Vikan


Vikan - 09.04.1941, Blaðsíða 5

Vikan - 09.04.1941, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 15, 1941 5 Steíán frá Helgafelli: Sólskinsdagur. Á þessari látlausu smásögu, sem lýsir því, er tvær vinkonur hittast, er óvæntur endi. Stóri áætlunarbíllinn rann eftir rykug- um þjóðveginum, sólbjartan sunnu- dag á miðju sumri. Hann veltist til á ójöfnunum um leið og hann tók snögga beygju út af aðalveginum og ók, sem leið lá, eftir ósléttum hliðarvegi, að stóru stein- húsi, í sumarfögru umhverfi. Þar stað- næmdist hann í stórum hlaðvarpa og f jöl- mennur farþegahópur tíndist út. Nokkrir farþeganna höfðu farangur meðferðis, töskur og poka. Þeir voru að koma til dvalar. Hávaxin kona, klædd hvítum slopp, tók á móti þeim, bauð þá velkomna og vísaði þeim til herbergis. Fjöldi fólks var fyrir, bæði á hlaðinu og inni í fordyrinu. Margir áttu kunningja meðal hinna nýkomnu og heilsuðu þeim hlýlega. Meðal farþeganna var ungleg kona, klædd íslenzkum búningi. Hún virtist vera ókunnug þeim, er úti voru, því að hún gekk inn án þess að heilsa, eftir að hafa litast um í hópnum. 1 fordyrinu vék hún sér að ungum manni, ljósklæddum og létt- klæddum, og sagði: „Afsakið. Dvelur hér stúlka, sem heitir Hanna Jónsdóttir?“ ,,Já, hún býr á næstu hæð. Ég skal vísa yður leið.“ Þau gengu upp tvo stiga, inn gang og staðnæmdust við dyr á vinstri hönd. „Hérna býr hún,“ sagði pilturinn. Konan þakkaði, barði á dyrnar og gekk inn í lítið, snoturt herbergi, er var baðað geislum há- sumarssólarinnar. Við borð undir stórum glugga, er sneri í suðurátt, sat stúlka við skriftir. Hún spratt á fætur, gekk á móti konunni og hrópaði hrifin og undrandi: „Nei, hvað sé ég. Er það þá ekki mín gamla, góða vinkona Margrét Sveinsdóttir. Ég verð víst að bíta mig í litla fingurinn, til þess að vera viss um að ég sé vakandi. Ég hélt þú værir bergnumin vestur á f jörð- um og sæist aldrei framar utan þess ömur- lega útkjálka íslenzkra byggða.“ Og hún hristi hönd vinkonu sinnar duglega. „Já, Hanna mín góð, þetta er gamla Gréta. Ég þurfti að bregða mér að heiman snögga ferð til lækninga. Eitthvað athuga- vert í nefinu,“ sagði hún, er Hanna leit á hana spurnaraugum. „Svo frétti ég, að þú værir hér og brá mér hingað til að heilsa upp á þig og sjá staðinn, því að hingað hefi ég aldrei komið fyrr.“ „Jæja, hvernig lízt þér svo á staðinn, híbýlin og mig?“ spurði Hanna brosandi. „Hér er bara ljómandi fallegt," sagði Margrét og leit út um gluggann. „Herberg- ið er vistlegt, og þú — ekki ert þú verst, feit, sælleg, sólbrún í framan og hraustleg eins og bezt má vera. Og ástarglampinn í augunum alveg eins og áður, þegar þú brenndir hjarta allra þeirra ungu manna, er litu þig.“ Margrét hló. „Ertu að yrkja?“ bætti hún við, er henni var litið á blöðin á borðinu. „Er það sama ömurlega yrkis- efnið og hér áður fyrri, vonlausar ástir, söknuður, sorg og dauði?“ „Nei, elsku bezta Gréta mín, ég er vaxin upp úr því fyrir löngu. Nú yrki ég um æsk- una, vorið og sólskinisdýrð sumarsins.“ „Jæja, það finnst mér svei mér fram- för,“ sagði Margrét. „En hvernig er ann- ars heilsufarið, ertu sæmilega hress?“ „Já, ég held nú það, stálslegin eins og eldishestur, akfeit og blómleg, enda hjálp- ast hér allt að til að gera mann að nýjum og betri manni, sólskinið, ástin, matarlyst- in, hvíldin og góður félagsskapur. Hér bú- um við þrjár ungar stúlkur," og Hanna benti á þrjú uppbúin rúm. „En hinar tvær eru nú ekki heima í dag,“ bætti hún við. „En komdu annars út og sjáðu, hvernig lífið er utan dyra á þessum blessaða stað á svona sólskinsdögum.“ Þær gengu niður og út. Hanna var klædd Ijósum, þunnum kjól og sló frá sér með þunnri slæðu. Þær gengu spölkorn í aust- urátt. Hanna nam staðar, sló út höndun- um og sagði með hátíðarblæ í röddinni: „Nú sérðu alla sumadýrðina á þessum und- urfagra, unaðslega stað. Og þarna er vatn- ið, spegilslétt og fagurt. Um það förum við á bátnum; það er nú okkar sjómennska." Margrét hló. „Alltaf ertu sjálfri þér lík, Hanna mín, hátíðleg og hæðin í senn. Það er svei mér hressandi fyrir þunglynda, hálfgamla sjómannskonu vestan af fjörð- um að heilsa upp á sunnlensku lífsgleðina.“ Hanna blakaði við henni með slæðunni. „Ja, svei þér, háðfuglinn þinn. Ég held þér sé sjálfri um að kenna, ef þú myglar vestur á fjörðum. Þú varst nógu fljót að bíta á önguhnn, þegar sjóarinn beitti síld- inni.“ „O, vertu ekki að aumka mig, elsku vina. Ég mygla ekki í örmum Vestfirðingsins míns. En þú, vinkona, mátt gæta þín að piparlyktin verði ekki of sterk.“ Hanna skellihló. „Þakka þér góð ráð, elsku vina, öllu óhætt ennþá. Sérðu unga manninn þarna,“ og hún benti á unga manninn, sem hafði vísað Margréti til veg- ar. „Þetta er nú sá hamingjusami, sem stendur. Honum leiðist, þessari elsku, af því að ég var nýbúin að segja honum að fara, því að ég ætlaði að skrifa áður en þú komst. Og nú er hann afbrýðisamur út í þig, þessi vesalingur." Og hún veltist um af hlátri. „Palli!“ kallaði hún allt í einu. Ungi maðurinn kom til þeirra. Hanna kynnti þau. „Þetta er vinkona mín vestan af fjörðum, sjómannskona, þú skilur. Hún er eins og fiskur á þurru landi. Mér finnst tilvalið að fara með hana út á vatn.“ Þau gengu niður að vatninu og settu bát á flot. Palli reri, en þær sátu sín í hvorum enda bátsins. Hanna lét hendurnar snerta vatns- flötinn og horfði dreymandi ofan í vatnið. „Er þetta ekki dásamlegt, Gréta,“ sagði hún allt í einu. „Þig dreymir þinn ástkæra vestfirzka eiginmann, en mig dreymir fornar ástir og farna æsku.“ Skemmdarvargurinn skýtur upp kollinum að nýju! Skammderverkastarfsemin í hergagnaverksmiðjum Banda- ríkjanna er aftur í fullum gangi eins og í síðustu heimsstyrjöld. C. A dý. r';> •' ' P : ;; Á h ■ i '■Jfcsi&'r - v 'M& ý® $. - í .. ;;;v .ír')-:V-í-A;ý-.:- /r

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.