Vikan


Vikan - 09.04.1941, Blaðsíða 11

Vikan - 09.04.1941, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 15, 1941 11 á 15 Framhaldssaga eftir DAVID HUME. Nú var sjóflugvélin aðeins hálfan kílómeter í burtu og lækkaði hægt flugið. „Stærðin skiptir engu máli," sagði Fino. „Doni veit, hvað hann syngur. Hann er enginn heimsk- ingi, það geturðu reitt þig á.“ „Ert þú að kenna mér, Fino? Fjandinn hafi það, ekki bað ég um fljúgandi hótel.“ Flugvélin settist létt og mjúklega og brunaði eftir sjónum, þangað til hún var aðeins fjörutíu metra frá skipinu. Fino kinkaði aftur kolli, þegar hann hafði athugað vélina nánar. „Ég hefi aðeins séð eina sams konar vél áður,“ sagði hann, en þetta eru beztu vélar, sem hægt er að fá. Hvaða máli skiptir það, þó að hún sé stór? Þetta er ensk vél og það er ekki hætta á, að hún veki eftirtekt, þegar hún flýgur inn yfir England. Það hefði verið öðru máli að gegna, ef hann hefði komið í ítalskri flugvél. En Doni veit, hvað hann syngur." Reiðisvipurinn hvarf af andliti Vincents á með- an hann var að hlusta á Fino. Gluggi var dreg- inn til hliðar frammi í flugvélinni og út um hann veifaði hönd. Vincent veifaði á móti og beið óþol- inmóður á meðan einn af skipsbátunum var settur á flot. „Komið þið þá, piltar," sagði Lefty, „og flýtið ykkur nú. Ég er orðinn hundleiður á þessum dalli, og mig er farið að langa að sjá eitthvað nýtt og taka til starfa. Þökk fyrir ferðina, Phillips. Ef þér segið einu orði of mikið, þegar þér komið til Bremen, þá skal ég koma og heimsækja yður undir eins og ég er búinn að ljúka mér af í Eng- landi. En ef þér hagið yður eins og skynsamur maður, skal ég lofa yður að lifa.“ Phillips þurrkaði svitann af enninu, þegar tveir menn af skipshöfninni reru af stað með farþeg- ana. Hann átti aðeins eina ósk — að komast sem lengst burtu frá þessum vopnuðu bófum. Bátverj- amir voru nokkrar mínútur að leggjast upp að flugvélinni. Fino varð fyrstur til að stökkva um borð. Crossley staulaðist á eftir grár og gugginn. Hann hefði heldur viljað berjast við heimsmeist- ara í hnefaleik, en að leika þetta aftur. Vincent hafði aldrei fyrr stokkið úr bát upp í flugvél, en honum varð ekki mikið fyrir því. Hann hoppaði upp í flugbátinn eins rólegur og hann hefði verið að stíga út úr bíl. „Farið þið báðir aftur í,“ sagði hann. „Ég sezt fram í hjá Doni.“ Hann lokaði hurðinni og veifaði til sjómannanna niðri i bátnum, sem voru að róa af stað aftur til skipsins. En áður en „Conquest" var komið af stað aftur brunaði flugvélin yfir spegilsléttan hafflötinn og hóf sig síðan til flugs. Þá fyrst sneri Lefty sér að flugmanninum og brosti til hans. „Laglega af sér vikið, Doni. Þér eruð sýnilega ekki búnir að gleyma því, sem þér lærðuð fyrir vestan hjá okkur. Var auðvelt að finna okkur?