Vikan


Vikan - 09.04.1941, Blaðsíða 15

Vikan - 09.04.1941, Blaðsíða 15
15 VIKAN, nr. 15, 1941 voru játninganna börn þá, og söm eru þau enn í dag. Nútímamaðurinn heldur sig ekki tilbiðja afguði, líkt og fáfróðir fornaldarmenn gerðu, en gleymir því, að nú er það skoð- un hans eða stefna, sem er eftirlætis- hjáguð hans, eða jafnvel einasti guð. Og sannarlega veit hann hið eina rétta, hans skoðun er hin eina sáluhjálplega trú, hans stefna á að sigra og stjórna heiminum. Annara manna skoðun er villutrú hjá sjálf- um fjandanum upprunnin. Hana skal berja niður með báli og brandi. — Sami „rétt- trúnaðurinn" og fyrr á öldum, sömu of- sóknirnar, sama ofstækið og umburðar- leysið. Ekkert undur að slíkum mönnum geðjast illa að kenningunni um hinn ,,óháða“ mann. Ég var einnig að ljúka við lestur bókar eftir Julian Huxley, og er hún líffræðileg erindi. Síðasta erindið fjallar um líffræði og guðshugmyndina, og er þar fræðimann- lega á málum haldið, en sennilega færi „hrollur“ um einhvern rétttrúaðan guðs- mann við slíkan lestur, og er það lán fyrir slíkan mann á landi voru, að enginn xnun ráðast í að þýða þessa bók. Pétur Sigurðsson. Framh. af bls. 7 fegurð og dásemdir heimsins að nýju, og gegnum spurningar þeirra lifað upp aftur löngu horfna bernsku. Eftir að ég kynntist gamla manninum fór ég að taka til í rykföllnum hillum hug- ans. Ég sá, að ég varð að losa mig við varfærni ellinnar, eitur óttans og undan- látsseminnar. Áður hafði mér hrosið hug- ur við að þurfa að fara í ferðalag. Mér fannst ég vera of gamall til að hætta mér út úr öryggi stofukróksins. Ég hafði lokað mig úti frá umgengni við ungt fólk. Ég hafði skolfið við tilhugsunina um að mæta einhverju ókunnugu — fólki, atburðum og hugmyndum. Nú tek ég þessu öllu opnum örmum, vit- andi það, að aðeins með því móti get ég lifað. Ég reyni að njóta lífsins með öllum skynfærum mínum, eins og blindi maður- inn býr til myndir í huga sínum af því, sem hann þreifar á. Þegar við hlustum í dag á hamfarir ver- aldarsögunnar, sem er að skapast allt í kringum okkur, getur það virzt næstum því ómögulegt að varðveita trúna á lífið. En lífsgleðin getur hlotið fullnægingu og endurnýjun í hlutum, sem liggja svo hendi nærri, að við komum naumast auga á þá. jGróður akra og trjáa, litauðgi sólarupp- 'rásarinnar og kvöldsetursins, barnið, sem leikur sér í hlaðvarpanum, vingjarnleg sambúð okkar við meðbræðurna. Allt skap- . ar þetta lífsgleði, gefur lífinu gildi og glæð- 1 ir trúna á það. Og trúin á lífi'ð er máttur æskunnar. ,y*i*»miiiniiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin*i*ni»»ii*ii*»i**»i»»»***»*»»»»»*»»**»»********i********»*»*»*»****»»*»******* ^ Barnaskór| | í stóru og fjölbreyttu úrvali ft Rafmagnsperur, veniulegar, 15—100 watta. Kertaperur, glærar og litaðar. Vasaljós. Battarí í vasaljós. Skrifborðslampar. Eldhúsvogir o. fl. Raftœkjaverzl. Ljósafoss Laugavegi 26. Það er alveg áreiðanlegt! Rannsóknir hafa leitt í ljós, að það eru fimm ilm- tegundir, sem njóta almennastrar hylli hjá mönnum. Það er: ilmur af rósum, furutrjám, fjólum, hyacint- um og liljum. Sams konar rannsókn leiddi í ljós, að þær lyktartegundir, sem mönnum þóttu verstar, voru: