Vikan


Vikan - 09.04.1941, Blaðsíða 3

Vikan - 09.04.1941, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 15, 1.941 3 Eftir Qeorg W. Qray Hver er orsök ellinnar? Skipulagðar rannsóknir eru nú hafnar til að leita svars við þess- ari spurningu og ýmislegt athygl- isvert er þegar komið í ljós, eins og sjá má á þessari grein. Fyrir hundrað áxum var dr. Oliver Vendell Holmes spurður að þvi, hvað væri öruggasta ráðið til að ná hárri elli. Ráðleggingar hans voru þessar. „Aug- lýsið, nokkrum árum áður en þér fæðist, eftir foreldrum, sem bæði eru afkomendur langlífra foreldra.“ Dr. Holmes hafði ekki neinar vísindaleg- ar staðreyndir að byggja á. Ráðleggingar hans voru aðeins byggðar á athugunum. En margar nútíma rannsóknir styðja þessa niðurstöðu hans. Prófessor Raymond Pearl og aðstoðarmenn hans við John Hopkins háskólann í Bandaríkjunum leit- uðu sér upplýsinga um ættir 365 manna, sem náð höfðu níutíu ára aldri eða meira, og komust að þeirri niðurstöðu, að for- eldrar þeirra urðu frá 12 og upp í 17 ár- um eldri en meðalaldur þeirrar kynslóð- ar, sem þeir tilheyrðu. Einn tíræður öld- ungur var afsprengi foreldra, sem náð höfðu 97 og 101 árs aldri, og afar hans og ömmur urðu 104, 98, 106 og 93 ára. Prófessor Pearl setti fram þá skoðun sína, að menn þeir, sem næðu 90 ára aldri eða meir, væru einstaklingar, sem náttúran hefði valið samkvæmt reglunni um úrval tegundanna. Þeir lifa lengur af því að þeir hafi ,,að öllu leyti sterkari líkamsbyggingu og eru búnir sterku mótstöðuafli gegn hvers konar sjúkdómum.“ Læknavísindunum hefir orðið mikið ágengt í því að lengja meðalaldur mann- anna. Við lifum að meðaltali mikið leng- ur en forfeður okkar, en eftir því sem árin færast yfir hrörnar líkaminn. Jafn- vel þó að einhver gæti algerlega komizt hjá öllum sjúkdómum, mundi hann um síð- ir deyja úr elli. Sumir vísindamenn efast þó um, að nokkur maður deyi úr elli. Dr. Howard við Western Reserve háskólann hefir fram- kvæmt 19000 líkskoðanir og ekki fundið neina slíka dauðaorsök. Og úr því að all- margt ungt fólk og jafnvel börn fá krabba- mein, æðakölkun, hjartasjúkdóma og aðra svo nefnda hrörnunarsjúkdóma, má til sanns vegar færa, að ellin sé ekki orsök þessa sjúkdóma — hún eykur aðeins mögu- leikana fyrir þá. Eftir því sem æfin lengist, verður svigrúmið meira fyrir bakteríur eða annað, sem verður að vera fyrir hendi til þess að dauðann geti borið að. Við deyjum ekki — við erum drepin. Ellin er ef til vill aðeins afleiðing af æfi- langri baráttu við bakteríur, eitrun, fæðu- skort, ofþreytu og annað þess konar. Sam- kvæmt þessari kenningu er ellin ekki nein líffræðileg nauðsyn, og möguleikarnir til að lengja drjúgum blóma lífsins því fyrir hendi. Má teljasf ánægjulegt, að rannsóknir á orsökum ellinnar er nú orðin að sérgrein innan læknavísindanna. Árið 1939 kom út mikil bók, „Læknisfræðilegar rannsóknir á eðli ellinnar“, sem 26 mikilsmetnir læknar stóðu að, og má telja að hún marki tíma- mót í kerfisbundinni rannsókn á þessu vandamáli. I fyrra stofnuðu 20 læknar, líf- eðlisfræðingar og efnafræðingar í Ameríku „félag til rannsókna á eðli ellinnar“. Þeir halda fundi öðru hvoru til þess að kynna hverjir öðrum