“ Doni hló, svo að skein í stórar, hvítar tennum- ar. Hann var lítill og grannur, og augun minntu á augu Vincents. Þau voru dökk og syfjuleg að því er virtist — suðræn augu. „Það var ósköp auðvelt. Það var vel til fundið að vera utan við venjulega skipaleið. Þá þurfti ég ekki að vera í neinum vafa. Hvað er að frétta að vestan ? Þér emð vonandi ennþá fastur í sessi?" Það, sem skeð hefir hingað til í sögunni: Lefty Vincent og fjórir félagar hans, Johnny Ryan, Fino, Collins og Catini, hafa rænt banka og drepið gjaldkerann. Dóttir gjaldkerans, Clare Furness, strengir þess heit, að koma Vincent i hendur ríkislög- reglunni, G-mannanna svo nefndu. Eftir fyrirmælum hennar sitja þeir fyrir honum, en fyrir mistök, skjóta þeir Ryan, en Vin- cent sleppur. Hann hyggur nú á hefndir, og þegar Clare Furness flýr til Evrópu, fer hann á eftir henni. Mick Cardby, sem rekur leynilögreglustöð í félagi við föður sinn, er fenginn til að gæta hennar, þangað til G- mennimir koma, en þeir eru á leiðinni til Evrópu. Mick fer til Southampton til að taka á móti henni, en Vincent hefir lika sent þangað einn af glæpafélögum sinum. Mick lætur mann frá Scotland Yard tefja fyrir honum í tollinum, en sleppur sjálfur hindrunarlaust burt með stúlkuna og ekur með hana, ýmsar krókaleiðir, því að hann óttast eftirför. Þau koma sér fyrir á litlu veitingahúsi um nóttina og segjast vera systkini á leið til London. Bófamir, sem eru að elta Mick og Clare, koma i veitingahús- ið. Húsbóndinn þykist ekkert vita, en þeir trúa honum ekki, slá hann í rot og hefja svo leit í húsinu. Mick liggur í leyni og hlustar á samtal þeirra. Þegar Mick sér sér færi á, slær hann annan í rot, en heldur hinum í skefjum með skammbyssunni og neyðir hann til að segja sér allt af létta um eltingaleikinn. Á meðan þau em að búa sig til að leggja að stað með bófana til lögreglustöðvarinnar. koma tveir bófar í viðbót, en Mick tókst að ráða niðurlögum þeirra. Mick talar við föður sinn frá lög- reglustöðinni, sem segir honum að koma ekki til London. Þau leita sér gistingar I smábæ, og aka svo af stað aftur um há- degi daginn eftir. Á leiðinni les Mick í blaði, að brotist hafi verið inn á lögreglu- stöðina og bófamir frelsaðir. Vincent, Fino og Crossley eru um borð í skipi út af Frakklandsströndum og bíða eftir að flug- vél komi að sækja þá. „Auðvitað. Þér vitið hvert við eigum að fara, er það ekki?“ „Það hefði ég haldið. Hvað fær yður til að leggja í ferðalag eins og þetta? Það hlýtur að vera eitthvað meira en lítið. Þér hafið aldrei verið neitt sérlega hrifinn af sjónum, og þér þurftuð ekki nema að horfa á flugvél til að fá svima, ef ég man rétt. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum og eyrum, þegar ég fékk að vita, hvað ég átti að gera fyrir yður. Hafið þér hugsað yður að leggja út í einhver stórræði hér í Englandi ? “ „Ég er vís að skreppa til London, ef við kom- umst einhyern tíma niður á jörðina aftur, Doni. En það er ekki í sambandi við neitt í okkar starfsgrein. Það er algert einkamál og hreinasta lítilræði." „Ég er feginn, að þér hafið ekki neinar fyrir- ætlanir á prjónunum viðvíkjandi London. Ég hefi reynt markaðinn þar tvisvar sinnum og ég geri það ekki í þriðja sinni. Að leggja út í stórræði þarna fyrir vestan hjá ykkur, er bamaleikur hjá því að stela, þótt ekki sé nema einum dollara, frá manni hér í London.“ „Er það svo slæmt? Jæja, ef enska lögreglan vill lofa mér að vera í friði í einn eða tvo daga, þá skal ég ekki blanda mér í þeirra mál. Eins og ég sagði yður, Doni,. er þetta algert einkamál og undir eins og ég hefi afgreitt það, fer ég heim aftur. Því fyrr, því betra. Hvemig gengur það suður frá hjá yður?