Vikan


Vikan - 09.04.1941, Blaðsíða 10

Vikan - 09.04.1941, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 15, 1941 Heimilið Matseðillinn. Fjallagrasa- saftbúðingnur. 30 gr. fjallagrös. 3 dl. saft (sæt). 1 dl. vatn. 2—4 bl. matarlím. 2 eggjahvítur. 1 dl. rjómi. Grösin eru hreinsuð og þvegin, heitu vatni helit á þau, og bíði þar til það er kalt. Grösin eru kreist upp úr vatninu og söxuð þá, frekar gróft. Vatn og saft er blandað saman, þegar það sýður, eru grösin sett út í og soðið í 4 mín., þá er matarlímið látið út í, sem áður hefjr verið lagt í kalt vatn um stund. Hellt í skál og kælt. Þegar það byrjar að hlaupa saman, er hinum stífþeyttu eggjahvítum blandað gætilega saman við, látið í skál og skreytt með þeyttum rjóma rétt áður en borðað er. Bezt er að nota rabarbara- eða ribsberjasaft í búðinginn, sé hún ekki rauð, er látinn rauður ávaxtalitur í hana. Fjallagrasate. 50 gr. fjallgrös. 1 líter vatn. Grösin eru hreinsuð og þvegin úr köldu og heitu vatni. Soðin í 1 líter af vatni við mjög hægan eld í 1—2 klst. Síað og teið soðið aftur með sykri eftir smekk. Bezt er að hafa kandíssykur. Þessi drykkur er drukk- inn heitur, hann er mjög megn og er talinn ágætis læknismeðal, við lungnasjúkdómum. Einnig er hann oft settur á flöskur og tekinn inn sem læknismeðal. Húsráð. Ef tappinn brotnar og lendir ofan í tóma flöskuna, þá setjið svo mikið af salmiakspiritus í hana, að tappinn fljóti. Látið hana svo standa þannig í nokkra daga, og mun þá tappinn grotna í sundur. Gott er að þvo grammófónplöturn- ar öðru hvoru úr volgu sápuvatni. Þær endast betur við það, og hljóm- urinn verður hreinni og fallegri. „Kápukjóll“. Það er ekki svo gott að segja, hvort réttara er að kalla þetta kápu eða kjól, því að hvort tveggja getur verið rétt. Við köllum það því „kápukjól". Það er hægt að vera í honum utan yfir kjól, en það er líka hægt að vera í honum eintómum, þegar hlýtt er í veðri. Hann er úr þessu sterka, mar- inebláa matrósaefni, sem nú er mjög að komast í tízku. Myndin sýnir að öðru leyti sniðið á „kápukjólnum". HE1LDSÖLUB1R6Ð1R: ÁRN I JÓNSSO N , HAFNARST.5,REYKJAVÍK. ! nta Jn 'r i tt tt veii hvaé Itaeti't Meðferð ungbarna. A,- ungbamsfótur, óaflagaður. B. ungbamsskór, lagað- ur eftir fætinum. C. ungbamssokkaleistur, ekki prjón- aður í odda. D. svona eiga skór ekki að vera! Skófatnaður barna. Skófatnað barna þurfa mæðurnar að athuga, ásamt öllu öðru; verður að gæta þess, að bæði sokkar og skór séu svo víðir, að hvergi þrengi að, og hvort tveggja lagað eftir fótunum; eru hér nú settar myndir af barnsfót, bamsskó og sokkaleist. A. er mynd af bamsfæti óaflöguðum. B. skór, sniðinn eftir barnsfæti. C. mynd af leista, sem er beinn innanfótar, ekki prjónaður í totu, heldur smátekið úr utanfótar, og myndast þá skáið. D. er mynd af skó frammjóum, en þeir em sem betur fer að hverfa úr sög- unni. Er þessi mynd sett hér til þess að sýna, hvernig skór eiga ekki að vera. Það skilst væntanlega af þess- ari mynd, C. að sinn sokkurinn á á hvem fótinn, alveg eins og skór. — Totusokkar og totuskór eru skaðlegir hverju barni, bæði heilsunnar vegna Framhald á bls. 15. Skór, lagaður eftir fætinum. Aflagaðir fætur eftir támjóa skó. Hollustu og þœgilegustu barnaskóna fáið þér 0 i Inn B. Steiánssnnar Laugaveg 22A

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.