Vikan


Vikan - 09.04.1941, Blaðsíða 12

Vikan - 09.04.1941, Blaðsíða 12
12 „Hvað lendum við langt fyrir norðan London ?“ „Rúma þrjú hundruð kílómetra. Ég skal finna góðan stað, það er ekki hætta á öðru.“ „En hvernig ætlið þér að lenda þessari stóru vél inni í miðju landi ? Ég hefi ekki neina löngun til að koma á sjóinn aftur og þér getið ekki lent þessarj stóru vél á neinum smápolli." „Það skuluð þér ekki fást um. Haldið þér, að ég hafi flogið í næstum fimm þúsund klukkutíma fyrir ekki neitt? Það er hægt að hleypa hjólum niður úr þessari vél, og ég hefi í hyggju að gera það, áður en við lendum. Við þurfum þvi alls ekki að lenda á vatni. Hvernig eru stelpumar í Ame- ríku núna?“ „Minnist ekki á það!“ sagði Vincent og varð skyndiiega geðillur. Doni gaut augunum til hans og leit svo út um gluggann og brosti. Hann hafði unnið með Vin- cent í mörg ár og var því fullkunnugt. um veik- leika hans gagnvart kvenfólki. „Afsakið," sagði hann. „Ég kom vist óvart við auman blett. Annars er mín skoðun sú, að stelp- umar séu góðar til að stytta manni stundir, þegar maður er búinn að draga sig til baka, en það er betra að halda sér frá þeim, þegar maður hefir mikilvægum störfum að sinna. Ef ég man rétt, þá hafið þér nú samt ekki alltaf slegið hendinni á móti þeim.“ „Doni,“ sagði Vincent. „Þegar ég óska eftir að heyra skoðun yðar á kvenfólki, skal ég spyrja yður um það. En þegar ég segi manni að halda kjafti, þá er bezt fyrir hann að hlýða. Skiljið þér mig, karl minn?“ „Já,“ sagði flugmaðurinn alvarlegur. Hann hafði alltaf álitið Vincent tilfinningalausasta og miskunnarlausasta mann, sem hann hefði nokk- um tíma kynnzt, og hann skildi því ekki almenni- lega, hvers vegna hann komst svo skyndilega út úr, jafnvægi, þó að hann minntist með nokkrum spaugsyrðum á stelpurnar. Þeir sátu báðir þögulir um stund. Vincent tók upp blað og fór að lesa. Doni gerði ekki frekari tilraunir til að brjóta upp á samræðum. Aftur í var Fino að reyna að fá Crossley til að spila við sig, en það tókst 'ekki sem bezt. Sólin var töluvert farin að lækka á lofti, þegar Doni kinkaði kolli í norðaustur og benti svo með fingr- inum. „Sjáið þér ekki þennan fjólubláa blett þarna framimdan — sem lítur út eins og ský, sem hvílir á hafinu? Það er landið, sem þér ætlið að heim- sækja.“ Hann leit á mæliborðið, áður en hann bætti við: „Að því er ég bezt fæ séð, höfum við hér um bil haldið réttri stefnu." „Það vona ég yðar vegna," sagði Vincent hörku- lega. Hann var þreyttur eftir þessa löngu ferð. Honum leiddist og hann var óánægður með allt og alla. „Ég þori ekki að fara lægra," sagði Doni. „Við verðum að fara upp í skýin, áður en þorandi er VIKAN, nr. 15, 1941 að fara að leita að lendingarstað." Vélin hækkaði flugið og loftið varð kaldara. Þeir sátu þögulir á meðan flugrvélin fór í gegnum skýjabakka. Klukkan var hálf sjö, þegar Doni tók aftur til máls. „Nú getum við farið að lækka flugið og gá í kringum okkar. Ég vona, að ég geti fundið stefn- una. Gáið að því fyrir mig.