Vikan


Vikan - 09.04.1941, Blaðsíða 6

Vikan - 09.04.1941, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 15, 1941 Bátinn bar að landi. Þau gengu heim- leiðis. Á stórri grasfiöt var fólk í „kroket“- leik og ýmsum smáleikjum, aðrir röbbuðu saman. ,,Þú kemur upp með mér, Gréta. Við hvílum okkur fram að kaffinu, það eykur matarlystina," sagði Hanna. Þær gengu til herbergis Hönnu. Hún fleygði sér endi- langri upp í eitt rúmið. „Það veitir ekki 'af að hvíla sig eftir erfiða sjóferð," sagði hún hlæjandi. „Ef þig langar til að sjá andríkan, uppörfandi skáldskap, þá skaltu lesa í bókinni, sem er á borðinu. Eigin framleiðsla." Margrét settist við borðið og blaðaði i bókinni. Hávær bjölluhringing. Hanna stökk á fætur. „Kominn kaffitími. Blessuð púðraðu á þér nefið og komdu niður.“ Þær gengu niður, inn í borðsal og settust við borð undir glugga. „Hvað má bjóða þér, vin- kona?“ spurði Hanna. „Kaffi, súkkulaði, mjólk?“ og hún sló út hendinni glettnis- lega. „Kaffi, þakka þér fyrir,“ sagði Mar- grét. Þær drukku kaffið þegjandi. Margrét virti fyrir sér fólkið, sem smátt og smátt tíndist inn, unz hvert borð var skipað. Þetta var marglitur hópur, ungt fólk, Ijós- klætt og léttklætt, gamalt fólk, gráhært og sköllótt, hæglátt fólk, er lét lítið yfir sér. Glaðlyndir menn, sem töluðu hátt og mikið, þungbúnir og þögulir menn, meðlífs- leiða í svipnum. Sumir voru feitir, aðrir magrir, sumir hvorugt. Sumir rjóðir og sólbrúnir, aðrir fölir og litlausir. Fólkið skrafaði saman og drakk kaffið. — Vin- konurnar stóðu upp og gengu inn í stóra stofu, bjarta og sólríka. Ungur maður lék á slaghörpu. „Þarna er píanósnillingurinn okkar,“ sagði Hanna. Ungi maðurinn lék dægurlög. Hanna sat á stól og stappaði niður fætinum eftir hljóðfallinu. Allt í einu spratt hún á fætur, rétti unga manninum nótnabók og mælti við hann hljóðlega. Maðurinn hneigði höfuðið samþykkjandi og spilaði „Söng Sólveigar“. Hanna kreisti hönd vinkonu sinnar, svo að liún fann til undan átakinu. „Gamla lagið okk- ar,“ hvíslaði hún. Þær gengu út. Hlaðið var fjölskipað fólki og fjöldi bíla var þar samankomin. „Hér er mannmargt,“ sagði Margrét. „Já,“ svaraði Hanna. „Hér er oft mann- margt á sunnudögum, þegar veður er gott.“ Þær gengu spölkorn eftir stígnum. „Og þarna eru tjöld,“ sagði Margrét. „Já, sumir búa í tjöldum. Þar er nú stundum gaman að lifa. Þeir eru frjálsir serp fuglar himinsins, sem himnafaðirinn fæðir af gæsku sinni.“ Þær settust. „Þú heimsækir mig nú næsta 'sumar, Hanna mín,“ sagði Margrét. „Já, það væri nú gaman, ef ég gæti það,“ sagði Hanna, „en þá þyrfti ég að fá frí í heilan mánuð.“ „Hvað fékstu langt frí í sumar?“ „Hálfan mánuð,“ anzaði Hanna og setti stút á munninn. — Sól var enn hátt á lofti, þegar hátt og hvellt bílflaut kvað við. Vinkonurnar spruttu á fætur, hröðuðu sér að bílnum og kvöddust hlýlega. „Við hittumst fyrir vestan næsta sumar,“ sagði Margrét. Fólkið tíndist í bílana. Sumir voru með farangur, þeir voru að fara heim. Hópur manna kvaddi þá með þökkum og árnað- aróskum. — Bíllinn rann af stað, ótal hendur veifuðu. Hanna horfði á eftir bílnum þungbúin og þögul. Hönd var lögð á öxl hennar. Það var Palli. „Ertu með á göngu, Hanna?