“ „Ekkert sérlega vel. Ef ég ætti nógu góða og aflmikla vél, mundi ég fljúga á henni til New York og taka upp fyrri störf min þar. Það er ekki ennþá svigrúm í Evrópu fyrir menn eins og okkur, og ég er oröinn þreyttur á að hjakka allt- af í sama farinu. Hvernig hafið þér hugsað yður að komast aftur burtu frá Englandi?" „Það er nógur tíminn til að hugsa um það, þegar ég er búinn að Ijúka þvi, sem ég ætla að gera. Til hvers er að vera að brjóta heiiann um það, áður en maður er búinn að átta sig. Þér skuluð ekki vera að hugsa um að fljúga með mig til Ameríku, Doni. Þá held ég, að ég vildi heldur reyna að synda það. Hvenær komum við í land- sýn ? Ég er farinn að þrá að fá fast land undir fætur aftur. Framvegis held ég mér við gang- stéttirnar og bílana.“ „Það verður góð stund, þangað til við sjáum land. Ég ætla að fljúga yfir Irska hafið og lenda einhvers staðar, þar sem ekki verður tekið á móti okkur með hornablæstri og lófaklappi. Þér kærið yður vist ekki um þess konar móttökur úr því að þér komið i flutningaskipi og flugvél? Ég geri ráð fyrir, að við getum lent eftir hér um bil þrjá klukkutíma. Sitjið bara rólegur og syngið yður til afþreyingar á meðan.“ „Ég hefi meiri löngun til að æpa en að syngja. Hvernig þið flugmennirnir getið steypt ykkur kollhnís í loftinu, skil ég ekki.“ „Maður venst því — eins og að drekka lélegt viský og taka kókain í nefið.“ Það varð löng þögn. Drunurnar í vélunum voru eins og þungur niður. Lefty þreifaði eftir siga- rettuveskinu í vasa sínum, en hætti svo við það og hallaði sér aftur á bak. Hann fann til óþæg- inda í kviðarholinu. Aftur í sat Fino og var að skýra út fyrir Cross- ley, hver væri munurinn á landflugvél og sjó- flugvél. En Crossley sýndi lítinn áhuga. Hann var vanari að vera á hnefaleikapallinum, finna blóð- bragð og harpikslykt og heyra þung högg box- hanzkanna. Það var eitthvað annað en að horfa út yfir stóran, gráan hafflötinn, sem lá meira en þúsund metra fyrir neðan þá. „Hvað viljið þér,, að ég geri, þegar við erum lentir?“ spurði Doni. Við fáum ekki að vera lengi i friði með flugvélina þar. Ég hefi aldrei haft neitt á móti því, að tefla á tvær hættur — það vitið þér vel — en ég sé enga ástæðu til að gera það að óþörfu.“ „Ég ekki heldur. Haldið þér, að ég hafi komið hingað yfir þúsund mílna vegalengd til þess að lenda í höndunum á lögreglunni undir eins og ég stíg á land? Nei, Lefty Vincent hefir sýnt mönn- um frá Atlantshafi til Kyrrahafs, að hann lætur ekki fara þannig með sig. Undir eins og við höfum lent og piltarnir, sem eiga að taka á móti okkur, koma, þá getið þér flogið til fjandans fyrir mér." „Það er nú ekki beinlínis leiðin, sem ég ætlaði mér. En heyrið mig: Hafið þið vegabréf? Lög- reglan i Englandi er ekkert lamb að leika sér við fyrir þá, sem ekki hafa vegabréf. Ég hefi einu sinni reynt það. Og það gerir Doni litli aldrei aftur.“ „Hafið þér nokkurn tíma séð mig byrja á neinu, sem ég gat ekki komið fram ? Haldið þér, að ég segi, ef ég hefi ekki góð spil á hendinni? Aldrei, Doni. Ég hefi þrjú vegabréf, qem mundu jafnvel veita okkur inngöngu í himnaríki." „Þeir eru kannski ekki eins nákvæmir þar og í Englandi," sagði flugmaðurinn. „Hinn staðinn hefi ég aldrei reynt.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.