“ „Það verðið þér sjálfur að gera. Ég þekki ekki þetta bannsetta land. Mér verður illt í höfðinu af að horfa niður, og ég borga yður ekki fyrir ekki neitt. Því fyrr sem við lendum, því fyrr fáið þér borgun yðar. Flýtið þér yður nú, Doni.“ Tuttugu mínútum síðar fór flugvélin að lækka flugið. Doni brosti, hann var á réttri leið, og bráð- um yrði flugferðinni lokið. Á flatlendri heiði í Yorkshire stóðu fjórir menn hjá bíl og veifuðu ákaft upp til þeirra. Rétt hjá þeim var tóm námugryfja. TlUNDI KAPÍTULI. Á ráðstefnu. Doni beygði tvisvar sinnum og stjórnaði vélinni með æfðri hendi, áður en hann reyndi að taka þessa erfiðu lendingnu. Vélin kipptist til og vagg- aði, þegar hjólin snertu óslétta jörðina, og Lefty Vincent dró andann djúpt, þegar hann sá, að vængirnir lyftust sitt á hvað og heyrði brakið í öllum samskeytum vélarinnar. Honum fannst það óralangur tími, þangað til hún nam staðar. VIPPA-SÖöUR Vippi í prentsmiðjunni. -----BARNASAGA. --- Vippi litli var ekki lengi að iæra islenzkuna. Bömum, sem eru námfús, gengur oftast vel að læra. Þess vegna er um að gera að vera ekki latur meðan maður er lítill. Vippa þótti hér allt nýstárlegt, sem fyrir augun bar og var auðvitað með nefið niðri í öllu, en af því að hann lofaði að gæta sín og gera engum mein, fékk hann stundum að leika lausum hala. Hann var óskaplega for- vitinn, talaði við marga og spurði um margt. En oft var hann lika of fljótur á sér og var þá að hnýsast í það, sem hann hafði ekkert við að gera. Einu sinni, þegar Vippi var að heimsækja vin sinn, ritstjórann, ætl- aði að fara illa fyrir litla hnokkanum. „Mig langar að sjá, hvernig Vikan er búin til,“ sagði Vippi, þegar hann hafði flett nokkrum blöðum af henni og brast þolinmæðin til að sitja lengur kyrr, því að hann vill helzt alltaf vera á eilífum erli. „Þú getur fengið það, Vippi minn, en þá verðurðu að vera þægur og góður og gera enga vitleysu." „Ég er alltaf þægur og góður og ég geri aldrei neina vitleysu, að minnsta kosti ekki viljandi," sagði Vippi og var ósköp sakleysislegur á svipinn. „Það er nú ef til vill heldur mikið sagt! En sleppum því, að þessu sinni." „Slepþa því? Á ég þá að hætta að vera þægur og góður?" spurði Vippi kankvíslega. „Vertu ekki að snúa út úr, karlinn minn. Þú skildir vel það, sem ég sagði, eða langar þig kannske ekki til að sjá þetta, sem þú varst að tala um ?“ „Jú, jú!“ hrópaði Vippi. „Ég skal ekki snúa meira út úr.“ „Jæja! Hérna sérðu þetta handrit af sögunni um þig. Nú förum við með það niður í prentsmiðjuna." „Má ég halda á því?“ sagði Vippi og rétti út hendina. Hann var heldur en ekki hreykinn, er hann gekk með sex skrifuð blöð í hendinni út gang- inn og að stiganum. Ég fór á undan honum niður, en þegar ég leit upp, stóð hann ofarlega í stiganum og spurði: „Er nokkur vindur inni í húsinu?" „Af hverju spyrðu að því?