuttugu ár, hefir raun- verulega tekizt að lengja líf þeirra. Með því að gefa þeim fæðu, sem var auðug af A vitamín, riboflavin og calvium, lifðu þær tíu prósent lengur en rottur af sama stofni, sem aldar voru á venjulegri fæðu. Prófes- sor Shermann er sannfærður um, að hið sama eigi við um mennina, því að efna- samsetning á næringarvökvum mannsins og rottunnar sé tiltakanlega lík. Hann trú- ir því að lengja megi mannsæfina um tíu prósent með því að hafa fæðuna auðuga af A vítamín, riboflavin og calcium, en grænmeti og ávextir eru einmitt auðugir af þessum efnum (einkum grænir og gul- ir). Sömuleiðis mjólk (þar með talinn ost- ur og rjómaís). Prófessor A. J. Carson við háskólann í Chicago slær fram þeirri skoðun sinni, að þáttar þess, sem arfgengi á í langlífi, sé ef til vill að leita í „hæfni mannsins til að sigrast á eða laga sig eftir óhagstæðum kringumstæðum" — eins og til dæmis bakteríusjúkdómum, mataræði, vinnu og | Vitið pér pað? É 1. Hvenær fæddist Jeanne d’Arc og hvar? : : 2. Hvenær tóku Þjóðverjar Sudetahéruð- I É in í Tékkóslóvakíu ? I É 3. Hvaða þrjú lönd í Evrópu hafa stærsta É E íbúatölu ? É 4. Hvað heitir höfuðborg Chile? \ | 5. Hver er 2. landkjörinn þingmaður? É | 6. Hvort er það skröltormurinn eða gler- : augnaslangan, sem lifir i Ameriku ? É | 7. Hvað heitir lengsta á í Evrópu? | : 8. Hvað heitir stærsta eyja Frakka í é É Evrópu ? É E 9. Yfir hvaða tímabil er söguöldin ís- É | lenzka talin ná? É = 10. Hve margar milljónaborgir eru i Af- = É ríku ? É É Sjá svör á bls. 15. : ''iiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiH m Mi iii iin ii iiiiniMiiiiiii ii tmiiiiiniiiii 111111111111 iii it>' öðru því um líku. Ef hægt er að draga úr skaðlegum áhrifum þessa kringumstæðna, kann það að hafa áhrif á langlífi ýmsra manna, jafnvel allra. Of mikil vinna, ofreynsla og langvinn andleg áreynsla, krefst allt mikillar orku og safnar saman úrgangsefnum, sem íþyngja eðlilegu endurnýjunarstarfi líkam- ans. Þreyta, ótti og hugarangur eru hættu- merki, sem náttúran gefur okkur. Prófessor Pearl komst að þeirri niður- stöðu, að jafnvægi hugans væri aðalein- kenni þeirra manna, sem næðu níræðis og tíræðis aldri. „Flest þetta óvenju langlífa fólk,“ segir hann, „var rólynt og ekki sít- unarsamt. Líf þess hafði liðið áfram eins og lygnt, straumþungt fljót, án fossa eða flúða. Lengd lífsins stendur venjulega í beinu hlutfalli við hraða þess — því örara sem það er, því skemmra verður það.“ Æstar tilfinningar leysa úr læðingi efna- samböpd, sem fara út í blóðið, örva hjart- sláttinn, draga saman æðaveggi slagæð- anna og auka þannig blóðþrýstinginn, safna blóðinu saman í vissar slagæðar og auka venjulega lífshraðann. Ef þetta end- urtekur sig mjög oft, getur það valdið óbætanlegum skemmdum. Það væri áfellisdómur á hina marglof- uðu nútíðarmenningu, ef aðalorsök ellinn- ar skyldi reynast að vera sá niðurbældi ótti og þær æstu tilfinningar, sem ásækja okkur, og sem óneitanlega eru trúir fylgi- fiskar hennar. „Gakk þú ekki gírugur til fœðunnar.“ Harmsaga í fjórum páttum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.