Vikan


Vikan - 09.04.1941, Blaðsíða 13

Vikan - 09.04.1941, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 15, 1941 13 Hver sökkti skipinu? 10 Framhaldssaga eftir WHITMAN CHAMBERS. Nú var leirinn aftur að myrkva í kringum okkur. Ég sleppti hnífnum og greip með báðum hönd- um um hægri fót kafarans. Hjálmar okkar snertust og ég heyrði að náung- inn bölvaði. Ég vissi, að þótt ég hefði ef til vill ekki sært hann með hnífstungunni, þá var hann á mínu valdi. Ég hafði rifið svo búninginn hans, að hann mundi aldrei komast lifandi upp á yfirborðið. Hann yrði loftlaus. Mér var vel ljóst, hvemig komið var fyrir manninum. Og það var óskemmti- legt að hugsa til þess. Ég hélt föstum tökum um fót hans, þannig, að ómögulegt var fyrir kafarann, að koma við hnífn- um til þess að vinna mér mein. Ég beið og vissi, hvemig þessu mundi lykta. Ég þurfti heldur ekki að biða lengi. Umbrot kafarans urðu æ mátt- lausari og máttlausari. Svo var öllu lokið. Ég sleppti manninum. Hann var dauður. Ég fékk mér loft og hélt af stað. Ég var örþreyttur, en þó miklu frekar af andlegri áreynslu heldur en líkamlegri. Ég hélt, að ég myndi varla hafa mátt í mér til þess að komast í'samband við þá uppi. Hoffman var við símann. „Ray! Er allt í lagi hjá þér?“ spurði hann og var mikið niðri fyrir. „Já, það er allt í lagi. Ég kem strax og ég er búinn að greiða úr strengjunum." ,,Er . . . er öllu lokið?“ „Já. Það er öllu lokið. Ég læt þig vita, þegar ég er tilbúinn." Ég opnaði aftur loftlokuna. Innan stuttrar stundar var ég orðinn svo léttur á mér, að ég gat dregið mig upp á þilfarið á lífstrengnum. Nú sá ég, hvernig strengirnir mínir og innborna kafar- ans höfðu flækzt saman. Ég gat leyst úr flækj- unni og lét þá siðan vita á tundurspillinum að draga mætti mig upp. Diek Hoffman sagði mér, að ég hefði verið niðri í tvær klukkustundir. Aldrei á æfi minni hefi ég þráð eins mikið að sjá sólina og anda að mér loftinu ofansjávar. Þegar ég að lokum komst upp á þilfarið á tund- urspillinum, fann ég fyrst, hve dauðþreyttur ég var orðinn. Dick Hoffman var svo nærgætinn að spyrja mig engra spurninga, þegar ég var búinn að losa mig við kafarabúninginn. Ég fór niður í káetu skipherrans og fékk mér kaffibolla og dálítið viský. Þegar ég kom upp á þilfarið hálfri stundu síðar, miklu hressari en áður, sá ég, að Juarto hafði létt akkerum og haldið af stað til Caimora. „Náðu þeir líkinu?“ spurði ég. Dick Hoffman kinkaði kolli þegjandi. „Það er nú það,“ muldraði ég. „Réttast væri af okkur, að taka strax til starfa. Hefirðu kafara, sem hægt er að senda niður, ef við sprengjum upp skápinn ?“ „Bill Jenson fer niður. Hann er alvanur kafari eins og þú veizt.“ „Já, hann er ágætur. Þú sérð um sprenginguna. Ég skal skýra fyrir Jenson, hvernig umhorfs er þama niðri. Það ætti ekki að vera erfitt fyrir hann að finna herbergið, þar sem gullið á að vera geymt. Ég held að ég leggi mig í svo sem klukku- tíma. Ég er úrvinda af þreytu.“ Ég fór og lagði mig i káetu skipherrans. Það var liðið að kvöldi, þegar Hoffman kom inn og vakti mig. „Jæja, gamli félagi!“ sagði hann brosandi. „Jen- son er kominn upp með sýnishorn af þessum for- láta gullstöngum þínum.