Vikan


Vikan - 09.04.1941, Blaðsíða 7

Vikan - 09.04.1941, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 15, 1941 7 rice Herli Þegar ég var sextugur, fannst mér að ég væri óðum að nálgast dauðann. Hugurinn virtist hafa misst hvatleik sinn, áhuga fyrir nýjum hugmyndum og starfslöngun. Ég fann — eða ímyndaði mér að ég fyndi — greinileg einkenni um Iíkamlega hrörnun. Það var eins og blæja hefði lagzt yfir augu mín og skyggði á litauðgi og fegurð umheimsins. I dag er ég sjötíu og átta ára. Sú sam- stilling hugans og líkamans, sem ég nýt í svo ríkum mæli, hefði mér virzt krafta- verki næst, þegar ég var sextugur. Nú veit ég, að þetta byggist aðeins á þeirri ein- földu, en gullvægu reglu, að ef hugurinn er ungur, er líkaminn einnig ungur. Ég kom ekki sjálfur auga á þessi sann- indi. Mér var kennt það. Og manninum, sem kenndi mér það, á ég ef til vill það að þakka, að ég er lifandi enn í dag. Morgun einn var ég á gangi eftir götu- slóða uppi í sveit. Handan við akurinn sá ég snoturt bændabýli. Tíu ára gamall drengur kom hlaupandi heiman frá bæn- um um leið og ég gekk fram hjá. Við fór- um að tala saman og tylltum okkur niður á bekk, sem stóð undir eplatré. Á meðan á samtalinu stóð, barst til okk- ar rödd frá bænum — þrætugjörn og kvartandi konurödd. Ég leit á drenginn og hann brosti. „Það er mamma,“ sagði hann. „Hún er að stæla við afa.“ „Af hverju?“ „Af því að hann langar til að fara inn í bæinn til að sjá nýja brunabílinn, en hún segir, að hann muni villast eða það verði ekið yfir hann, og því sé bezt fyrir hann að vera kyrr heima. En mig langar til að fara líka, og ég er viss um, að afi fer með mig.“ I þessum svifum kom gamli maðurinn út í dyrnar. Hann var háaldraður, en með fjörleg, blá augu og kvikur á fæti. Hann kinkaði kolli til okkar brosandi, og ég sagði honum, að ég hefði tyllt mér til að hvíla mig ögn í leyfisleysi. „Þér megið sitja eins lengi og þér viljið,“ sagði hann. „Þetta er skemmtilegur stað- ur. Og útsýnið ljómandi fallegt, finnst yður ekki ? Ég hefði gjaman viljað staldra við og benda yður á það markverðasta, en ég er að fara með litla snáðanum inn í bæ, og við missum af strætisvagninum, ef við flýtum okkur ekki.“ Ég spurði hann, hvort ég mætti ganga með þeim að horninu. „Já, gerið svo vel,“ sagði hann, og við gengum af stað. Ég leit við og sá móður drengsins standa í dyrunum. Það var þunglyndislegur mæðu- svipur á andlitinu á henni, og hún hristi höfuðið vonleysislega. Ég minntist þess, að ég hafði séð þennan sama svip einhvers staðar fyrir skömmu síðan. Allt í einu varð mér ljóst, hvar ég hafði séð hann, — í speglinum um morguninn á mínu eigin andliti! „Veslings konan!“ sagði gamli maður- inn. „Hún heldur, að bezt sé fyrir mig að sitja í sólinni eins og gamall asni og hreyfa mig aldrei. Ef ég færi að ráðum hennar, mundi ég vera dauður áður en árið væri liðið!“ Þegar við skildum, bað hann mig að koma bráðlega aftur að heimsækja sig. Ég gerði það — ekki einu sinni, heldur mörgum sinnum, því að ég fann, að ég hafði fundið, ekki aðeins vin, heldur ráð- gjafa — og lækni. Hann hafði alltaf átt heima á þessu litla bændabýli, og „bær- inn“, sem hann öðru hverju heimsótti, var ekki nema smáþorp. En fyrir hann var þetta fábreytta umhverfi heill heimur, af því að hann þekkti það svo vel. Hann staldraði við til að tala við fólkið, og spyrja það um líðan þess og áhyggjur, og tók þátt í gleði þess og sorgum. Ef hann tók eftir, að einhver kaupmaðurinn hafði klætt búðina sína að innan með nýjum þiljum, staldraði hann við til að óska honum til hamingju. Ef hann hélt, að hann gæti orð- ið einhverjum að liði, hjálpað húsmóður með störf sín eða gert garðinn hennar fallegri, var hann strax boðinn og búinn. Það var því ómögulegt að hugsa sér hann sem gamalmenni. Hann hafði alltaf haldið anda sínum síungum, og þess vegna hafði líkami hans að mestu leyti sloppið við fingraför áranna. Fyrsta leyndarmál hans var hinn ósigr- andi áhugi hans fyrir öllu lifandi. Annað var eins einfalt. Á ferðum sínum til bæj- arins eða á göngum sínum um nágrennið hafði hann alltaf litla strákinn með sér. Hann rauf aldrei tengsli sín við bernskuna. Ég held, að það hafi verið þessu að þakka, að hinir fornhebresku patríarkar urðu svo langlífir. Ættartengslin voru svo sterk, að það var sama, hvað fjölskyldan var stór, hún hélt alltaf hópinn. Það voru alltaf börn í kringum fullorðna fólkið. Og með augum þeirra gat gamla fólkið séð Framh. á bls. 15. í þjónustu œðri máttarvalda „I þjónustu æðri máttarvalda“, eftir Leon Denis, er bók um Jóhönnu frá Arc, eða „mærina frá Orleans“, eins og hún oft hefir verið nefnd, enda er það undirtitill bókarinnar. Bók þessi er skrifuð út frá sjónar- miðum sálarrannsóknarmanna, en Leon Denis hafði á hendi forystu franskra spiritista og var vinsæll mjög „í Frakklandi fyrir bækur sín- ar, sem bæði þóttu uppfylla hinar frönsku kröfur um formfegurð og voru auk þess þrungnar háleitum, göfgandi hugsjónum“, enda var höf. hámenntaður maður og göfugmenni. Bókin lýsir fyrst æsku Jóhönnu frá Arc og síðan hinni stuttu en glæsi- legu baráttu hennar fyrir frelsi föð- urlands síns, er hún reið í broddi her- sveitanna á hvítum fáki, í klædd her- klæðum með fána í hönd. Fylgdi henni þá slíkur kyngikraftur, að óvinaherinn fór hvarvetna halloka og Frakklandi var borgið. Þá er lýst þeim átakanlega harm- leik, er hún var svikin í hendur and- t stæðinga sinna, yfirgefin af þeim, sem áttu að veita henni liðveizlu og hún hafði áður bjargað. En þótt hún væri hrakin og hrjáð á allan hátt, meðan hún var á valdi andstæðing- anna, þá tókst þeim aldrei að yfirbuga sálarþrek hennar og aldrei afneitaði hún sannfæringu sinni. Á sjálfu bálinu, meðan logarnir léku um líkama hennar, hélt hún Jóhanna við konungskrýninguna. hiklaust fram skoðunum sínum. Hún var þeim trú allt til dauðans. Æfilok Jóhönnu frá Arc hafa alltaf ver- ið talin ein átakanlegasti atburður, sem um getur í veraldarsögunni, eins og Jó- hanna frá Arc hefir ætíð sjálf verið talin einhver einstæðasta persónan, sem sagan kann deili á. — Séra Jón Auðuns hefir þýtt bókina, en h.f. Leiftur gefið hana út.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.