niðurstöðumar af rannsókn- um sínum og skipuleggja nýjar rannsókn- ir. Um sömu mundir hóf heilbrigðismála- ráðuneyti Bandaríkjanna einnig rannsókn- ir á þessu sviði og ýmsar stofnanir veita þeim f járhagslegan stuðning. Takmarkið er ekki aðeins að f jölga æfi- árunum, heldur að auka hreysti og heil- brigði í ellinni. Margir óttast ellina vegna þess hramleika, sem oftast fylgir henni — sljóvgun, þverrandi valdi yfir vöðvum og hreyfingum og stirðnun í liðamótum. Eru þessi ellimörk óumflýjanleg ? Þegar læknavísindin leita svars við spumingu eins og þessari, leita þau oft- ast á náðir tilraunadýranna. Á Rockefell- erstofnuninni í New York var hundur, sem bar öll einkenni ellihrumleikans. Hann var svo máttfarinn, að hann gat naumast stað- ið eða étið. Dr. Alexis Carrel ákvað að sjá, hvað skeði, ef hann dældi í hann nýju blóði. Með nokkrum aðgerðum tók hann um tvo þriðju af öllu blóði hundsins, skildi rauðu blóðkornin frá blóðvatninu, blandaði þeim saman við upplausn, sem innihélt þau sölt, sem eru í venjulegu blóði, og dældi svo þessu nýja blóði í hundinn. Þegar hundur- inn var búinn að ná sér eftir þessar að- gerðir, hljóp hann um og gelti, en það hafði hann ekki gert í mörg ár. Augun urðu skær, augnalokin eðlileg og hárafarið fallegra; og það sem var merkilegast af öllu: kynhvatir hans vöknuðu að nýju. Hann hafði yngst Xipp. Dr. Carrel rannsakaði þetta frekar með vefjaræktaraðferð sinni, en þær eru í því fólgnar, að hann hefir haldið lifandi hluta af hjarta úr hænuunga í 25 ár, með því að geyma það í næringarvökva. Hann tók eftir, að ef hann bætti blóði úr ungum hænuungum út í upplausnina, kom fram breyting í vexti hjartavefjanna. En ef hann setti blóð úr gamalli hænu út í þá varð útlit vefjanna í samræmi við aldur hænunnar. Dr. Carrel álítur, að orsök þess að endur- nýjun vefjanna verður meira hægfara með aldrinum, sé sú, að blóðið sé orðið gamalt. En að setja nýtt blóð í staðinn fyrir gam- alt er út af fyrir sig ekki nóg. Hinir öldr- uðu vefir gefa stöðugt frá sér út í blóðið hormóna og önnur efnasamþönd. í hund- inum, sem getið er um hér að framan, mátti greinilega sjá áhrif þessara efnasambanda hálfum mánuði eftir að aðgerðin hafði far- ið fram, og þó að blóðið væri endurnýjað aftur, hafði það aðeins skammvinn áhrif, ellimörkin komu fljótlega í ljós á ný. Hrörnun blóðsins með aldrinum er að því er virðist aðeins afleiðing af hrörnun vefjanna, sem gefa frá sér hin óteljandi efnasambönd, og síðan berast með hring- rás blóðsins út um allan líkamann. Jafnvel meltingarvökvar öldungsins virðast vera öðruvísi en ungliugsins. Til dæmis er ptyal- ínið í munnvatni áttræðs manns aðeins einn þrítugasti og fjórði partur af því, sem er í munnvatni 25 ára manns (ptyalín- „Ódauðlega baruið“. Þessi mynd er af Jean Gauntt — baminu, sem átti að lifa að eilífu. Honum var komið fyrir í bamagarði „hins konunglega bræðralags hugspekinga" í Oakdale í Bandaríkjunum. — Sérstakt mataræði, hjúkmn og hreinar hugsanir áttu að gera Jean ódauðlegan, en móður hans snerist hugur og heimtaði að fá hann heim aftur, svo að ekkert gat orðið úr þessum merkilegu(?) tilraunum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.