“ Ég hentist fram úr og mér leið nú miklu betur heldur en áður en ég sofnaði. „Ágætt! Hvar er gullið? Lofaðu mér að sjá það!“ „Frammi á borði. Komdu." Við fórum fram á. Tveir strigapokar lágu á borðinu. Ég tók annan þeirra upp. „Þeir eru svei mér þungir.“ „Hefirðu nokkurn tíma heyrt, að gull væri það ekki?" sagði Hoffman hlæjandi. Ég horfði á hann hvössum augum: „Þú ert eitt- hvað svo skrítinn," sagði ég. Ég leysti frá öðrum pokanum og hvolfdi úr honum. Þetta var skrítið ,,gull“. „Jæja, fjandinn hafi það!“ hrópaði Dick Hoff- man. „Þetta er blý!“ 9. KAPlTULI. Þegar ég kom upp í brúna um kvöldið, sáust ljósin í Caimora úti við sjóndeildarhringinn. Tund- urspillirinn ætlaði ekki að verða lengi á leiðinni í land. Dick Hoffman gekk til mín. „Jæja, Ray! Það er svo að sjá, að hér sé um venjulegt rán að ræða,“ sagði hann. „Gullinu hefir verið stolið í bankanum og blý sett í staðinn. Síðan hafa ræningjarnir sökkt Alderbaron til þess að glæpurinn kæmist ekki upp. En ráðagerðir þeirra hafa farið út um þúfur, af því að skipið lenti á grynningum. Huertas skipstjóri, þinn kæri vinur, er bersýnilega meðsekur. Auðvitað gerði hann það, sem hann gat, til þess að hindra að allt kæmist upp. Mér virðist málið fara að verða augljóst." Ég hristi óþolinmóður höfuðið. „Mér finnst aftur á móti allt þetta vera orðið enn flóknara en áður. Ránið hefir verið vel undir- búið. Víðtæk skipulagning hefir farið fram. Það krafðist vissrar áhættu, jafnvel fórnar, eins og t. d. mannsins, sem opnaði botnhlerana á Alder- baron — ef til vill hefir það verið Corretos. Málið er mjög flókið. Corretos hlýtur að vera bak við allt saman, því að gullið fór um hendur hans. En hvernig stendur á þvi, að maður í hans stöðu tekur þátt í jafn saurugu athæfi og þetta er? Hann á meiri auðæfi en honum er unnt að eyða. Ég fullyrði það, Dick, að það er í fremsta máta ótrúlegt, að slíkur maður hætti frelsi sínu og sé í vitorði um, að saklaust fólk láti lífið, taki þátt í svona hræðilegum glæp, til þess að stela gulli, sem hann í raun og veru getur ekki notað. Nei, við verðum að finna einhverja sennilegri ástæðu heldur en fégræðgi fyrir þessu ljóta uppá- tæki.“ „Ef til vill getur Baird ofursti leyst hnútinn,“ sagði Hoffman. „Ég vona það.“ * * * Klukkan níu um kvöldið kom ég í sendiherra- skrifstofuna og var visað inn til Baird ofursta. Sendiherrann tók hjartanlega í hönd mína. „Jæja, hvað er i fréttum, liðsforingi ? “ spurði hann. „Ég býst við, ofursti, að yður þyki fréttimar slæmar. Gullið, sem Alderbaron átti að hafa með- ferðis, hefir breytzt í blý.“ „Blý!“ „Við sprengdum upp skápinn og náðum í tvo poka. Það er vel gengið frá pokunum, en í þeim var blý í stað gulls.