Vikan


Vikan - 09.04.1941, Blaðsíða 9

Vikan - 09.04.1941, Blaðsíða 9
VIKAN, nr. 15, 1941 9 Hinn heimsfrægi hnefaieikameist- ari Gene Tunney, sést hér á. mynd- inni, þar sem hann er að sverja ameriska flotanum holiustueið, en hann var nýlega tekinn í varalið flotans. Eiðtaki var flotamálaráð- herrann, Frank Knox. Styrjöldin er komin til Lands- ins helga. Kolsvartur reykjar- mökkur breiðist yfir Gyðinga- musteri og kirkjugarð í Haifa í Palestínu eftir loftárás Itala á oliubirgðir Breta þar. Sagt var, að 39 Gyðingar hefðu far- izt en 58 særzt í árásinni. Síðastliðið sumar var þetta landsvæði frjósamar tóbaks- og hveitiekrur, en innan skamms verður þetta stærsta púðurverksmiðja Bandaríkjanna — amerískur hraði! Kanadameim æfa sig undir að taka á móti þýzkri innrás. Brezka varðliðið við Ermarsund var ný- lega tvöfaldað til þess að vera betur búið gegn innrás. Hér á myndinni sést kanadisk liðsveit, sem nýlega er komin til Englands. Þeir eru að æfa sig i að flytja skriðdreka og önnur þung hertæki yfir fljót, og er það einn liðurinn í æfingu heimavamarliðsins. A leið til Hoilywood. Þessi stúlka heitir Katherine Rohrer. — Hún vakti athygli „stjömuveiðara“ frá Hollywood á dansleik, sem hún var á í New York, með fegurð sinni og glæsilegri framkomu. Hann bauð henni að taka af henni kvikmynd til reynslu og sú mynd tókst svo vel, að hún á nú vísan frama i Hollywood. Þessi mynd er tekin af Marcia Pate, seytján ára gamalli stúlku frá Brookline í Bandaríkjunum, um borð í skipinu Evangeline á leið til Nova Scotia. Hún ætlar sér að verða bílstjóri á sjúkrabíl og fara til Englands, og er það gert með samþykki föður hennar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.