“ „Æ, nei, elsku Palli minn, ég er í svo slæmu skapi.“ „Ertu í slæmu skapi á svona sólskins- degi?“ Palli glápti á hana næstum bjána- lega. „Já, vinur minn, eftir þennan góða dag og skemmtilegu heimsókn er ég í svo slæmu skapi, að ég vildi helzt fara upp í rúm og grenja, ef ég gæti kreist fram nokkurt tár. Heimsókn æskuvinkonu minn- ar rifjar upp fyrir mér allt það, sem ég átti bezt og fegurst, og þá harma ég mest hreysti horfinna daga og finn sárast til þess að vera fangi hér á Vífilsstöðum ár eftir ár.“ Vélritunarstúlka með gasgrímu. Nemendur í ítölskum hraðritunar- og vélritunarskóla eru látnir læra að vélrita með gasgrímu og er það gert til þess að þeir geti haldið áfram að vinna, þótt gerð sé árás með gasi. Gasgríman er að framan úr gegnsæum tréningi og loftið kemur gegnum gúmmíslöngu úr súrefnisgeymi. Fallbyssa notuð í símavinnu. Þegar strengja á síma- eða rafmagns- þráð yfir svæði, sem illt er yfirferðar, nota menn aðferð, er minnir á björgun manna úr sjávarháska. Ur hlaupvíðri fallbyssu er skotið grannri línu, sem getur verið 2 kíló- metra löng. Hún þýtur yfir vegleysuna og stefnir á leiðslustaurinn. Síðan er streng- urinn dreginn að staurnum með hjálp grönnu línunnar. Baklaus stóll eða hægindastóll. Kristín Svíadrottning var í mörg ár í Rómaborg og dó þar 1689. Frá veru henn- ar í héimsþorginni er sögð eftirfarandi saga, sem í vorum augum varpar á bros- legan hátt ljósi yfir siðareglur þeirra tíma og framkomu hinnar sérkennilegu drottn- ingar. Nýr franskur sendiherra var kom- inn til Rómar. Hann hafði hugsað sér að heimsækja Kristínu, en þó því aðeins, að hann vissi fyrir fram, að drottningin byði sér hægindastól, en léti ekki nægja að bjóða honum baklausan stól. En þetta stríddi á móti þeirri meginreglu Kristínar að bjóða ekki öðrum en kardínálum hæg- indastól. Drottningin og eftirlætisgoð henn- ar, Azzoline kardínáli, skrifuðu bæði Lúð- vík XIV., til þess að sannfæra hann um, að sendiherra hans í Róm, sem að vísu var hertogi, hefði krafizt ómögulegs hlutar með því að fara fram á að fá hægindastól. Og endirinn á öllu saman var sá, að sendi- herrann varð að gera sér armlausa stól- inn að góðu. Maggi og Raggi. Kennarinn: Raggi, lofaðu mér að sjá heimastílinn þinn. Raggi: Já, kennari. Það — það er að segja það — það sem ég er búinn með af honum. Kennarinn: Ætlarðu að segja mér, að þú hafir enn einu sinni trassað að gera stílinn þinn? Raggi: Ekki alveg. Ég var byrjaður á honum. s v\ J- Pykjm m %'* • 3 Raggi: Áður en þér lesið hann, iang- ar mig til að gefa yður lítið epli. Kennarinn: Epli? Heyrðu góði, ber að skilja þetta svo, að það sé til- raun til að múta mér? dl Raggi: Það — það er nú kannske full sterkt til 'orða tekið. Ég fyrir mitt leyti mundi heldur vilja kalla það friðartil- boð.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.