“ Baird ofursti þagði nokkra stund. Því næst sneri hann sér skyndilega að símanum, bað um númer, fékk samband og talaði stutta stund. Svo stóð hann á fætur. „Við skulum koma, liðsforingi. Sazardi forseti óskar þess, að við tölum við sig samstundis." Forseti Andegoya var lítill maður vexti, grá- hærður og með langt, grátt yfirskegg. Þótt hann væri ekki nema sextugur, hvíldi stjórn lýðveldis- ins svo þungt á herðum hans, að hann var þreytu- legur og hafði elzt um aldur fram. Ég sagði mína sögu í stuttu máli, en eins ná- kvæmlega og mér var unnt, og Sazardi forseti lét mig ljúka frásögninni, án þess að gripa fram í. Er skýrsla mín var á enda, sat forsetinn langa stund þegjandi og klappaði með fingrunum á stól- bríkurnár. Hann var bersýnilega taugaóstyrkur. Loks hætti hann og stóð hægt á fætur. „Mér fellur þetta þungt," sagði hann sorgbitinn á svipinn. „Mér hefir alltaf geðjast vel að Corre- tos og hefi álitið, að hann ætti mikla framtíðar- möguleika í þjónustu lands vors. En nú .... jæja Hann yppti öxlum vonsvikinn og sneri sér að aðstoðarmanni í einkennisbúningi, er stóð við dyrnar, og talaði hratt við hann á spænsku. Mað- urinn kvaddi á hermannavísu og flýtti sér út. Forsetinn sneri sér aftur að okkur. „Ég ætla sjálfur að fara og taka Francisco Corretos fastan. Viljið þér, herrar mínir, koma með mér?“ „Ég vil það, herra forseti," flýtti ég mér að svara. „Mér er áhugamál, að fylgjast með þessu til enda.“ „Og þér, Baird ofursti?" * „Já, vissulega, yðar hátign. En biðum við — Hvað var það, sem Mildred sagði mér I kvöld? Corretos ætlaði að halda smáveizlu um borð í lystisnekkjunni. Ég held, að hún hafi sagt, að hún væri boðin þangað. Já, nú man ég þetta greinilega. Það átti að borða kvöldverð í lysti- snekkjunni og sigla eitthvað út fyrir höfnina. Það átti allt að vera mjög óbrotið, sagði Mildred, aðeins til að dreifa huganum, eftir þennan hræði- lega atburð, sem þau tóku þátt í.“ Svipur Sazardis forseta varð harðneskjulegur og augnaráðið hvasst, er hann sagði: „Senor Corretos á nú annað verra fyrir höndum en að skemmta sér. Hann á eftir að taka þátt í öðrum hræðilegum atburði." Rödd hans var nú grimmd- arleg. „Við skulum koma, herrar mínir!" Tveir bilar, hlaðnir hermönnum óku á undan okkur, er við þustum eftir þröngum götunum niður að sjónum. Fagur og hraðskreiður bátur, sem forsetinn átti, beið okkar með vélina í gangi. Við fórum út í hann og tylft hermanna á eftir okkur. Báturinn lét frá bryggjunni og hélt út á höfnina. Mér brá heldur óþyrmilega: „Guð minn góður!" hrópaði ég. „Libertad er farin!“ „Farin!" sagði forsetinn. „Eruð þér vissir um það ?“ Ég var alveg viss. 1 tvö ár hafði ég haft höfn- ina fyrir augunum gegnum klúbb-gluggana og vissi upp á mínar tíu fingur, hvar hvert skip var vant að liggja. „Það var svo sem auðvitað!" sagði ég gremju- lega. „Strax og Juarto kom í höfn, hafa þeir sagt Corretos, hvernig komið var. Fallbyssubáturinn hlýtur að hafa verið lítið á undan okkur hingað, þótt hann legði af stað nokkrum tímum fyrr, en við fórum með miklum hraða." Sazardi hraut blótsyrði af vörum á spænsku. „Þér eruð sjóvanur, herra liðsforingi. Hvað finnst yður, að við ættum að gera?“ „Ég álít, að réttast sé að fara í bátnum út í tundurspillinn eins hratt og hann kemst. Varð- maðurinn á Whipple hlýtur að hafa séð, þegar lystisnekkjan fór út. En auðvitað sigla þeir ljós- laust. Það eru ef til vill ekki mikil líkindi til að við náum þeim, en ég sé ekki að um annað sé að ræða en elta þá."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.