“ „Ég ætla að vita, hvort þau geta flogið," sagði Vippi og sleppti blöð- unum. „Hæ, gaman! Þau detta ekki strax niður! Eitt flaug út um dymar. Ó, hvað væri gaman að sitja á stóru blaði og láta það fljúga með sig,“ og Vippi klappaði saman höndunum af kátínu. En ég var ekki alveg eins kátur yfir þessu uppátæki Vippa. Ég flýtti mér að tina saman blöðin og varð að sækja eitt út á hlað. Það var svei mér heppilegt, að svolítið frost var, annars hefði blaðið kannske blotnað og eyðilagzt og þá hefði orðið að skrifa það aftur. Vippi stóð í dyrunum og var hálf- skömmustulegur. Hann sá, að ég var gramur. „Mátti ég þetta ekki?" spurði hann sneypulegur. „Auðvitað máttirðu það ekki,“ svaraði ég, „og þú færð ekki að halda aftur á blöðunum." Svo gengum við saman inn í prent- smiðjuna og að stórri vél. Maður sat á stól fyrir framan hana og studdi fingrunum fimlega og hratt á tippi með stöfum, eins og á ritvélum. Hann hætti snöggvast og tók við handrit- inu, og byrjaði að setja eftir því, en ég lét Vippa tylla sér á kassa fyrir aftan vélina. Maðurinn studdi á stafatippin, vélin gekk sinn gang og skilaði út úr sér hverri steyptri leturlínunni á fæt- ur annarri. Allt í einu stóð Vippi á fætur og hentist þangað, er línurnar voru og greip þá, sem síðast kom út úr vél- inni. ,,Æ, æ! Ó!“ æpti Vippi og missti línuna á gólfið. Hún var brennandi heit, en það hafði Vippi ekki ha£t hugmynd um. „Má ég láta koma prent á mig?“ spurði Vippi. „Æ, æ! Ég brenndi mig á fingrun- um!“ Vippi hoppaði um viðþolslaus. Maðurinn við vélina stóð upp og hellti smurolíu á puta litla prakkar- ans og sagði, að þetta mundi batna fljótt. En nú var Vippi orðinn hræddur við þessa vél og vildi helzt ekki koma nálægt henni meira, svo að honum var sýnt, hvernig línunum er raðað saman og búnar til heilar síður og sumar með myndum. Þetta tók langan tíma og á meðan batnaði Vippa alveg og fann ekki lengur til í fingrunum, og þá var hann auðvitað strax búinn að gleyma axarskafti sínu. Nú átti bara eftir að sýna Vippa, hvemig Vikan er prentuð og var því farið með hann inn í vélasalinn og að stórri prentvél. Þar stóð stúlka uppi á svolitlum palli utan á vélinni og greip eitt og eitt pappírsblað af búnka uppi á henni og lagði þau í vélina, sem tók við þeim og prentaði þau. „Má ég fara með einu blaði i vél- ina og láta koma prent á mig?“ sagði Vippi og þaut eins og örskot upp eftir vélinni og settist á pappirs- blöðin. Stúlkunni brá svo, að hún snarstöðvaði vélina. Annars hefði illa getað farið fyrir Vippa, vini okkar. Þegar hann sá reiðisvipinn á mér og að ég ætlaði að koma og taka hann, varð hann hræddur og reyndi að forða sér hinum megin niður. En það hefði hann ekki átt að gera. Ég hljóp bak við vélina og ætlaði svei mér að ná í kauða, áður en hann gerði meira af sér. En nú var svo mikið ofboð á Vippa, að hann kunni ekki fótum sínum for- ráð og hnaut um svertubox, sem stóð á gólfinu, fyrir aftan vélina og stakst ofan í það og varð allur kol- svartur og sat þar fastur. Þetta var i rauninni spaugileg sjón, að sjá Vippa allt í einu vera orðinn eins og svertingja. En auminginn var illa útleikinn og fór að hágráta þama á svertuboxinu, svo að enginn hafði brjóst x sér til þess að hlæja að honum. 1 stað þess var hann tekinn skæl- andi upp úr svertunni og þrifinn til, en það var mikið verk, sem reyndi mjög á þolinmæði Vippa, en var hins vegar ágæt ráðning handa honum fyrir framhleypnina.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.