lykt af hvítlauk, brenndu gúmmíi, olíu, spiki og hrá- um fiski. Hvað hvítlauknum viðvíkur, mun það þó tæplega eiga við um latnesku þjóðirnar og sennilega munum við Islendingar heldur ekki viðurkenna ólykt- ina af hráum fiski. Meðferð ungbarna. Framhald af bls. 10. og göngulagsins, og væri, sannast að segja, hreinasta forsmán, svo að kveðið sé að þessu á góðri og gildri íslenzku, ef nú væri hér tekið upp sama skólagið fyrir ungbörn sem nú tíðkast á fullorðnum, totuskórnir ill- ræmdu! Hann er þó sannarlega lysti- legur, barnsfóturinn, og yndi á að horfa, meðan hann fær að vera eins og hann var skapaður, en hverjum lifandi manni gæti nokkurn tíma .dottið i hug að segja það sama um fót á fullorðnu fólki, sem er allur úr - lagi genginn, skakkur og skældur af * frammjóum skóm, og ofan í kaupið háhæluðum eins og kvenfólkið notar. Utan af hlaðinu eða götunni I geta margskonar óþrif — og þau mjög stór háskaleg — borizt inn í híbýlin og valdið þar óbætanlegu tjóni, með svo mörgum hætti að varla verður tölu á komið. Börnin vaða venjulega inn í stofur eins og þau eru til fara, beint úr forinni úti fyrir, og bera með sér margs konar óþverra á fótunum. Þessi óþverri peðrast svo út um öll gólf; þar eru fyrir önnur yngri börn að ýmsum leikjum, sum skríðandi og alla vega, eins og gengur, og ata sig út í þess- um óþokka, bæði um hendur og föt sín; svo fara þau máske að borða rétt á eftir án þess að þvo sér um hendur, og þarf þá ekki að sökum að spyrja: þau geta á þennan hátt fengið ofan í sig allskonar óþrif, kannske bráðsmitandi sum, t. d. berklasýkla eða þvilíkt. Það þykir meira að segja sannað, að berklaveiki ungbarna sé að minnsta kosti stund- um svona til komin. Allt ber því að sama brunni: hreinlæti og þrifnaður ei-u lífsspursmál fyrir alla, ekki sízt ungviðið. Þið mæður! Kennið því börnunum ykkar allskonar þrifnað og hreinlæti frá fyrstu byrjun, hafið það fyrir börnunum í öllu dagfari ykkar, og þið skuluð sanna að þau taka það eftir smátt og smátt! Venjið börn ykkar á að taka af sér óþrifa-skóna áður en þau koma inn i stofur eða bæinn og setja upp aðra inniskó; venjið börnin á að þvo sér rækilega um hendur áður en þau fara að borða, og það það jafn- vel þó ekki séu sjáanleg óhreinindi á þeim! Ástæðan til þess, að gamlar Beduinakonur bæði í Afríku og Arabíu ganga í svo síðum skikkjum, að þær draga hana við jörð, er sögð vera sú, að með því voni þær að geta þurrkað út fótspor sín, svo að illir andar eða freistarar geti ekki veitt þeim eftir- för. Hvers vegna yngri og laglegri kynsystur þeirra fylgja ekki þessum gamla sið, segir sagan ekki. Frá þvi 1804, að Haiti lýsti yfir sjálfstæði sínu og þar til 1915, að Bandaríkjamenn tóku við stjórn eyj- arinnar, höfðu verið tuttugu og fjórir forsetar við stjórn þar, og af þeim höfðu 14 horfið á dularfullan hátt — og tekið með sér ríkissjóðinn. Svör við spurningum á bls. 4: 1. 1412, í Domremy í Frakklandi. 2. 1. október 1938. 3. Sovjet-Rússland, Þýzkaland og Stóra-Bretland. 4. Santiago. 5. Sigurjón Á. Ólafsson. 6. Skröltormurinn. 7. Volga. 8. Korsíka. 9. 930—-1030. 10. Ein: Kairo, með 1,104,000 íbúum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.